Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 20

Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 20
20- ÞKIDJUDAGUK 6. MARS 2001 Norðurland Fundaferð og ferða- saga frá Norourlandi „Medal mála sem við ræddum var nauðsyn þess að halda skipasmíðaverkefnum hjá okkar íslensku skipasmíðastöðvum og minnti ég á þingsálykturnartillögu sem ég flutti í síðustu viku, “ segir Ólafur m.a. ígrein sinni. ,sgy..,,.. ÖLAFUR ORNHAR . ALDSSON alþingismaður SKRIFAR Eins og komið hefur fram hér í Degi er ég í fundaferð um landið og reyni að komast á sem flesta staði. Eg hef líka verið í síma- sambandi við fjðlda manna sem ég næ ekki að hitta. I fáum orð- um sagt hefur framsóknarfólk tekið afskaplega vel á móti mér og ég hef fræðst mikið um hagi manna og þau málefni sem fólki eru hugstæð. Jafnframt hef ég gert grein lýrir mínum áherslum í starfi Framsóknarflokksins, hlustað á gagnrýni og fengið ábendingar um hvernig hægt væri að vinna betur að einstökum málum. Eg verð að viðurkenna að þetta er eitt það skemmtileg- asta sem ég hef fengist við í stjórnmálastarfi mínu og ég er cnn sannfærðari en áður að við getum eflt Framsóknarflokkinn verulega. A dögunum var ég á ferð á Norðurlandi. Skagafjörður Skagafjörður var fagur sem fyrr þegar ég kom þar upp úr hádegi sl. föstudag. Kom ég þar á tvo bæi en á Sauðárkróki heimsótti ég framsóknarmenn á fimm vinnustöðum, hélt fund í Olafs- húsi og þáði kvöldkaffi í heima- húsi. Það var varaþingmaður okkar, Arni Gunnarsson sem lóðsaði mig um og hugsaði vel fj'rir öllu sem til þurfti. Mikill m)ndarskapur og bjartsýni ein- kenndi það fólk og þá staði sem ég heimsótti. Kaupfélagið stendur traustum fótum og er burðarásinn í versl- un, útgerð og landbúnaði og hljó- ta heimamenn að standa vörð um þetta myndarlega fyrirtæki. Eftirminnilegt var að koma í hug- búnaðar- og tölvuþjónustuíý’rir- tækið Element þar sem vinna yfir 20 manns en fyrirtækið sækir verkefni sín víða að, bæði í heimabyggð og á höfuðborgar- svæðið. Ræddum við þar m.a. um ljósleiðarann, jafnan aðgang allra landsmann á sama verði o.fl. Að sjálfsögðu eru skiptar skoðanir um hvort selja eigi ljósleiðarann en ég er enn sannfærðari en áður að slíkt væri fljótræði í núverandi stöðu. Þegar markaðsöflin þrýsta á er ég ekki viss um hversu vel eða lengi löggjöf um verð- jöfnun um landið allt dug- ir. Þá var eldd síður afar áhugavert að koma í deild Ibúðalánasjóðs þar sem þjónusta við fólk um allt land er sinnt í ijandnnslu. Þessi fyrirtæki tvö, Elenv ent og þjónustan við Ibúðalánasjóð, eru talandi dæmi um hvernig hægt er að efla atvinnulíf á lands- byggðinni með ljósleiðar- anum. Þetta sýnir einmitt að íyrirtæki á landsbvggö- inni eiga og geta leitað eft- ir verkefnum á höfuðborg- arsvæðinu og keppt um þau við hvern sem er. (Sbr. grein sem ég skrifaði í Dag um daginn undir nafninu „Arðsöm byggðamál.“) - Sauðfjárrækt í vöm Sauðfjárræktin á undir högg að sækja í Skagafirði eins og víða annars staðar og nauðsynlegt cr að taka stefnu okkar í sauðfjár- ræktarmálum til nánari skoðunar því að mörgum sauðfjárbændum eru allar bjargir bannaðar. Kúa- búskap hefur hins vegar vegnað betur í Skagafirði. Búum hefur fækkað og þau stækkað enda hafa hændur keypt mjólkur- kvóta og náð að eflast með þeim hætti. Skagatjörður er tvímælalaust byggðarlag sem aðrar byggðir geta lært af. 1 samtölum mínum við fram- sóknarmenn rifjaði ég upp per- sónuleg kynni mín af Skagafirði og nágrenni en sem unglingur var ég þrjú sumur f Skagafiröi og tók ástfóstri við héraðið. Seinna á unglingsárum þvældist ég þar um á skellinöðru og mót- orhjóli og enn síðar hef ég geng- ið þar víða ýmist með viðlegu- búnað á bakinu eða á skíðum. Síðastliðið sumar gekk ég úr Svarfaðardal í Eyjafirði, yfir Flclj- ardalsbeiði, niður í Kolbeinsdal og að Hólum. Stórfkostleg leið mcð rismikJum fjöllum og skálar- jöklum. I byrjun sfðasta áratugar gekk ég á skíðum yfir Kjöl og kom þá niður Mælifellsdal ofan af Haukagilsheiði og er ólýsan- lega gaman að bruna á skíðun- um með sleðann aftan í sér ofan úr óbyggðinni og sjá Skagafjörð- inn opnast. Að mörgu er að hyggja m.a. merkilegum vörðum á Haukagilsheiðinni sem varða Ieiðina fram á fjöll og þarf að varðveita þær og söguna sem þær gevma. Þá er ekki síður æv- intýri að ganga með tjald og veiðistöng inn á heiðarnar norð- ur á Skaga og liggja þar úti við veiðiskap nokkrar nætur um Jónsmessuleytið en það var fast- ur liður í tilveru minni nokkur ár. Skemmtilegt framsóknarhús Oxnadalsheiðin var fáförul þegar ég ók sem leið lá frá Skagafirði til Eyjatjarðar seint á föstudags- kvöldið og að viðbættri vinnu við tölvupóst og símtöl var komið miðnætti þegar vinnu lauk. Akureyri var næsti fundarstað- ur minn en þar hafði ég aðeins eina allt of stutta morgunstund í gær, Iaugardag, og nýtti ég hana fyrst og fremst til viðræðna við framsóknarmenn í skemmtilegu húsi þeirra við Hólabraut. Guð- mundur Omar Guðmundsson stýrði fundi af röggsemi. Þarna var saman komið leiknarlega áhugasamt framsóknarfólk og urðu umræður mjög hressilegar. Við fórum afar víða í tali okkar um pólitíkina, starf og stefnu Framsóknarflokksins og ekki síst ræddum við byggðamálin. Fund- urinn er mér eftirminnilegur og fræddist ég mikið um viðhorf og aðstæður Akureyringa. Skipasmíðar Meðal mála sem við ræddum var nauðsyn þess að halda skipa- smíðaverkefnum hjá okkar ís- lensku skipasmíðastöðvum og minnti ég á þingsálykturnartil- lögu sem ég flutti í sfðustu viku um þetta efni og fyrirspurn sem ég lagði í síðustu viku fyrir Sól- veigu Pctursdóttur, dómsmála- ráðherra vegna varðskipanna sem við horfðum á eftir til Pól- lands á meðan verkefnaskortur og þekkingarflótti blasir við hjá íslenskum skipasmíðastöðvum. Þá voru fundarmenn ekki feimnir við að gagnrýna hversu óvægin viðhorfin væru gagnvart landsbyggðinni þegar kæmi að náttúruvernd og nýtingu auð- linda. Við komum einnig að Evró|>umálunum þar sem ég lýsti þeirri skoðun minni að dirfsku og framsýni hefði þurft til þess að fara út í vinnu Fram- sóknarflokksins að málinu þ.m.t. vinnu svo kallaðrar Evr- ópunefndar flokksins. Það var þarft verk. Flins vegar er ég í hópi þeirra sem vilja fara mjög hægt í allri nálgun við ESB og umsókn eða formlegur ferill í þá átt er hvergi í augsýn. - Of langl er að telja allt sem við ræddum en fundurinn var alveg sérstaklega skemmtilegur. Svarfaöardalur Eyjaljörður er eitt glæsilegasta hérað Iandsins og vonandi móðga ég engan þó að ég segi að að Svarfaðardalur sé meðal fegurstu sveita Iandsins en svo heillaður var ég af honum að ég kom þár þrisvar í sumar sem Ieið. En Eyjafjörður á sér falda staði sem eru bæði fagrir og merkilegir vegna byggðasögu sinnar. Eg nefni tvo, Hvanndali milli Olafsfjarðar og Héðins- fjarðar og Látraströnd og Kefla- vík austan Ijarðar og utarlega. Nokkuð torléfði er á báða þessa staði og kemst enginn þangað nema gangandi eða af sjó við bestu aðstæður (að þyrlum slepptum að sjálfsögðu). Á göngum mínum um fjöll og sveitir Eyjafjarðar held ég að Hvanndalirnir hafi haft mest áhrif á mig. Er með miklum ólíkindum að fólk skuli hafa búið þar og mörg hetjudáðin var þar unnin. Er sumt af þvf ýmist óskráð eða gleymt en þið sem hafið áhuga á þessu ættuð að líta í síðustu Arbók Ferðafélags Islands. Fundartfmar Húsvíkinga og Akureyringa rákust á svo að ekki gat orðið af fundi á Húsavík að þessu sinni en ég átti ágætis sím- töl við ýmsa forystumenn fram- sóknarmanna á Húsavík. Næstu daga verð ég á Snæ- fellsnesi og Austurlandi og fæ voriandi tækifæri til þess að segja frá pólitík og ferðum innan skamms. SKOÐANIR BRYNJÓLFS Klýtur kjörland fvrir eit- urlyfjaviðskipti að vera fyrir ei1 iosMuti Fjársvelti löggæslunnar gerir Is- land að kjörlandi slíkra við- skipta. Stöðugt berast fréttir af vandræðum löggæslunnar sem má rekja til þessa fjársveltis. Ráðherra sem fer með lög- gæslumál virðist ekki hafa styrk eða áhuga á að tryggja löggæsl- unni þá fjármuni sem þarf til þess að reka virka löggæslu í landinu. Þess vegna eru þessi viðskipti í miklum blóma í dag á lslandi. Dekkjatorg opnað Opnað hefur verið með formlegum hætti Del<kjatorg- ið á Akureyri. Fjórir þjónustuþættir eru í boði hjá fyr- irtækinu því auk dekl<jaþjónustu og sölu á hjólbörð- um, felgum, rafgeymunn og hjólkoppum, cr boðið upp á smur-, púst- og hemlaþjónustu. Segja má að Dckkjatorgið sé gamalgróið fyrirtæki í nýjum búningi því það hét áður Hjólbarðaþjónusta Einars. Síðla árs f fvrra ákváðu nýir eigendur að skipta um nafn á fyr- irtækinu og að vandlega athuguðu máli varð nafnið Dekkjatorgið fyrir valinu. Dekkjatorgið er til húsa að Gleráreyrum 2 v/Borgarbraut, í næsta nágrenni við verslunarmiðstöðina Glerártorg. „Okkur fannst nafn- ið Dekkjatorg vel við hæfi því svæðið er orðið helsta torg verslunar óg þjónustu á Akureyri. Þá var fyrir- tækið áður til húsa þar sem verslunarmiðstöðin stcndur nú en flutti sig um set þegar bygging hennar hófst. Ennfremur er handhægt að skammstafa nafn- ið DT en tíminn verður að leiða í Ijós hvort skamm- Dekkjatorgið opnaði á dögunum. stöfunin festist fremur í sessi en nafnið sjálft ,“ segir Kristján I. Hallgrímsson, rekstrarstjóri Dekkjatorgs.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.