Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 4
 4 - LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 Sniglaveislan Ólaf Jóhann Ólafsson Leikstjórn: Sigurður Sigurjónsson. Samstarfssýning við Leikfélag íslands. SÝNINGAR: föstud. 02/03 kl. 20.00 örfá sæti laus laugard. 03/03 kl. 20.00 UPPSELT sunnud. 04/03 kl.16.00 örfá sæti laus föstud. 09/03 kl. 20.00 laugard. 10/03 kl. 20.00 örfá sæti laus sunnud. 11/03 kl. 20.00 laugard. 17/03 kl 20.00 Aðeins þessar sýningar jLil.il; JúiiliilíSiijLiiiuUiijl Italnlrdlijyjjaliúijltl ILEIKFELAG AKIIRFYRARI Miðasalan opin alla virka daga, nema mánudaga, frá kl. 13:00- 17:00 og fram að sýningu, sýningardaga. Sími 462 1400. www.leikfelag.is "Bófaleikur á Broadway" eftir Woody Allen Pýðing: Hannes Blandon og Ármann Guðmundsson, Leikstjóri: Hákon Jens Waage Sýningar í kvöld 3.mars kl 20.30 Fermingar Prentum á fermingarservíettur Gyllum á sálmabækur og kerti Margar gerðir af servíettum fyrirliggjandi alprent Glerárgötu 24-26 Akureyri s: 462-2844 Hrói höttur Astrala ---------- I sumra augum var hann BÚKA- ótýndur glæpamaður. Aðrir HILLAIM ifta a ^ann sem ilctJu sem 'barðist við ógeðfelld og mannfjandsamleg yfirvöld. Flestir eru sammála um að hann sé mikilvægt tákn um þjóðarskapgerð Astrala. Hér er átt vlð Ned Kelly sem er eins konar sambland af Hróa hetti og Jesse James. Hann drap lögreglumenn og rændi banka hinna ríku í nafni réttlætis sem ekki var til staðar í Astralíu upp úr miðri nítjándu öld- inni. Og yfirvöldin tóku hann af lífi þegar hann var aðeins 25 ára gamall. Því er á þetta minnst hér að nýverið er komin út skáldsaga um þessa áströlsku skúrkhetju. Hún er eftir einn kunnasta rit- höfund andfætlinga, Peter Carey, og heitir einfaldlega: „True History of the Kelly Gang.“ Hengdur 25 ára Innnytjendur til Astralíu voru sem kunnugt er einkum af tvennum toga. Annars vegar fólk, ekki síst frá Jrlandi, sem bresk stjórn- völd töldu glæpamenn og nuttu hálfa leið í kringum hnöttinn. Hins vegar embætt- ismenn og stórbænd- ur breska heimsveld- isins. Sambúðin þarna á milli var afar erfið, enda máttu fjöl- skyldur fátæklinga búa við afar slæm kjör. Ned Kelly var af írsku foreldri; faðir hans var fyrrverandi fangi. Ned fæddist í Viktoríu árið 1854. Hann var elstur átta systkina. Faðir þeirra féll frá þegar Ned var 12 ára og þá settust þau að hjá ættingjum í Greta, sem er í um 240 Ned Kelly: áströlsk skúrkhetja. Peter Carey: bókin sem hann hef- ur beðið allt tífið eftir að skrifa. kílómetra fjarlægð frá borg- inni Melbourne. Þetta var harðbýlt land og erfitt fyrír fátæklinga sem fengu smáskika til að rækta. Enskir stór- bændur fengu allt besta landið. Þegar Ned var 16 ára var hann dæmdur fyrir að hafa tekið við stolnum hesti. Hann sat þrjú ár í fangelsi, en slapp út aftur þjóðhátíðarár okkar Islendinga, 1874. Fjórum árum síðar gerðist atburð- ur sem mótaði líf hans þau fáu ár sem hann átti eftir ólifað. Lögreglumaður að nafni Fitzpatrick kærði móður Neds fý'rir árás á sig og Ned fyrir að hafa skotið sig í höndina. Sagt er að þau hafi verið að verja eina systur Neds fyrir yfirvaldinu. Móðir hans var dæmd í þriggja ára fang- elsi, en fé sett til höfuðs Ned sem tókst að flýja. Seinna sama ár sló í brýnu með Ned og félögum hans og hópi lögreglu- manna. I bardaganum sem fylgdi í kjöl- farið skaut Ned þrjá þeirra til bana. Yfirvöld- in svöruðu með því að heita hverjum þeim sem næði Ned gífurlega fjárhæð í verðlaun. Honum tókst samt að lifa með félögum sín- um i' útjegð næstu tvö árin og rændi tvo banka. I báðum tilvikum skildi hann eftir bréf þar sem hann sagðist ofsóttur af lögregl- unni; Fitzpatrick væri lygari og hann hefði skotið lögreglumennina þrjá í sjálfsvörn. Jafnframt krafðist hann réttlætis fyrir landa sína. Arið 1880 lauk ævi Kelly og félaga. Lög- reglan umkringdi þá í hóteli. Allir féllu nema Ned sem var handtekinn með hátt í þrjátíu byssukúlur í líkamanum. Hann var síðan hengdur. Áströlsk þjóðarsál I augum Peter Carey er Ned Kelly eins konar táknmynd áströlsku þjóðarinnar, stigamaður sem barðist gegn spillingu og ofríki bresku heimsvaldastefnunnar í Astralíu. Ritun þessar- ar sögu sé á vissan hátt leit að uppruna áströl- sku þjóðarsálarinnar. Carey er enginn nýgræðingur í skáldsagna- listinni. Bókin um Kelly er áttunda skáldsaga hans. Aður hefur hann meðal annars skrifað Oscar and Lucinda sem fékk hin eftirsóttu Bookerverðlaun árið 1988, og Jack Maggs sem er saga sakamannsins í einni frægustu skáld- sögu Charles Dickens, Great Expectations. Hann fæddist skammt frá Melbourne og ólst upp við þjóðsöguna mildu um Ncd Kelly. Hann býr hins vegar eldd lengur í Astralíu, heldur á Manhattan í New York ásamt konu sinni og börnum og kennir við Barnard háskólann. En sögur hans gerast yfirleitt í gamla heimaland- inu. Sem skáldsagnasmiður hefur Carey oft verið borinn saman við höfunda á borð við Graham Swift, J.M. Coetzee og Toni Morrison. Hann leitar gjarnan aftur í tímann að söguefni, enda hefur hann svipaða skoðun á hinu liðna og William Faulkner - en í Kelly-bókinni birtir hann eftirfarandi tilvitnun í þetta uppáhalds- skáld sitt: „Fortíðin er ekki dauð. Hún er ekki einu sinni Iiðin.“ Þetta segir hann eiga svo sannarlega við um Ned Kelly; hann sé enn bráðlifandi í hugarheimi Astrala. Með Hannibal á heilanum ★ ★ ★ Hannibal. Leikstjóri: Bidley Scott. Leikarar: Ant- hony Hopkins, Julianne Moore, Giancarlo Gi- anni, Gary Old- man og Ray Liotta. Sýnd í Háskóla- bíói, Laugarás- bíó, Bíóhöllinní og Borgarbíói á Akure>TÍ. Bidley Scott er vandaður kvik- myndahöfundur sem á að haki myndir á borð við Alien, Blade Runner og Thelma and Louise að ógleymdum Gládiator frá síðasta ári. Hann hefur varlá tekið að sér að gera framhald af hinni um- deildu mynd, Lömbin þagna, að vanhugsuðu máli, enda gat það engan veginn talist sjálfsagt mál hvernig sem á það er litið. Það er orðin gömul hefð í kvik- myndum að ganga með reglulegu millibili æ lengra í að ofbjóða áhorfendum með ofbeldi og ógeðslegheitum. Að stærstum hluta er þessi niynd að vísu síst verri en hver annar lögguþáttur í sjónvarpinu, en eitt eða tvö atriði undir lokin nægja þó til þess að hún gefur lýrri myndinni ekkert eftir hvað viðbjóð snertir. Oft heyrast kröfur um að sett verði einhver mörk um það hversu langt má ganga í þeim efnum. I þýsku tímariti var haft eftir geð- lækni, sem í starfi sínu hefur haft kynni af fjöldamorðingjum, að mynd sem þessi geti hugsanlega orðið tíl þess að þeir sem veikir eru fyrir gangi yfir þröskuldinn. Sama má reyndar segja um sjálfa Biblí- una. Sú góða bók hefur svo sann- arlega hrundið rnargri viðkvæmri sálinni út í voðaverk af ýmsu tagi. Erfítt gæti því reynst að setja raun- hæfar reglur um það, hversu langt má ganga í að ofbjóða mannsand- anum. Þessi mynd er að sumu leyti verri en að sumu leyti betri en fýrri myndin. Hér vantar vissulega þá nagandi spennu milli mannæt- unnar Hannibals Lecter og lög- reglukonunnar Clarice Starling sem léði fyrri myndinni kraft sinn. Sömuleiðis eru þau hvort um sig vart svipur hjá sjón miðað við íýrri myndina, sem reyndar á sér eðli- legar skýringar því þegar atburðir seinni myndarinnar eiga að gerast mega þau bæði muna sinn fífil fegri, ef svo má að orði komast um fjöldamorðingja. Engu að síður er seinni myndin gædd mögnuðu lífí sem vekur upp óþægilegar hugsanir, og hún er að flestu leyti vandaðra og heilsteypt- ara verk en sú fýrri. Varla er hægt að kvarta undan því þótt söguþráð- urinn sé á köflum svolítið farsa- kenndur í viðbjóði sínum, nógu er nú efnið fáránlegt og Lömbin þagna var ekki beinlínis nein raunsæisfrásögn heldur. Auk þess er engin ástæða til að kreljast þess að í myndinni sé útskýrt af hveiju Hannibal Lecter er eins og hann er. Hann er einfaldlega sá sem hann er, villidýr í mannsmynd og goðsagnavera gædd nánast yfir- náttúrlegum kröftum eins og vera ber í draumaheimi kvikmyndanna. Myndin Ijallar raunar ekki fýrst og fremst um Hannibal Lecter sjálfan, heldur frekar þá sem eru með hann á heilanum. Clarice Sterling vill góma fjöldamorðingj- ann og koma honum í fangelsi, þar er hin hefðbundna réttlætis- kennd kvikmyndanna óspillt að verki. Verger hinn afmyndaði, sem á yngri árum varð fyrir barðinu á Lccter, vill einnig góina hann, en ekki til að koma honum í hendur réttvísinnar heldur til þess að ná fram persónulegri hefnd og sjá hann kveljast óumræðilega. Italski lögréglumaðurinn, sem fýrii' tilvilj- un ber kennsl á Lecter á undan öðrum, vill hins vegar græða pen- ing, þiggja þau verðlaun sem í boði eru fyrir upplýsingar sem duga til þess að klófesta hann. Honunt er sama hvort hann, selur Lecter í hendur FBI eða Vergcrs, bara að hann fái peningana. Oll eru þau undir álögum Hannibals og láta hann stjórna lífi sínu. En þeir eru fleiri sem hafa feng- ið Hannibal Lecter á heilann. Að því leyti fjallar myndin beinlínis um kvikmyndagerðarmennina sjálfa, sem standast eldd freisting- una að búa til framhald af fyrri myndinni í von um fleiri áhorf- endur og peninga í kassann. Og áhorfendur standast heldur ekki freistinguna að mæta til leiks og láta mata sig á viðbjóðnum, og sitja því á endanum undir þeirri skömm að hafa tekið þátt í þess- um ljóta Ieik. Þar með hefur Hannibal tekist að láta jafnt aðstandendur kvik- myndarinnar sem áhorfendur narta svolítið í heilann á sjálfum sér. Og fór létt með það. KVIK- MYNDIR

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.