Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 18

Dagur - 03.03.2001, Blaðsíða 18
18- LAUGARDAGUR 3. MARS 2001 jynpur Barátta stórsöngvara Spænski tenór- söngvarinn José Carreras er í hópi virtustu óperu- söngvara heims. Fyrir rúmum ára- tug veiktist hann af hvítblæði og var ekki hugað líf, en hann vann baráttu sem virtist fyrirfram töpuð, og síðan hefur ferill hans verið samfelld sigurganga. José Carreras fæddist árið 1948 og ólst upp í úthverfi Barcelona. Faðir hans var frönskukennari sem harðist f borgara- styrjöldinni með lýðræðissinum gegn fas- istum. Fyrir vikið missti hann kennara- starfið þegar fasistar komust til valda og neyddist til að vinna fyrir sér sem lög- regluþjónn. Sex ára gamall sá Carreras kvikmynd sem breytti lífi hans, Caruso hinn mikla, með Mario Lanza í aðalhlutverki. Daginn eftir söng Carreras fyrir foreldra sína arí- urnar sem Lanza söng í myndinni og hann hafði aðeins heyrt í þetta eina sinn. Foreldrar hans keyptu handa honum plötuspilara og plötur með Caruso. Nokkru seinna fór móðir Carreras með hann til söngkennara. Þegar Carreras söng La donne e Mobile brast kennarinn í grát af hrifningu. „Söngurinn var svo til- finningaríkur að ég grét þar til kjóllinn minn var votur af tárum," sagði kennar- inn seinna. óperusöng\'ari og alltaf þegar ég fer á svið hugsa ég til hennar.“ Carreras stundaði nám í efnafræði en ákváð að gera sönginn að lífsstarfi. Montserrat Cabellé tók Carreras undir verndarvæng sinn árið 1970 þegar hann var 23 ára gamall og bauð honum hlut- verk á móti sér í óperunni Lucretziu Borgia. Hún sagði: „Hann virtist svo ung- ur en var samt svo ákveðinn og um leið feimnislegur. Eg ber mjög ljúfar tilfinn- ingar í brjósti til hans.“ Við dauðans dyr Carreras söng í Bandaríkjunum við mikla hrifningu og síðan á La Scala í Grímu- balli Verdis. Hann var orðinn heims- þekktur söngvari árið 1987 og var að leika í kvikmyndagerð La Boheme þegar hann veiktist og fór í læknisskoðun. Tveimur sólarhringum síðar var hann greindur með hvítblæði. Hann var fertug- ur og líkurnar á því að honum tækist að yfirvinna sjúkdóminn voru einn á móti tíu. Hann gekk í gegnum mjög erfiða meðferð og dvaldist á sjúkraherbergi sem var sótthreinsað því mótstöðuafl líkamans var nær ekkert. Hann svaf ekki um nætur og var skelfingu lostinn. „Af hverju ég?“ spurði hann sig margoft. Um tíma komst hann að þeirri niðurstöðu að verið væri að refsa honum fy rir eitthvað sem hann hefði gert. En hann sá börn á sjúkrahús- inu sem voru þjáð af krabbameini og vissi að þau höfðu ekki brotið af sér. „Kannski hefur Iíf mitt verið of gott og nú er komið að skuldadögum," hugsaði hann með sjálfum sér. Hann gekk í gegnum beinmergsskipti og síðan tók við geislameðferö. Hver meðferð tók tuttugu mínútur. Það var engin klukka í herberginu og Carreras tók tímann ineð því að ímynda sér að hann væri að syngja uppáhaldsaríur sínar, en hann vissi nokkurn veg- inn hvað hver þeirra tók margar mínútur i flutn- ingi. I tjóra mánuði var hann í einangrun og fann til ógleði allan sól- arhringinn. Hann neit- aði öllum deyfilyfjum. „Ég var hræddur við að missa stjórnina." sagði hann. A meðan hann barðist fyrir lífi sínu fylgdist umheimurinn með baráttunni. Ljós- myndarar komu sér fyrir trjánum fyrir utan José Carreras. Hann er einn vinsælasti tenórsöngvari heims. Manninum sjálfum er lýst sem róm- antísku kvennagulli og Ijúflingi. Carreras fékk áhuga á söng sex ára gamall og það var siðan hin fræga óperusöngkona Montserrat Cabellé sem tók hann upp á sína arma rúmlega tvítugan. Móðir Carreras var sannfærð um að hann ætti framtíð fyrir sér á söngsviðinu. Hún fór mcð son sinn til tónlistarmanns- ins Jose íturbi sem sagöi: „Drengurinn er fæddur til að svngja.“ Móðir Carreras lést fimmtug, úr krabbameini. Þá var Carrer- as átján ára. Hann sagði um hana á full- orðinsárum: „Hún var dugmildl og hörð ef á þurfti að halda en líka indæl og ljúf. Ilún bar mikla ábyrgð á því að ég varð Með DTS12 SSSSSSÍ *^“*^™* " ““* IÍÍTmmvndaðþvlrtÞ>*syngpsmBn,- mánuði á sjúkrahúsi gefst tími til að hugsa," sagði hann. „Maður sér hina hiið lífsins. Maður hugsar um andann, guð og trúna og kemst að ákveðinni niðurstöðu. Þess vegna held ég að jafnvel erfiðustu stundir lífsins leiði að lokum til mjög já- kvæðrar niðurstöðu." Örlæti Domingos Tveimur mánuðum eftir að Carreras sigr- aðist á krabbameininu fór hann í óperuna Barcelona. Placido Domingo var að syngja í Feodoru og Carreras sem vildi ekki draga athvgli að sér laumaðist inn í húsið þegar annar þáttur var að hefjast. Einhver sá til hans og fljótlega hvrjuðu menn að hvíslast á um að Carreras væri í óperunni. Orðrómurinn náði til sviðs- stjórans sem kom boðum til Domingos. Þegar tjaldið var dregið upp í lok sýningar skundaði Domingo á mitt svið og sagði áhorfendum að Carreras væri meðal áhorfenda og hóf síðan að skima eftir honum. Carreras hafði laumast baksviðs og þegar Domingo sneri sér við og sá hann dró hann Carreras á svið og sagði brosandi við áhorfendur: „Þetta er sér- stök stund, svo ég ætla að gera nokkuð sem er mjög óvenjulegt á óperusýningu." Með þeim orðum skundaði Domingo burt og skildi Car- reras eftir á svið- inu. Ahorfendur fögnuðu Carreras svo innilega að söngvarinn brast í grát meðan blóm- um rigndi yfir hann. Carreras fy'lltist á þessari stundu mildlli virðingu fyrir Domingo. Á sín- um tíma höfðu söngvararnir rif- ist um það á tón- leikum í Vín í hvaða röð þeir ættu að syngja. Nú voru gamlar væringar glevmdar. Rómantískur kvennamaður Carreras giftist árið 1971 konu að nafni Mercedes og þau eignuðust tvö börn. Arið 1987 tók hann upp ástarsamband við austurríska flugfreyju, Jutte Jaeger, og í þau átta ár sem samband þeirra stóð lofaði hann ástkonu sinni hvað eftir annað að skilja við eiginkonu sína. Arið 1992 fékk Mercedes loks nóg af fram- hjáhaldi manns síns og skildi við hann. Jutte þóttist nú viss um að Carreras mvndi gera hana að eiginkönu númer tvö en þegar hann sýndi engan áhuga á því vfirgaf hún hann. Tenórinn sást fljót- lega í fylgd með þýskri fyrirsætu. „Hvað varð um Jutte?" spurðu blaðamenn. „Jutte, tilheyrir fortíðinni," svaraði Car- reras. Carreras segist vera mjög rómantískur maður og konur heillast auðveldlega af honum. Dyraverðir í Royal Opera House í London hafa f’undið konur á bak við hurðir og útgöngudyr og við hrunastiga þar sem þær liggja í leyni og bíða eftir Carreras í von um að fá að líta goð sitt augum. Það sama á við í Tókýó þar sem japanskar konur misstu stjórn á sér og blupu á eftir Carreras til að fá eigin- handaráritun. Það var Carreras sem átti hugmyndina að tónleikum tenóranna þriggja í Róm áríð 1990, en þeir voru haldnir í Iok heimsmeistarakeppninnar í knattspyrnu og voru til styrktar krabbameinsrann- sóknum. Carrcras var minnst þekktur tenóranna og hafði engu að tapa, Dom- ingo og Pavarotti voru áhyggjufyllri. Al- kunna var að rígur var á milli þeirra. Hvað ef annar þeirra skyggði á hann? Hvað ef gagnrýnendur hrósuðu öðrum þeirra meir en hinum? Tenórarnir tveir samþvkktu að syngja með Carrcras, hæði af vináttu við hann og vegna áhuga síns á knattspyrnu. Tónleikarnir vöktu gífurlega hrifningu almennings, en gagnrýnendur voru ckki jafnjákvæöir í dómurn. Sfðan hafa tenórarnir endur- tekið skemmtunina nokkrum sinnum. Ekkgrt bendir til að þeir séu hættir, enda segir Carreras að þarna séu þrír strákar að gera það sem þeim þyki skemmtilegast.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.