Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 4

Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 4
4 - l’RIÐJUDA G UK 6. MARS 2001 FRÉTTIR Miklar breytingar eru að verða i ísienskri póstþjónustu. Póstsamstarf á sautján stöðum Þótt bréfitm fækki segja póstmeim vandasamari sendingum að fjölga m.a. með netverslun og óttast að þjónustan fari niður á við í höndum þeirra sem skorti fagþekkingu. „Við erum í samstarfi með rekstur póstafgreiðslna á 16 stöðum á landinu og sameiginlega nýtingu á húsnæði á tveim öðrum en ekki sameiginlegan rekstur," segir Hörður Jónsson fram- kvæmdastjóri þjónustustaða hjá Is- landssíma, þegar Dagur ræddi við hann í tilefni af því að Kaupfélag Skag- firðinga var að taka við póstþjónustu í Varmahlíð og á Hofsósi þann I. mars. Þessum stöðum á enn eftir að fjölga. Þannig er samstarf við Búnaðarbank- ann á Skagaströnd á |>laninu fyrir I. apríl. Með 73 pósthús úti á landi Hörður segir 85 pósthús á landinu, þar af 73 úti á landi. „Við getum því státað af langvíðfeðmasta þjónustuneti á FRÉTTA VIÐTALIÐ landinu. Okkur ber líka skylda til að sinna póstþjónustu á öllum þessum stöðum svo við leggjum hana ekki nið- ur en leitum leiða til samstarfs." Einu undantekninguna sagði Hörður á Fag- urhólsmýri, auk þess sem tveim póst- húsum hafi verið lokað í Reykjavík. Ekki bara dreifing á bréfum Formaður Póstmannafélagsins, Þurið- ur Einarsdóttir, segist eiga erfitt með að trúa því að póstþjónustan verði eins góð eftir að hún er komin t.d. í eitt- hvert búðarhornið. „Maður óttast að þegar þetta er fært í hendur aðila sem ekki hafa þá fagþekkingu sem starfs- menn Póstsins hafa, bæði í gegn um nám og starfsþjálfun, þá muni þjónust- an fara niður á við. Póstþjónusta er nefnilega meira heklur en að dreifa bréfum til landsmanna, þótt það sé góðra gjalda vert og þurfi að gera það vel. En þeir fá líka og senda frá sér bæði böggla og ábyrgðarsendingar, sem allt verður að komast til skila og vera rekjanlegt." ...síðustu jól glöggt dæmi Þótt bréfum hafi eitthvað fækkað segir Þuríður auglýsingapóst og alls kyns kröfupóst að aukast. Svo póstsending- um fækki því varla - eins og síðustu jól hafi verið glöggt dæmi um - „og allra síst þeim sendingum sem maður hefði haldið að þyrfti að vanda sérstaklega til verka, eins og póstkröfusendingum." Nú sé til dæmis unnið mjög mikið í því að að auka net-verslun, sem auðvitað þýðir fleiri pakka sem koma þarf til skila á öruggan hátt. Auk þessa finnst Þuri'ði slæmt þegar hennar fólk er að missa vinnuna, sérstaklega á stöðum þar sem litla eða enga aðra vinnu er að hafa. Netverslun lítil nýjung á lands- byggðinnl Hörður sagðist síðastur manna verða til að „draga úr því að starfsmenn okk- ar búa yfir þekkingu á póststörfum og standa sig margir hverjir mjög vel, og auövitað nýtist sú þekking áfram.“ Oft á tíðum fylgi starfsmennirnir með og annars staðar fylgi póstmaður breyt- ingunum eftir fyrsta mánuðinn meðan nýtt fólk er að komast inn í störfin. Vöxt netverslunar segir Hörður aðal- lega í Reykjavík, því landsbyggðarfólk hafi.keypt gegnum póstkröfu í áraraðir. - HEI I heita pottinum ræða menn um ástand og liorf- ur í blaðaheiminum og sýnist sitt hverjum. Þar vakti yfirlýsing Einars Karls Haraldssonar í þætt- inum Vikulokin á Rás 1 á laugar- dag nokkra athygli og umtal. Ein- ar er sem kunnugt er verðandi rit- stjóri nýs „Metró“ dagblaðs sem verið er að kanna með útgáfú á og mun það blað eiga að vera ópóli- tískt fréttablað sem dreift verður ókeypis til landsmanna allra. En yfirlýsingin sem Einar gaf í þættinum var sú að hann vildi ekki taka þátt í pólitískum umræðum um borgarmál í ljósi þess að hann væri að setja sig í stellingar sem ópólitískur stjóniandi hins nýja blaðs! í pottinum veltu menn því íyrir sér livort vafi léki á því hvar íyrrverandi fram- kvæmdastjóri Alþýðubandalagsins stendur í pólitík. Einar Kari Haraldsson. Það hefur vakið atliygli í heita pottinum að Vilhjálmur Vil- hjálmsson, borgarfulltrúi Sjálf- stæöisflokksins hefur í tvígang nú um helgina koinið fram og afneit- að opinberlega frétt úr Degi þess efnis að borgarstjórnarfulltrúar sjálfstæðismanna hafi haft til meöferðar stuðmngsyfirlýsingu við Ingu Jónu Þóraðardóttur og sú tillaga ekki hlotið einróma stuðning. Eins og raunar kom fram í frétt Dags var þessi tillaga ekki formlega tekin íýrir á fundi í borgarstjómarflokknuin, en kynnt óformlega meðal fulltrúamia í tengslum við fundimi. í mumú Vilhjálms liefur þetta liins vegar hljómað þannig að engin slík tillaga hafi koinið fram á fundi borgarstjómarílokksins - sem í sjálfu sér er rétt en snertir ekki kjama inálsins. í pottin- uin þykja mömiuin þessi viðbrögð til marks um að Vilhjálmi og öðnim stuðmngsmönnum Ingu Jónu þyki slæmt að þessi tillöguflutmngur Iiafi spurst út og vilji reyna að lijálpa leiðtoga sínum ineð því að gera lítiö úr trúverðugleika fréttar- imiar. V_______ Viihjáimur Þ. Vilhjálmsson. Englnn gróði af ESB Arí Teitsson formaðurBændasamtaka íslands. Búnaðarþing2001 hefstí dag og stendur til laugardags- ins 10. mars. Samkvæmt málaskrá liggja nær 40 mál fyrirþinginu. Búistervið spennandi stjómarkjöri. - Stendnr eitthvcið tnál npp tír að þtnn ntati, eða ntál sent veknr nteiri athygli en önnur? „Eg held að það verði ekkert mál á Bún- aðarþingi sem hægt verði að segja að sé al- gjörlega efst á baugi. Mál vekja þó eðlilega mismunandi mikla athygli, en fjárhagur Bændasamtakanna stendur nokkuð föstum fótum og er góður og reksturinn er í jafn- vægi þannig að ég á ekki von á hann veki deilur á Búnaðarþingi. En auðvitað er það spurning á hvað á að leggja áherslur og hvernig á að nýta þá fjármuni sem við höf- um úr að spila. Velta Bændasamtaka nernur hátt í 300 milljónum króna, og meirihluti þess fjár rennur til leiðbeininga- fræðslu- starfsemi. Evrópumálin, eða aðild að Evr- ópusambandinu, eru á dagskrá og þau munu vafalítið vekja töluverða athygli. Eg hygg þó að þau muni ekki vekja upp deilur en það er nokkuð samdóma álit bænda að þeir hafi ekki ávinning að Evrópuinngöng- unni. En ég á von á því að Búnaðarþing samþykki ályktun um Evrópusambandið og inngöngu í það og bendi á áhrif aðildar á landbúnaðinn. Svo verða umræður um mál sem tengjast öðrum búgreinum, svo sem um fiskimjölsbann ESB, hvernig við sjáum fyrir okkur loðdýraræktina í framtíðinni og við ræðum hvort hægt sé að koma á fastara skipulagi á skógrækt og áhrif laxeldis í sjó á hlunnindanýtingu bænda.“ - Matvælahollusta hefur mjög verið til umræðtt stðuslu misseri. Vænlanlega taka bænclur virkan þátt t þeirri tnnræðti? „Það er ekki nokkur vafi og ég tel að það verði talsverð umræða um matvælahollustu, öryggi og sjúkdómavarnir. Síðan verður um- ræða um matvælastefnu í víðasta skilningi þess orðs. Nýr vinkill í matvælaumræðunni er þessi sykurumræða sem hefur verið fyrir- ferðarmeiri á síðustu mánuðum en oft áður, |>ó svo sú umræða hafi nú undir það síðasta staðið nokkuð í skugga umræðu um kúariðu o.fl. Sykurumræðan var býsna hörð í haust og ég er viss um að hún hafði áhrif á neyslu- venjur landans." - Þetta þing er ltaldið þegar alvarleg gin- og lilaufaveiki geisar á Bretlandi og jafnvel vt'ðar i Evrópti. Sumir óttast að það takist eliki að verjast þessunt vágesti hér- lendis sem aldrei liefur hingað borist. Hvað viltu segja unt það? „Eg held að þessi ótti sé mjög skiljanlegur. Ef það er hægt að stöðva þessa veiki í Evr- ópu hlýtur að vera hægt að verjast hénni hérlendis. En það veltur á því að á næstu mánuðum sé höfð hér mikil aðgát í aðkomu, bæði fólks og vara. Eg veit að við getum varist, en ég er ekki jafnviss að við gerum það.“ - Munduð þið vilja bantta innflutning á vörum af sýktuni svæðum, jafnvel þótt ekki sé utn landbúnaðarvörur að ræða? „Við höfum ekki mikið velt því fyrir okkur, en í okkar landbúnaðarpólitík höfum við haft mikið samstarf við Norðmenn, en þeir- ra landbúnaðarstefna er mjög svipuð okkar, þ.e. að viðhalda eigin landbúnaði með til- tölulega lokuð landamæri en þeir eru utan við Evrópusambandið. Ef þeir eru að loka sínum landamærum hljótum við að leita svara við rökum fyrir því, og hvort þau gildi hérlendis. Það er auðveldara að verjast í ey- ríki, en þetta er ekki síður spurning um hug- arfar.“ - Er btiið að aflýsa bændaförinni til Bretlands setn verið hefur ifréttum? „Eg veit það ekki, en ég veit um bændur sem hafa verið að hætta við að fara til Bret- lands á svipaðar slóðir. Það dettur engum bónda í hug að fara til Bretlands í dag.“ - GG

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.