Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 11
LAUGARDAGUR 17. FEBRÚAR 2001 - 11
Ur keraldinu
a Netio
Til forna var skyr geymt í
keröldum, nú er það komið á
Netið. Þessi þjóðarréttur
íslendinga sem hefur verið
algengur hversdagsmatur
á borðum landsmanna frá
fyrstu tíð, býður upp
á ýmsa aðra möguleika í
matargerð en skyrhræring.
- Einar var spnrður um þetta atriði.
„Orkugildið ræðst af heildarmagni
allra næringarefna og þá erum \að að
tala um prótein, kolvetni og fitu saman-
lagt og summan af þessum þremur þátt-
um er örlítið lægri en í hreinu skyri, þó
það muni ekki miklu. Viðmiðunin er
hreint skyr, sem sagt hlutföll þessara
orkuefna. Þetta á við um þá tegund af
skyri sem er án viðbætts sykurs sem í
þessu tilfelli er skyr.is með vanillu."
- En hvað segja KEA-menn hyggjast
þeir svara þessari nýjung keppinautauna
með t.d. skyr.com.
Hólmgeir Karlsson markaðsstjóri
að slíta sauðskinnsskónum áður en skyr-
ið yrði komið í neytendapakkningar,
hrært og tilbúið með vanillu-, jarðaberja,
bláberja- og karamellubragði.
Vilja hafa skyrbragð af skyrínu
Aðalbjörg Hafsteinsdóttir og Þórhalla
Andrésdóttir eru báðar þjálfarar á líkams-
ræktarstöðinni Bjargi á Akureyri. Þórhalla
er fædd og uppalin á KEA-skyri á Akur-
eyri, en Aðalbjörg er fædd og uppalin á
skyri frá MBF á Selfossi. Dagur bað þær
um að smakka tvær bragðtegundir af skyri
frá MS og KEA og segja álit sitt á bragð-
inu. Rétt er að taka fram að þær vissu
Mjólkursamsalan
(MS) og Kaupfélag Ey-
firðinga (KEA) hafa
Iöngum slegist um at-
hyglina á skyrmark-
aðnum og hefur KEA
oft haft sigurinn í
þeirri viðureign og
meðal annars unnið til
verðlauna. Fyrir árið
2000 fengu KEA-
menn t.d. Fjöreggið,
verðlaun sem veitt eru
af Matvæla- og na?r-
ingarfræðafélagi Is-
lands, einnig hafa þeir
unnið gullverðlaun á
mjólkurvörusýningu í
Danmörku. En nú
hafa MS-ingar komið
með nýja kynslóð af
skyri á markaðinn,
eins og segir í auglýs-
ingum frá þeim. Að
gefnu tilefni verður því
skyr viðfangsefnið í
matargatinu að þessu
sinni.
Skyr erpróteinríkasta mjólkurafurðin ásam kotasælu", segja þær stöllur Þórhalla Andrésdóttir og Aðaibjörg Hafsteinsdóttir,
þjálfarar og skyrætur með meiru.
skyr.is
og keaskyr.is
Um síðustu helgi opn-
aði Mjólkursamsalan
nýjan vef undir heitinu
skyr.is. Samtímis settu
MS-ingar á markaðinn
nýja tegund af skyri
undir sama heiti. Gár-
ungarnir í Helgarpotti
Dags töldu óvíst að
skyr.is mundi skilja eftir sig mjólkurskegg,
því nafnið gæfi til kynna að eingöngu væri
hægt að nálgast það á Netinu. Dagur
hafði samband við Einar Matthfasson
markaðs- og þróunarstjóra mjólkurvara
MS og fékk skýringu á nafngiftinni.
„í þessu tilfelli var búið að ákveða að
gera heimasíðu um þessa tilteknu vöru
og vildum við tengja hana strax við
heimasíðuna sem hefur að geyma allar
upplýsingar um vöruna, sem sagt bein
tenging milli nafnsins á heimasíðunni og
vörunnar."
A vefsíðu MS-inga skyr.is segir: „Skyr-
gerð hefur í grundvallaratriðum haldist
óbreytt frá gamalli tíð þó að aukið
hreinlæti, fullkomin tækni og sjálf-
virkni hafi tekið við af eldri aðferðum.
Mesta byltingin varð um miðja 20. öld-
ina þegar skilvindur leystu hina frum-
stæðu og tímafreku skyrsíun af hólmi.
En nú er síunin aftur komin til sög-
unnar því nýjasta vinnsluaðferð skyrs
byggist á sérstakri nýrri síunaraðferð
sem gefur skyrinu, skyr.is, sérstaka eig-
inleika."
Og þar segir einnig: „ I fyrsta sinn er
nú hægt að fá bragðbætt skyr sem er
tilbúið til neyslu án viðbætts sykurs.
Þetta er skyr.is með vanillu. Það inni-
heldur 3,3 g af kolvetnum í 100 g og að-
eins 56 hitaeiningar og er þar með hita-
einingasnauðasta skyrið á markaðnum -
meira að segja hreint skyr inniheldur
fleiri hitaeiningar.“
mjólkurvara KEA varð fyrir svörum.
„Nei við komum örugglega ekki til
með að gera það, við munum halda okk-
ar striki, sem hefur gengið út á hollustu,
hre’ysti og gott útlit og hafa hollustu-
hættina að leiðarljósi. Við hjá KEA erum
auk þess búnir að vera með vefsíðu á
Netinu í tæpt ár sem heitir keaskyr.is,
þar sem er að finna upplýsingar um holl-
ustu, ráðleggingar um næringu, upp-
skriftir og fleira. Svo langar mig líka til
þess að geta þess, að þessi nýja kynslóð
af skvri sem MS-ingar auglýsa núna, er
sama aðferðin og við hjá KEA höfum
notað frá 1989 og er undirstaða vel-
gengni KEA-skyrsins."
AF gömlum hræríngum og nýjum
Skyr er margoft nefnt í fornum sögum
og virðist hafa verið algengur hversdags-
matur á borðum landsmanna frá fyrstu
tíð. A fyrrstu öldum lslandsbyggðar virð-
ist orðið skyr um einhvers konar mjólk-
urmat hafa verið þekkt um allan hinn
norræna heim, en þekkist nú til dags
einvörðungu á Islandi. Skyr var gjarn-
an geymt í keröldum eða tunnum yfir
vetrartímann. Það var borðað eitt og
sér með mjólk eða rjóma út á og nánast
daglega á flestum sveitabæjum. Einnig
var skyrinu blandað saman við grauta,
t.d. hafragraut og var það þá kallað
hræringur.
Hvern hefði órað fyrir því, sem jós
skyri upp úr keröldum fyrr á öldinni síð-
ustu, að varla yrði hann eða hún búinn
hvorugar um, hvaða skyr var í skálunum,
né frá hvaða framleiðanda það væri. Og
það skal einnig tekið fram að nýja skyrið
frá MS var ófáanlegt í verslunum á Ak-
urcyri og fengust þær upplýsingar í Hag-
kaupi að það hefði selst upp samdægurs,
svo það var ekki með í þessu óformlega
smakki þjálfaranna.
Aðalheiður er að borða jarðaberjaskyr
frá MS: „Þetta minnir á krem, það er
rosalega mikið krembragð af þessu.”
Þórhalla er að borða jarðaberjaskvr frá
KEA: „Mér linnst þetta mjög golt."
Aðalheiður er að borða vanilluskyr frá
MS: „Það er nú gréinilega vanillubragð
af þessu og það er líka svona krembragð
af þessu eins og hinu."
Þórhalla er að borða vanilluskyr frá
KEA: „Eg þekki nú þetta bragð, þetta er
vaniIlu-KEA, mér finnst það mjög gott
líka, en það er dálítið sætt f\'rir minn
smekk.“
Aðalheiður er að borða jarðaberjaskyr
frá KEA: „Það er strax meira bragð af
þessu, þetta er meira svona skyr, það
vantar einhvern veginn allt skyr í hitt
skyrið. Ég vil hafa meira skyrbragð."
Þórhalla: „Ég er alveg sammála Aðal-
heiði, ég vil líka hafa mikið skyrbragð af
skyrinu."
Aðalheiður: „Mér finnst Iangbest að
blanda skyrið sjálf. Þá hræri ég eggi sam-
an við, brytja svo banana, epli og appelsín-
ur út í og þetta er bara prýðisgóður kvöld-
matur."
. ........... -w
Matreitt úr skyri
Brauöhorn úr skyri
24 stykki
4 tsk þurrger, 1 dl ylvolgt vatn, 1 tsk
sykur, 2 dl rjómaskyr, 1 tsk salt (gróft), 2
egg, I msk bergmvnta (óreganó), 50 g
smjör (mjúkt), 8-10 dl hveiti, 1/2-1 laukur
(saxaður) eða sinnep (Dijon)
Leysið gerið
upp í ylvolgu
vatni. Blandið
skyri, mjúku
smjöri, salti,
sykri, eggjum og
kryddi út í og
hrærið vel.
Blandið 3/4 af
hveitinu saman við og hrærið deigið vel
þannig að það verði seigt. Látið Iyfta sér í
40-50 mín. Hnoðið deigið vel og bætið
hveiti saman við eftir þörfum. Skiptið því í
þrjá hluta og fletjið hvern hluta út í
kringlótta köku og skiptið henni síðan í
átta hluta. Stráið lauk eða smvrjið sinnepi
á miðju hvcrs hluta og vefjið upp í horn,
byrjið frá breiðari endanum. Setjið hornin
á plötu, með samskeytin niður svo þau
opnist ekki í bakstrinum. Látið þau hefast
í 20-30 mín. Penslið með vatni og stráið
korni yfir, ef vill. Bakið við 220°C í miðj-
um ofni í 10-15 mín. Bcriö hornin fram
volg sem meðlæti eða sér. Þau má frysta.
Sjávarréttir í skyri
Fyrir 4
250 g hörpudiskur
250 g lax
250 g ýsa
Sósa
250 g majones
250 g skyr, óhrært
100 g vatn, volgt
1 msk karrí (Mild Madras frá Rajah)
1 tsk salt
/ tsk broddkúmenduft (cumin)
Roðflettið og beinhreinsiö fiskinn og
skerið í bita. Látið hörjiuskelfiskinn þiðna
í volgu vatni og látið síðan allt sjávarfangið
í eldfast fat. Hrærið saman öllu sem talið
er upp á hráefnislistanum í sósuna og
hellið yfir sjávarfangið. Bakið við 180°C
í 30-35 mín. Berið fram með soðnum hrís-
grjónum og brauðhornum.
Skyrterta með jaröarberjuin
Botnar:
5 egg, 2 dl sykur, 2 dl hveiti, 2 dl kókos-
mjöl, 2 tsk lyftiduft, 2 msk vatn
Stífþeytið egg og sykur. Sigtið hveiti og
lyfliduft og blandið saman við eggja-
hræruna ásamt kókosmjöli og vatni. Bakið
í þremur smurðum hringmótum 24 sm f
þvermál við 180-200°C í 10-12 mín.
Fylling:
200 g jarðarberjaskyr, 4 dl rjómi, 4 msk
sykur, 6 bl matarlím, 1/1 ds jarðarber, 2
msk sérrí.
Leggið matar-
límið í bleyti í
kalt vatn. Sigtið
safann frá jarð-
arberjunum,
geymið. Þeytið
rjómann.
Blandið sykrin-
um og jarðar-
berjunum sam-
an við skyrið. Bræðið matarlímið í vatns-
baði og kælið það með sérríinu og 2 msk
af jarðarberjasafa. Hellið matarlíminu
saman við skyrblönduna og hrærið vel.
Blandið þeyttum rjómanum saman við. Lát-
ið skyrblönduna bíða í kæli um stund eða
þar til hún byrjar að stífna. Bleytið botnana
með jarðarberjasafa og setjíð skyrblönduna
á milli og ofan á. Skrcytið með jarðarberjum
og þeyttum rjóma, 3-4 dl rjómi. Látið kök-
una bíða í 8-10 tíma f kæli.