Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 8
8 - LAUGARDAGUR 3. MARS 2001
Salóme fær sendingu. Þúsundir íslendinga mótmæltu EES-samningnum á sinni tíð og skoruðu á Alþingi að samþykkja ekki EES-samninginn eða fara að
minnsta kosti með hann í þjóðaratkvæöi. Hvorugt gerðist.
greiddu atkvæði voru fylgandi því
að banninu yrði aflétt og voru þá
að baki ár þar sem bruggað var
heima á öðrum hverjum bæ og
bannlögin virt að vettugi, sem svo
þjóðsagnakennt hefur orðið.
Úrslitin einsýn
og áróður einhliða
Þriðja og jafnframt síðasta al-
menna þjóðaratkvæðagreiðslan
sem efnt var til hér á landi var
vorið 1944 um tillögu utanþings-
stjórnar Björns Þórðarsonar um
sambandsslit við Dani og lýðveld-
isstjórnarskrá. Tillögurnar voru
samþykktar og líklega bafa úrslit í
engum öðrum kosningum á ís-
Iandi en einmitt þessum verið
jafn einsýn. Kosningaþátttaka var
víða 100% og alls 97,4% þeirra
sem greiddu atkvæði voru fylgj-
andi sambandsslitum en hálft
prósent á móti. Lokatölur í kosn-
ingum um stjórnarskrá voru á
svipuðu róli. Voru þessi úrslit
veganestið sem stjórnmálamenn
höfðu þegar skundað var á Þing-
völl 17. júní 1944 og lýðveldi
stofnað á Lögbergi.
„Það var afskaplega góð stemn-
ing sem einkenndi þessar kosn-
ingar og í raun var einboðið bver
niðurstaðan yrði. Aróður fyrir því
að við greiddum atkvæði með því
að Islandi )TÖi gert að lýðveldi var
líka einhliða," segir Oddgeir Guð-
jónsson frá Tungu í Fljótshlíð
(f. 1910) þegar hann rifjar upp
þessar minnisstæðu kosningar.
Hann segir þó að ýmsum hafi
máski þótt illa með Dani farið að
við segðum okkur úr lögum við
innar, jafnvel dokað við í sólar-
hring eða svo, þá töldu sumir að
slíkt hefði jafnvel getað orðið til
þess að ríkisstjórnin riðaði til
falls.
Undirskiftir
og afmörkuð mál
Þó almenningi hafi á síðustu ára-
tugum ekki gefist kostur á að
greiða atkvæði um einstök mál
sem til umfjöllunar hafa verið á
vettvangi þjóðmálanna má færa
lyrir því rök að almennar at-
kvæðagreiðslur og þrýstingur
fólks í einstökum málum hafi
haft mikið um framgang þeirra að
segja. Þar má til dæmis nefna
undirskriftasaf’nanir um Varið
land og gegn virkjunarlóni á Eyja-
bökkum.
Þá hefur á ýmsum tímum á
vettvangi sveitarfélaganna verið
rekin barátta með til dæmis und-
irskriftarsöfnunum fyrir sértæk-
um málum, svo sem fyTÍr eða
gegn sundlaugum, skólum, vega-
bótum, gangbrautarljósum og svo
framvegis. Einmitt af þessum
toga er væntanleg flugvallarkosn-
ing í Reykjavík sem borgaryfirvöld
ætla að færa út og gera að meiru
en almennri atkvæðagreiðslu.
Ingibjörg Sólrún Gíslasdóltir
borgarstjóri sagðist í viðtali við
Dag um sl. helgi, vera áhuga-
manneskja um þróun beins lýð-
ræðis og segir að lítil þátttaka í
kosningunum væri sér vissulega
áfall, burtséð frá málefninu. Hún
kveðst þó hafa trú á því að þátt-
taka í kosningunni 17. mars verði
umtalsverð.
þá þegar þeir voru í herkví Þjóð-
verja. Sér hefði hins vegar þótt
einboðið að nota það tækifæri
sem bauðst að Islandi yrði gert að
lýðveldi og í samræmi við það
hafi hann greitt atkvæði.
Forsetinn hefur valdið
Eftir þetta hafa kjörnir fulltrúar
þjóðarinnar engum málum vísað í
almenna atkvæðagreiðslu, heldur
hafa þau öll runnið í gegnum
þingið og síðan verið staðfest af
Forseta lslands með undirskriFt
hans. Og í 26. grein stjórnarskrá-
og veitir staðfestingin því laga-
gildi. Nú synjar forseti lagafrum-
varpi staðfestingar og fær það þó
engu að síður lagagildi, en leggja
skal það svo fljótt sem kostur er
undir atkvæði allra kosninga-
bærra manna í Iandinu til sam-
þykktar eða synjunar með laga-
legri atkvæðagreiðslu. Lögin falla
úr gildi, ef samþykkis er synjað,
en ella halda þau gildi sínu.“
Um þessa grein stjórnarskrár-
innar urðu miklar umræður á
dögunum í öryrkjamálinu svo-
nefnda. Skoðun margra var sú
íprestkosningum í Reykjavfk á fyrri tið. Oft voru þær kosningar mjög átaka-
mikiar, en hafa nú lagst af, enda útloka gildandi reglur þær í raun.
innar segir; „Ef Alþingi hefur
samþykkt lagafrumvarp, skal það
lagt fyrir forseta lýðveldisins til
staðfestingar eigi síðar en tveimur
vikum eftir að það var samþykkt
að forseti íslands ætti að vísa
frumvarpinu frá enda stæðist
það ekki stjórnarskrá. Hefði sú
staða komið upp að forseti hefði
vísað öryrkjamálinu til þjóðar-
Sigurður Bogi
Sævarsson
skrifar
Eru beinar
kosningar
um einstök
málefni það
sem koma
skal. Eða
ráða flokks-
hagsmunir. Blómstrandi
umræðusamfélag mikil-
vægt Hunda-, prests- og
brennivínskosningar lið-
in tíð eða verða stórmál í
ríkari mæli sett í dóm
þjóðarinnar?
Þann 17. mars næstkomandi
munu Reykvíkingar ganga að
kjörborðinu og greiða atkvæði um
framtíð flugvallarins í Vatnsmýr-
inni, það er hvort völlurinn skuli
fara eða vera eftir árið 2016.
Mikið hefur verið um málið rætt,
eld<i síst út frá því hvort forsvar-
anlegt sé að hafa völlinn áfram á
sama stað þar sem hann teppi
dýrmætt byggingaland. I urnræð-
um um flugvallarkosninguna hafa
fulltrúar minniblutans í borgar-
stjórn gagnrýnt hana mjög og tal-
að um marldeysu - því fráleitt sé
að borgarstjórn sú sem sitja muni
við völd eftir fimmtán ár geti ver-
ið bundin af niðurstöðum þeirrar
atkvæðagreiðslu sem nú fer f
hönd. Um þetta atriði verður ekki
deilt hér, heldur velt upp ýmsum
spurningum um almennar at-
kvæðagreiðslur, eðli þeirra og
framkvæmd og þá hvort stjórn-
málamenn muni í ríkari mæli fara
að vísa málum í dóm þjóðarinnar.
Málið er stórt og spurningarnar
áleitnar.
Kosið um bann
eða brennivín
Ekki hefur á íslandi skapast hefð
fyrir þvf að vísa málum í almenn-
ar atkvæðagreiðslur í jafnríkum
mæli og í ýmsum öðrum löndum,
til dæmis Sviss. Fyrsta kosningin
um einstakt mál sem efnt var til
hér á landi var í september 1908,
þ.e. um áfengisbann. Þá höfðu
bindindismál Iengi verið í umræð-
unni og góðtemplarareglan hafði
fest rætur sínar hér. I þessum
kosningum höfðu kosningarétt
karlar 25 ára og eldri sem voru
fjárhagslega sjálfstæðir. Mikill
áróður var af hálfu templara rek-
inn fyrir því að menn greiddu
banninu atkvæði og á endanum
urðu þau sjónarmið ofan á.
Bannmenn voru 4.850, en nei
sögðu 3.218.
Áfengisbann komst á 1915.
„Bannmenn fagna mjög unnum
sigri. Ærinn kurr er f mörgum
andbanningum sem telja lögin
óþolandi skerðingu á persónulegu
frelsi og spá því að bannlögin
muni gefast illa,“ segir í Öldinni
okkar - og urðu þetta orð að
sönnu. Sjö árum síðar, 1922, var
innflutningur léttra Spánarvína
heimilaður og eftir það fóru vé að
rofna. Árið 1934 var bannið svo
afnumið að fullu, að undangeng-
inni þjóðaratkvæðagreiðslu haust-
ið áður. AIIs 58% þeirra sem
Þjóðardómur.
■Ba prongirnagsmunf