Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUK 6. MARS 2001 - S
FRÉTTIR
Heilsuspillandi hús-
næði í MR og Kvennó
Amiimingar frá Heil-
brigðiseftirliti Reykja-
víkur. Krefst úrbóta.
Kvennó lekur. Raka-
skemuidir og lélegt við-
hald. Slysagildra,
skeuundar loftplötur
og léleg gólfefni.
Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hef-
ur veitt Menntaskólanum í Reykja-
vík og Kvennaskólanum áminning-
ar vegna þess að hluti af húsnæði
þeirra stenst ekki þær heilbrigðis-
kröfur sem gerðar eru til kennslu-
húsnæðis og eru því heilsuspill-
andi. Eftirlitið krefst þegar í stað
úrbóta og fá skólarnir frest fram í
seinnihluta mánaðarins til að
senda áætlun þar um. Athygli vek-
ur að báðir skólanir cru sakaðir um
að hafa ekki farið að fyrri kröfum
og fyrirmælum eftirlitsins um úr-
bætur, MR frá því í nóvember
1997 og Kvennaskólinn frá sumri
1999.
Rakaskemmdir
I athugasemdum Heilbrigðiseftir-.
litsins kemur m.a. fram að fjöldi
salerna í aðalbyggingu MR er ekki
í samræmi við hcilbrigðisreglu-
gerð, ræstigevmsla er ófullnægj-
andi, húsbúnaður nemcnda er
víða úr sér genginn og raka-
skemmdir á gluggapóstum. I Casa
Nova er flísar á salernum víða
brotnar og laus-
ar, loftplötur í
kennslustofum
víða skemmdar
vegna raka, gólf-
efni léleg og
loftræstiristar
eru yíða óhrein-
ar. I mötuneyti
er málning á
veggjum og gólf-
dúkur slitinn og
við handlaug
vantar gerlaeyði.
Þá er illa gengið
um sjoppu nem-
enda, þrifum er
ábótavant og
sápu vantar við
handlaug.
Fúkkalykt
I Casa Christi
eru raka-
skemmdir og m.a. við neyðarút-
gang. I Iþöku eru miklar raka-
skemmdir í húsnæðinu og megn
fúkkalykt. Suðurveggur er sagður
sérstaklega illa farinn og þar var
pollur á gólfi þegar eftirlit fór fram
30. janúar sl. I „Fjósinu“ eru
tröppur slysagildra vegna skorts á
viðhaldi, ekkert salerni er í húsinu,
rakaskemmdir á gluggapóstum og
enginn ræstiklefi.
I íþróttahúsinu er sturtu- og
búningsaðstaða á 2. hæð sögð
óviðunandi vegna viðhaldsskorts
og húsnæðið erfitt í þrifum vegna
þess. Þá er lofthæð í liúnings- og
sturtuaðstöðu á neðri hæð undir
um í framhaldi
af því.
Hann segir að
sumt af því sem
fram kemur í at-
hugasemdunum
komi á óvart og
m.a. það sem
viðkemur
fþróttahúsinu
og hæð þess
sem lítið sé
hægt að gera
við. Þá hefðu
gefið sig spindl-
ar í ofni og þess
vegna hefði ver-
ið fúkkalykt og
pollur á gólfi í
Iþöku þegar eft-
irlitið fór fram.
Hann minnir á
að skólinn sé í
gömlu húsnæði
og því sé allur viðhaldsskostnaður
erfiður. Hann segir að mennta-
málaráðuneytið gerir sér alveg
grein fyrir þessum vanda en tjár-
magn sé hins vegar takmarkað.
Hann segist þó vonast til þess að
ásigkomulag húsnæðisins komi
ekki niður á heilsufari nemenda,
en um 750 nemendur eru í MR.
Ófullnægjandi eldhús
I athugasemdum vegna Kvenna-
skólans kemur m.a. fram að hlutar
húsnæðisins að Fríkirkjuvegi 9 og
Þingholtsstræti 37 standast ekki
enn kröfur Heilbrigðiseftirlitsins
til kennsluhúsnæðis vegna skem-
Nemar Kvennaskólans í Reykjavík mega, eins og kollegar þeirra i MR, búa
við það að hlutar af kennsluhúsnæðinu eru heilsuspillandi. - mynd: gva
viðmiðunarmörkum. Minnt er á að
Heilbrigðiseftirlitið hafði krafist
þess í nóvember 1997 að búnings-
og sturtuaðstöðu á þessari hæð
verði hætt. I „Þrælakistu" er við-
haldi einnig ábótavant og þrif erf-
ið.
Erfitt og dýrt viðhald
Yngvi Pétursson aðstoðarrektor
MR segir að reynt verði eftir föng-
um að vinna að úrbótum í sam-
ræmi við athugasemdir Heilbrigð-
iseftirlitsins. Hann segir að það sé
að mörgu leyti ágætt að fá ábend-
ingar um það sem betur megi fara.
Þá sé verið að vinna að ráðstöfun-
mda af völdum raka og leka, sal-
ernismála og lélegs \iðhalds. I
„Miðhúsi" að Laufásvegi 22 er
ræstiaðstaða sögð ófullnægjandi.
loft og veggir ófrágengin, gólfefni
gróf og erfið í þrifum. Þá fullnæg-
ir eldhús ekki kröfum matvæla-
reglugerðar og þar er handþvotta-
aðstaða ófullnægjandi. Nemendur
Kvennaskólans eru 510.
Kvennó lekur
Ingibjörg Guðmundsdóttir skóla-
meistari Kvennaskólans segir að
það sé afar slæmt að fá svona
áminningu. Engu að síður sé hús-
næði skólans á ýmsan hátt ömur-
legt og m.a. leka allar hliðar á að-
albyggingunni að Fríkirkjuvegi 9.
Hins vegar sé verið að \inna að
gerð viðhaldsáætlunar með
menntamálaráðuneytinu og því
verður reynt að laga það brýnasta
eins og áður. Hún segir að það
kosti um 100 milljónir króna að
laga skólann ef vel ætti að vera,
enda húsnæðið komið til ára
sinna. A sama tíma sé verið að
ræða um að bvggja nýtt húsnæði
fyrir skólann þegar finnst lóð. Hún
segir engar rannsóknir hafa farið
fram um áhrif húsnæðisins á
heilsufar nemenda.
Úrhætur
Hermann Jóhannesson hjá eigna-
deild menntamálaráðuneytisins
segir að reynt verði að halda hús-
unum við og koma til inóts við
kröfur Heilhrigöiseftirlitsins um
úrbætur. — GRH
Oviðiuiandi niðurstaða
í vátryggmgastarfsemi
Mjög stór tjón lentu á félaginu á síðasta ári, t.d. bruni í ísfélaginu
í Vestmannaeyjun.
Hagnaður Trvggi ngam iöstöövar-
innar og dótturfyrirtækis hennar,
Tty'ggingar, árið 2000 var 17 i
milljón krónur en var 235 millj-
ónir króna árið áður. Starfsemi
Tryggingar er óveruleg þar sem
hún er eingöngu fólgin í eigna-
umsýslu og uppgjöri útistand-
andi tjóna í erlendum endur-
tr)'ggingum.
Hagnaður af fjármálarekstri
var 251 milljón krónur, en var
234 milljónir króna árið 1999.
Hagnaður af sölu fjárfestinga
var 81 milljón en var 30 milljón-
ir árið áður.
Hagnaður af vátrygginga-
rekstri á árinu 2000 var 145
milljónir króna, en var 256 millj-
ónir árið áður. Þessi niðurstaða
er ekki viðunandi að dómi félags-
ins því taka veröur tillit til þess
að félagið færði 200 milljónir
króna úr útjöfnunarskuld til að
mæta miklum tjónaþunga. Þetta
er annað árið í röð sem félagið
þarf að grípa til þessa úrræðis,
en árið 1999 færði félagið 255
milljónir úr útjöfnunarskuldinni.
Mjög stór tjón lentu á félaginu á
síðasta ári, bruni í Isfélaginu í
Vestmannaeyjun og bruni í Ms
Hannover á hafi úti. Einnig var
tjónaþungi mikill í ökutækja-
tryggingum og fjölskyldu- og
fasteignatryggingum. Eins og
sést á yfirlitinu hér að neðan var
góð afkoma í sjó-, flug- og farm-
tiyggingum, ábyrgðartryggingum
og innlendum endurtn'ggingum.
Afkoman var viðunandi í slysa-
tryggingum, slæm í eignatrygg-
ingum og afleit í ökutækjatrygg-
ingum, sérstaklega lögboðnum
ökutækjatry'ggingum.
Dauður sjór í sjómaimadeiluimi
Þórir Einarsson, ríkissáttasemjari, frestaði fundi í
kjaradeilu sjómanna og útgerðarmanna sem átti
að fara fram í gær. Astæða þess er það óveður sem
gengur yfír landið, en margir samninganefndar-
manna búa á landsbyggðinni.
Ekkert þokaðist 1 samningaátt í síðustu viku og
er farið að gæta nokkurrar óþreyju meðal samn-
ingsaðila. Sjómannaverkfall hefst eftir 9 daga hafi
samningar ekki tekist. Ríkissáttasemjari hefur
boðað deiluaðila til fundar í dag kl. 14.00.
GG
Þórir Einarsson.
Hvalur sættist á aö greiða 1,7
miUjónir króna í sekt
Hvalur í Flafnarfirði, sem gerir út frystitogarann Venus sem norska
standgæslan færði til hafnar til Troms- lý'rir meintar ólölegar veiðar,
hefur gengist undir dómssátt og samþykkt að greiða rúmlega 1.7
milljónir króna fyrir að hafa ekki staðið rétt að smáfiskaskilju sem var
um borð. Venus fór aftur á veiðar sl. laugardag.
Venjulega er notuð önnur gerð smáfiskaskilju urn borð við veiðar
við ísland, en Norðmenn vilja að gerð með keðjum sé notuð við veið-
ar við Noreg. Meðan á veiðunum stóð strekktist á sem er yfirsjón af
hálfu áhafnar Venusar, skoða ætti smáfiskaskiljuna þann tíma sem
hún er notuð við veiðar. Venus var á þorskveiðum en ekki á smáfíska-
veiðum. — gg
Reykskjnjariim bjargaði
Feðgin í einbýlishúsi við Fá-
skrúðsfjörð sluppu naumlega úr
eldsvoða aðíaranótt mánudags.
Jafnvel er talið að reykskynjari
hafi bjargað lífi þeirra en þegar
hann fór í gang og vakti þau var
mikill eldur í húsinu. Dóttirin er
aðeins 3ja ára gömul og sluppu
feðginin út um glugga.
Slökkvilið, lögregla og björg-
unarsveitarmenn fóru á staðinn
en fengu lítið við ráðið. Húsið
var alelda og brann á innan við
klukkustund. Feðginin fóru að
næsta bæ þar sem hlúð var að
þeim. Þau sakaði ekki.
Hass- og amfetamínfimdur á Akureyri
Eögreglan á Akureyri handtók sl. laugardag 6 aðila í herbergi á gisti-
heimili á Akureyri og lagði þar hald á 25 grömm af hassi og tæplega
10 grömm af amfetamíni. Þremur þeirra sem handteknir voru var
sleppt aftur á laugardag, einum sleppt fyrir hádegi á sunnudag en
tveir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald fram til næsta föstudags þar
sem þeir voru taldir tengjast öðru máli.
Málið upplýstist hins vegar síðdegis á sunnudag og því var þeim
sleppt að loknum yfirheyrslum. — GG