Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 10
10 - LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001
Systurnar ásamt vinkonu sinni Sigurlaugu Árnadóttur í
Hraunkoti.
Svífa um svellið
Þótt flestum finnist neikvætt
að vera „á hálum ís“ þá á það
ekki við um þær systurnar
Sigurlaugu og Ragnhildi Eik
Árnadætur. Þær kunna hvergi
betur við sig en á svelli, það
er að segja ef þær hafa
skauta á fótum.
Sigurlaug er 16 ára og Ragnhildur 9. Þær
slógu báðar í gegn og sigruðu í sínum
flokkum í listhlaupi á skautum á lslands-
móti harna og unglinga fyrir hálfum mán-
uði. Sigurlaug er Iíka nýkomin af Norður-
landameistaramóti í Danmörku, var sú
eina sem keppti fyrir Islands hönd og
reyndar fyrsti f’ulltrúi Islands á slíku
móti. Hún kveðst ánægð með árangurinn
þar. „Maður fær þrjár og hálfa mínútu og
það er ekki nóg að geta gert hlutina utan
þess tíma á einhveijum öðrum stað. Þeir
verða að ganga upp akkúrat þarna og það
tókst mjög vel hjá mér. Mér finnst alltaf
rosalega erfitt að keppa og er fegin þegar
það er búið.“
Stóra systir byrjaði
Ragnhildur hefur líka farið út fyrir land-
steinana með skautana sína og keppt á
alþjóðlegu móti í Finnlandi. Hér innan-
lands hefur hún tekið þátt í sex mótum
og oftast farið með sigur í sínum flokki.
Aðspurð kveðst Sigurlaug ekki hafa
tölu yfir sína sigra, nema hvað hún hafi
unnið kvennaflokkinn þrisvar. Þrjú síð-
ustu ár hefur hún hlotið titilinn skauta-
kona ársins óg þegar lítið er á hillu í her-
berginu hennar vitna röð af bikurum og
ótölulegur fjöldi verðlaunapeninga um
góðan árangur gegnum árin. En hvað var
það sem kveikti áhugann?
Sigurlaug: „Það var Steinvör, eklri syst-
ir okkar sem byrjaði og þá fékk ég bakter-
funa. Ætli ég hufi svo ekki smitað Ragn-
hildi?" Því samsinnir Ragnhildur og
kveðst vera búin að æfa sig á skautum frá
því hún var fögurra ára. Þeim finnst þetta
báðum alveg ótrúlega skemmtilegt.
Sigurlaug: „Ég byrjaði ekki að æfa fyrr
en 8-9 ára. Þá var svellið í Laugardalnum
óyfirbyggt en ég fór í almenningstímana
og hélt til á svellinu klukkustundum sam-
an. Kom oft ekki heim fj'rr en seint á
kvöldin. Ég gat skautað endalaust."
Byrja 6 á morgnana
Nú duga þeim ekki kvöldin lengur heldur
byrja þær kl. 6 á morgnana og eru búnar
að taka nokkrar léttar sveiflur á svellinu
áður en þær fara í skólann. Sigurlaug
mætir reglulega á þeim tíma þrjá daga
vikunnar og Ragnhildur líka þegar keppn-
ir eru framundan. Þá þurfa þær að vakna
kl. 5.15 og móðir þeirra, Kristbjörg Guð-
mundsdóttir, líka, því það kemur yfirleitt
í hennar hlut að keyra þær. Svo er það
pabbinn, Arni Kjartansson sem sækir þær
oftast um leið og hann fer í vinnuna.
„Það styttist nú í að ég taki bílprófið og
þá losna þau við þessa endalausu snún-
inga með mig,“ segir Sigurlaug.
Þær segjast verða að byrja svo snemma
dags að æfa vegna þess að Skautahöllin
sé alltof lítil fyrir allan þann fjölda sem
þar þurfi að komast að.
Ragnhildur: „Við erum 240 krakkar
sem æfum á vegum okkar félags og erum
með 14 tíma á viku á svellinu. Það er
alltof Iítið.“ Sigurlaug tekur undir það:
„Þetta plássleysi háir bæði hokkí og list-
skautaíþróttinni og almenningur vill líka
meiri tíma svo það er mjög brýnt að fara
Skautadrottningar Ragnhildur Eik og Sigurlaug. mynd: hari
ParadísarheHir heiik
Tóniistin er eitt af áhugamáiunum.
að byggja nýja skautahöll."
Sigurlaug hefur orðið að sækja þjálfun
í skautaíþróttinni til annarra Ianda und-
anfarin fimm sumur, oftast til Englands
en síðast fór hún til Prag að æfa sig,
ásamt danskri stúlku sem hún kynntist á
móti í Finnlandi. „Hér er svellinu lokað í
rúma þrjá mánuði yfir sumartfmann. Það
er alltof langt. Maður gloprar öllu niður á
svo löngum tíma," segir hún. En býst hún
við að hafa atvinnu af skautaíþróttinni í
framtíðinni? „Ekki við að skauta en auð-
vitað er hægt að hafa atvinnu af að kenna
eða dæma. Ég er ekki búin að ákveða
hvort ég geri það. Ég ætla að minnsta
kosti ekki að einblína á það heldur fara í
eitthvert háskólanám."
Mörg önnur áhugamál
Þær systur eiga önnur áhugamál en
skautana því auk þess að bregða sér á
skíði með mömmu sinni þegar færi gefst
þá æfir Ragnhildur badminton og Sigur-
laug djassballett. Ekki nóg með það. Þær
eru báðar í tónlist, Ragnhildur spilar á
þverflautu og Sigurlaug á saxófón.
Sigurlaug: „Ég er búin að vera í tónlist
síðan ég var lítil. Er núna í Tónlistarskóla
FIFI og spila með Bigbandi sem er létt-
sveit Tónlistarskóla Reykjavíkur."
Fleira er þeim til lista lagt því þegar
farið er að skoða myndir kemur íljós að
Sigurlaug hefur tekið þátt í hönnunar-
keppni og búið til kjól eftir eigin teikn-
ingu og geta má þess að prjónarnir ganga
stöðugt hjá Ragnhildi á meðan viðtalið
fer fram. Að lokum berst talið að Lóns-
sveitinni þar sem þær dvelja oft á sumrin
með fjölskyldunni f sumarbústaðnum
Raftahlíð sem amma þeirra og afi byggðu
- og Ragnhildur klykkir út ineð hugljúfri
sögu úr sveitinni: „I sumar fundum víð
mamma og pabbi lamb sem var króað
inni á lítilli lóð og hafði ekkert fengið að
drekka í lengri tíma. Við fórum með það í
bústaðinn og gáfum því og það styrktist
fljótt. Svo fórum við að Vitja um net og þá
fundum við annað lamb sem lá afvelta og
var örugglega búið að liggja þar í viku.
Þannig að við björguðum tveimur lömb-
um sama daginn og það var nú gott.“
GUN.