Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 17

Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 17
TD^utr LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 - 17 Fjölbreytt félagslíf í MA. Andi Djúpu laugar Skjás eins á kvöldvöku. Margt fleira framundan. Bekkjakerfið eykur samheldni. Andi sjónvarpsþáttarins Djúpu laugarinnar á Skjá einum sveif yiir vötnunum á kvöld- vöku þeirri sem nemendur Menntaskólans á Akureyri héldu sl. fimmtudagskvöld. „Þetta var svona síðbúinn Valentínusardag- ur,“ segir Kolbrún Gunnarsdóttir, Inspector scholae í samtali við Dag og bætir við að félagslíf í skólanum sé bæði mikið og fjöl- breytt. Ætla megi að um helmingur af sex Viltu vinna Jón? hundruð nemendum skólans séu virkir þátttakendur í félagslífinu - og hinir komi svo, sýni sig og sjái aðra, við þær helstu uppákomur sem séu í félagslífinu á vetri hverjum. Þar megi til dæmis nefna peysu- fataballið sem haldið er þann 1. desember ár hvert, en á ball þetta, sem er hin eigin-. lega árshátfð nemenda, koma nemendur fjórða bekkjar í peysufötum. Viltu vinna Jón Viltu vinna Jón? Sú var ylirskrift annars tveggja leikja sem farið var í á kvöldvök- unni í MA á fimmtudaginn, en þetta var nokkurs konar skopstæling af þættinum Viltu vinna milljón á Stöð 2. Leikur þessi var nokkurs konar hlint stefnumót, þar sem pör sem ekki hel'ur kynnst áður fara f framhaidinu saman í ljós, sund og á veitingahús. Svo er þeirra að spila úr framhaldinu - ef eitthvað verður. Hinn leikurinn var svo spurning til para um það hversu vel þau þekktu hinn aðil- ann. Þrjú rétt svör gáfu bíómiða, sex rétt svör gáfu ljósatíma, níu rétt svör úttekt fyrir einn á veitingahúsi og tólf rétt - eða fullt hús stiga - niat fj'rir tvo. „Mér finnst rosalega gaman að vera í forystu nemendafélagsins. Maður kyTinist mörgum og um- gengist marga, en lærir líka að skipuleggja hlutina vel og einriig sjálfan sig,“ segir Kolbrún Gunn- arsdóttir. Hún segir samheldni Bekkjarkerfið styrkir félagslífið, segir Kolbrún Gunnarsdóttir sem er Inspector Scholae. meðal nemenda í MA vera sérlega góða sem helgist ekki síst að bekkj- arkerfinu. Söngvakeppni um miðjan mars Margt er framundan f starfi nem- enda Menntaskólans á Akureyri á næstunni. Þar má meðal annars nefna karla og kvennakvöld, þar sem á sitt hvoru kvöldinu verður gert það sem hvort kyn um sig er mest heillað af. Þann 15. mars er síðan söngvakeppni MA, en það er aftur forkeppni fyrir Söngvakeppni fram- haldsskólanna sem árlega er haldin á útmánuðum. -SBS. Líf eftir verkfall Prófum lokið í MA og vor- önn að byrja. Skólameist- ari óttast að talsvert brott- fall sé vegna verkfallsins og segir ásókn meiri í námskeið við prófkvíða og til námsráðgjafa. Menntaskólinn á AkureyM hefur í áraraðir verið talinn einn af bestu menntaskólum landsins, þekktur fyrir aga og að útskrifa sína nem- endur. Þaðan hefur margur vel upp- lýstur nemandinn gengið út með prófslurteini og haldið á vit framtíð- arinnar. Haustannarpróf eru nú senn á enda, þá er spurning hvort verkfall kennara hafi sett strik í reikning frammistöðu nemenda. Tíðindamaður Dags fór í MA, og kynnti sér aðstæður í miðri próftörn. Eftir að hafa gengið inn marrandi trégólfið sem einkennir eldri byggingu skólans, í átt að skrif- stofu rektors, var ekki hægt að fínna annað í ylirþyrmandi þögninni, en þungar hugsanir nemenda í leit að réttu svari til að skrila niður á hlaðið sitt. Tryggvi Gíslason rektor var bjart- sýnn þrátt fyrir röskun, og sagði bæði nemendur og kennarar hafa komið til starfa eftir verkfall með mjög jákvæðu hugarfari, þannig að starfið hafí gengið afar vel. - Hvemig hefur ástandið veríð fram að prófaviku? „Við kenndum fjórar vikur eftir verkfall, frestuðum haustannarpróf- um um hálfan máfiuð og prófuðum í 10 daga. Við höfum þurft að breyta bæði kennsluaðferðum og verkefn- um, höfum orðið að fiækka verkefn- um, en höfum reynt að fara yfír námsefnið á svipaðan hátt. Verkfall- ið veldur því þó, að við lengdum haustönnina um tvær vikur. Þá misstum við í rauninni tuttugu daga, en hins vegar verður vorönnin álíka löng og hún hefur verið, því við kennum nokkra auka daga. Tryggvi Gíslason, skólameistari. Haustannarprófin eru verulega erf- ið, og yfirferð er kennurum erfið líka, að stokka upp allt námsefni, stytta það eða fella niður verk- efni.“ -Hefur rektor áhyggjur af meira brottfaUi sökum verkfalls? „Já, það er meira brottfall núna en hefur verið. Sex hundruð nem- endur byrjuðu nám í haust og nú þegar eru hættir tuttugu nemendur sem er meira en venjulega og óttast ég meira hrottfall úr skólanum. Mætti það nú fyrr vera að svona langt verkfall hefði engin áhrif og auðvitað éru það þeir nemendur sem eru veikastir á svellinu, eins og gefur áð skilja sem hætta." - Standið þið fyrir aukakennslu? „Nei, en við erum með cndur- tekningaráfanga f stærðfræði á vorönn." - Komið þið til með að vera lið- legri við nemendur? „Alveg tvímælalaust. Eg hef orðað það svo að við eigum að prófa létt, en ekki leggja fvrir létt próf. það er hugmyndin að taka Íétt á móti nemendum og taka til- lit til aðstæðna. Það sem nú er einstakt fyrir MA, er að við höf- um stofnað samráðsnefnd. Þar eiga sæti tvæir nemendur, tvcir kennarar og tveir stjórnendur ásamt námsráðgjafa. Öll mál sem upp koma fara fyrir þessa nefnd og hefur það gengið afar vel hing- að til. Þar hafa veriö leyst mörg mál sem annars hefðu farið fyrir skólameistara eða skólaráð. Einnig erum við mcð tvo náms- ráðgjafa í fullu starfi og er það mjög sjaldgæft í sex hundruð manna skóla." - Hvernig taka nemendur þessu öllu saman? „Því er ekki að neita að ncm- endur eru streittari, þeir hafa komið vel undirhúnir og áhuga- samir, en kvíðnir, og þá alveg sér- staklega fyrstu bekkingar sem fengu bara nokkrar vikur hér í skólanum, en þeir eru miklu verr settir en efrihekkingar sem eru farnir að Iæra á skólann. Nú er miklu meiri ásókn í námskeið í prófkvíða og miklu meiri ásókn til námsráðgjafa vegna verkfalls.11 Nemendur v'oru léttir í fasi, en þó misglaðir og misánægðir með frammistöðu kennara fyrir próf, en liðlegheit hafi veriö áberandi. Að sögn yngri nemenda, var mikið stress og mikið álag og flestir fóru í aukatíma, og þá í stærðfræði. Erfitt hafi verið að átta sig á, hvaða námsefni yrði tekið fyrir í hverju fagi fyrir sig, og þar af leiðandi hafi heimalær- dómur í verkfallinu sjálfu ekki verið mikill. Eldri nemendur voru mun jákvæðari og bjartsýnir þrátt fyrir röskun, og voru ekki að láta verkfalliö hafa mikil áhrif á sig og var ekki annað að sjá en þar væru á ferð vel undirbúnir hugaðir ein- staklingar sem báru mikla sam- kennd með yngstu nemendunum. Ilelga Berglind Jónsdóttir Anna Margrét Ólafsdóttir sagði að stærðfræðiprófið hafi verið þungt og of langt miðað við tíma! HHda Óladóttir var ekki ánægð með frammistöðu kennara eftir verkfallið en hún lærði þó mikið í verkfallinu sjálfu. Sólveig María Ólafsdóttir var bæði ánægð með þaö hvern- ig kennararnir höfðu unnið upp það sem féll niður vegna verkfallsins og var bjartsýn með útkomuna i prófunum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.