Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 8

Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 8
8 - LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 Grétar Sigurbergsson:. „Flest lögin mín eru mjög róleg, og það er nú kannski bara vegna þess að ég kann ekki nóg til að spila hraðar." -mynd: jak Grétar Sigurbergsson geðlæknir hefur samið um það bii 50 lög á síð- ustu þremur árum, en er með engin áform um að gefa þau út þrátt fyrir velgengni þeirra í dæg- urlagakeppnum. Grétar átti sigurlagið, Þú crt mér allt, í dægurlagakeppni Rík- isútvarpsins á ári aldraða 1999 og annað lag eftir hann, Sum- arást, varð í þrjðja sæti í dægur- lagasamkeppni Kvenfélags Sauðárkróks sama ár. Nú á hann tvö lög í undankeppni Sönga- keppni evrópskra sjónvarps- stöðva. Hann á samt ekki langa reynslu að baki sem lagasmiður. „Eiginlega eru komin ná- kvæmlega þrjú ár frá því ég byrj- aði að semja lög,“ segir Grétar. „Eg hafði aldrei samið eitt ein- asta lag áður og hafði ekki hug- mynd um að ég gæti það. En ég er búinn að semja eitthvað um fimmtíu lög núna.“ - Þú hefur væntanlega verið að fást eitthvað við tónlist áður? „Bara sem strákur, ég lærði þá í tvo vetur á píanó, en hafði svo ekkert spilað síðan. Dálítið sem unglingur þó. En eftir það kom annað sem tók mann allan, nám- ið fyrst og svo vinnan. En ég hef alltaf haft óskaplega gaman af tónlist, sérstaldega melódískri músík." - Hefurðu elzlzi einu sinni verið að spila samt svona heima við? „Nei, nánast eldd neitt.“ „Hva, varst þú að semja þetta?“ - En hvað kom þá til að þú bytjað- ir allt í einu fyrir fyrir þremur árum? „Stelpan mín, Lydía, sem er 17 ára núna, var þá að læra á píanó. Þegar ég gluggaði í bækurnar hennar fór ég að rifja upp gömlu stykkin sem maður kunni sem strákur, Fiir Elise og svoleiðis. Svo var það eitt kvöld að ég settist hérna við píanóið til að drepa tímann, fór að fikta í nótunum. Við vorum að bíða eftir að fara í flugvél norður í Eyjafjörð þar sem tengdaforeldrar mínir búa, og þá allt í einu kom stef sem eiginlega spilaði sig sjálft. Mörg lög eru þannig, ef þau eru góð, að þau Það spiluðu eiginlega allir á hljóðfæri og alveg ólærðir sumir, voru bara með þennan hæfileika að geta spilað hvað sem var. Það var spilað á allt, greiður og þvottabretti. spila sig eiginlega sjálf. Maður byrjar á þeim og svo kemur íram- haldið eiginlega alveg sjálfkrafa. Þá birtust krakkarnir og strákur- inn minn kallaði ofan af efri hæð- inni: „Hva, varst þú að semja þetta?" Og ég svaraði: „Já, það er víst!" „Þetta var fyrsta lagið mitt, sem ég sendi svo í samkeppnina hjá ríkisútvarpinu í hitti fyrra á ári aldraðra og það varð í fyrsta sæti í þeirri keppni. Þetta varð svo til þess að ég fór að gá að því betur hvort ég gæti búið til Ileiri lög, og það gekk ótrúlega vel. Fyrsta lagið sem ég sendi fór reyndar í dægur- lagasamkeppni Kvenfélagsins á Sauðárkróki, það heitir Sumarást og lenti í þriðja sæti. Dóttir mín söng það lag í keppninni. Þá vann ég 100 lítra af kók, sem kom sér nú vel á þessu heimili. Það voru mín fyrstu verðlaun, og okkur fannst þetta alveg stórskemmti- legt. Mér fannst svo gaman að þessari keppni, það var svo góð stemning að ég ákvað að senda aftur Iög í næstu dægurlaga- keppni, og það var þessi keppni útvarpsins á ári aldraðra." - Er dótlir þtn að læra söng? „Nei, nei, hún er náttúruta- lent. Hún hefur sungið mikið í söngleikjum og vann hæfileika- keppni grunnskólanna í Reykja- vík fyrir tveimur árum. Þá vann hún Skrekk, þessa frægu styttu sem er hérna í hæfileikahorninu okkar. Hún samdi sjálf lagið og textann og söng og spilaði. Við vorum bæði að semja bérna þá.“ Gat varla verið tilviljun - Það hafa engin lög eftir þig heyrst opinberlega nema þau sem þú hefur sent í keppni? „Nei, en það var mjög hvetj- andi að taka þátt í þessari keppni hjá Ríkisútvarpinu. Það kom inn hellingur af lögum, ein 214 lög. Ég sendi nokkur lög og mér til furðu komust tvö af þeim í átta laga úrslit, alveg eins og núna. Það olli mér stórri undr- un, þetta gat varla verið tilviljun. Eg fór sem sagt upp úr þessu að spila meira og rifja upp. Þetta getur verið óskaplega góð afslöppun eftir erfiðan vinnudag að setjast niður og spila og sér- staklega semja því þá verður maður að gleyma öllu öðru. Sennilega er vandfundið neitt betra til þess að slaka á. Maður fær stundum bestan innblástur þcgar eitthvað er að gerast, því þá er rót á tilfinning-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.