Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 13

Dagur - 17.02.2001, Blaðsíða 13
 LAUGARDAGUR 10. FEBRÚAR 2001 - 13 Matreiðsla Afhýðið kartöflur og lauk og sker- ið allt grænmetið í litla teninga. Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið beikonbita og skinku stutta stund. Látið síðan grænmetið malla með í 10 mínútur eða þar til kart- öflumar eru meyrar. Hristið pönn- una öðru hveiju og hrærið varlega í. Bætið við kryddjurtum, salti og pipar og loks eggjunum. Berið rétt- inn fram strax með sósunni og grænu salati. Af hrísgrjónaökrunum: Djúpsteiktar hrísgrjónakúlur Þessi skemmtilega uppskrift af djúpsteiktum hrísgrjónakúlum hentar hvort tveggja sem forréttur eða sem meðlæti með aðalrétti. Fyrir4 100 g ananashringir 100 g maribo ostur 100 g rasp 50 g kókosmjöl 50 g smjör 2Y dl hrísgrjón 2Y dl vatn __________1 stkegg_________ 1 tsk oregano 1 stk paprika, rauð / tsk estragon / tsk provencal kryddblanda Hitið hrísgrjónin í olíu með kryddi og setjið vatnið yfir. Þegar grjónin eru soðin er vökvinn síaður frá. Setjið grjónin í blandara og bætið osti við, bita fvrir bita. Bætið síðan ananasinum og paprikunni (í bitum) út í. Maukið léttilega og hrærið eggjum rólega saman við (kryddi bætt við ef vill). Kælið maukið í 15 mín. Bræðið smjörið á meðan og blandið saman raspi og kókosmjöli. Mótið kúlurnar (u.þ.h. 2,5 sm í þvermál) milli handa, setjið í smjörið og veltið upp úr rasp- og kókosblöndunni; endurtak- ið síðan. Kúlurnar eru djúp- steiktar fallega brúnar og stökkar. Berið fram með sterkii súr-sætri eða karrísósu. Villihrísgrjón með sýrðum rjóma og laxahrognum Þessi er hollur og heillandi. Ekki er verra að vinna svona rétti á wok-pönnu. Gæti verið tilvalinn sem öðruvísi forréttur. Fyrir4 100 g hrísgrjón, brún 100 g hrísgrjón, hvít 100 g sveppir 100 g villihrísgrjón 100 g vorlaukur 50 g smjör 8 msk sýrður rjómi 4 msk laxahrogn 2 tsk salt Skerið vorlaukinn og svepp- ina smátt. Matreiðsla Sjóðið hrísgrjónin, hverja tegund fyrir sig, farið eftir leiðbeiningunum á pakkanum. Hitið smjörið á pönnu og steikið vorlaukinn og svepp- ina. Setjið síðan öll hrísgrjón- in á pönnuna, bætið við salti og blandið vel. Skiptið þessu á diska og setjið sýrðan rjóma og hrogn ofan á. Með þessum rétti er mjög gott að hafa hvítlauksbrauð. 800 gr lamba- innanlæri (2 vöövar) Kryddhjúpur Tómat - basilsósa 3 mtsk. ferskt basil saxað kjöt af þremur tómötum skorið í teninga 1 mtsk. ólífuolía 1 shallottulaukur, fínt saxaður 2 - 3 geirar hvítlaukur, fínt saxaður 1 dl hvítvín (má vera óáfengt) 3 dl gott lambasoð salt og pipar úr kvörn 2 mtsk. smjör sósujafnari 1 búnt basilikum 1/2 búnt steinselja 2 - 3 hvítlauksgeirar 3 mtsk. ferskur parmesan, rifinn 1/2 dl ólífuolía 2-4 mtsk. brauöraspur salt og pipar úr kvörn Léttsteikið laukinn í ólífuolíu, hellið víninu yfir og sjóðið niður um helming. Hellið soöinu yfir og sjóðið niður um 1/4. Setjið basil og tómata út í og kryddið með salti og pipar. Þykkið sósuna örlítið með jafnara og hrærið smjörinu rólega saman við. Uppskrift fyrir fjóra ÍSLENSKT LAMBAKJÖT ER EINSTÖK AFURÐ ÓMENGAÐRAR NÁTTÚRU OG VISTvJnÍNA BÚSKAPARHÁTTA. NÁTTÚRULEG GÆÐI KJÖTSINS ERU VEL VARÐVEITT í MATREIÐSLU MEÐ FERSKUM KRYDDJURTU#RÓSMARÍN, BLÓÐBERG, FÁFNISGRAS, BASILIKUM, GRASLAUKUR, STEINSELJA OG SALVIA ERU TILVALIN KRYDD SBM LAÐA FRAM BRAGÐGÆÐI KJÖTSINS. náttúrulegagott

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.