Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 21
Dwptr
Akureyri-Norðurland
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 - 21
Þór og Víkmgur í
drama tí skiun leík
Annarrar deildar liö
Þörs lék gegn Víkingi
í deildarkeppniimi í
handknattleik í
íþróttahöHmni á Ak-
ureyri sl. föstudag, en
þessi liö berjast
ásamt Selfyssingum
um tvö laus sæti í
Nissan-deildinni á
leiktímábilinu
2001/2002.
Jafntefli varð í leiknum 24-24, en
eftir að leiktíma lauk fengu Vík-
ingar aukakast sem varð að þrí-
taka, og var allt á suðupunkti eft-
ir leikinn. Þessi úrslit þýða það
að Þór hefur eftir sem áður tap-
að einu stigi minna en Víkingur
og hafa það í hendi sér að trygg-
ja sér annað tveggja efstu sæt-
anna í deildinni. Bæði lið eiga
eftir að leika gegn Selfyssingum
á Selfossi en Þór á eftir að leika
tvo leiki á Akureyri gegn Fylki og
tvo leiki gegn Fjölni.
Þetta var mikill barningsleikur,
Víkingur yfir 20-18 upp úr miðj-
um seinni hálfleik en þá skoraði
Þór 5 mörk í röð og komst í 23-
20. Þá voru um 8 mínútur eftir
af leiktímanum, en þá missti Þór
menn út af í leikbann í 2 mínút-
ur, m.a. vegna mótmæla við dóm-
gæsluna og Víkingur komst yfir,
24-23, en Þór jafnar úr víti er 20
sekúndur voru eftir af leiktíman-
um. Mikill hasar var þessar loka-
sekúndur og fengu tveir Þórsarar
rautt spjald og einn Víkingur.
Aukakasti í leikslok er áður lýst.
Markahæstir Þórsara voru Goran
með 7 mörk og Páll Gíslason
mcð 5 mörk.
Arni Stefánsson, þjálfari Þórs,
segir mótið vera nánast algjört
rugl. Þór hafi Ieikið 10 leiki í all-
an vetur en síðan komi nú 6 leik-
ir í röð á I 5 dögum. Árni segir að
málið verði rætt á ársþingi HSI
16. mars nk. en liðum í deildar-
keppninni hefur fækkað mjög á
síðustu árum. Rætt hefur verið
um að fækka liðum í úrvalsdeild-
inni úr 12 í 10, en ekki er séð
hvernig útfærslan á því verður.
Varla gerist það þó með því að
láta 4 lið falla í vor, það hefðu fé-
lögin átt að vita í mótsbyrjun
haustið 2000, t.d. með því að fé-
lögin í 9. og 10. sæti fengju tæki-
færi til að leika um það sérstak-
lega. Árni Stefánsson segir það
ljóst að ekki sé hægt að bjóða
upp á mót með þessu fyrirkomu-
Iagi aftur næsta leiktímabil. GG
Mnm
Nýir íslandsmeistarar í innanhússknattspyrnu.
Enn eru úrslit óráðin í keppni um
íslandsmeistaratiti/inn.
SA vaim
stórsigur
Skautafélag Akureyrar og Bjöm-
inn léku 3. leikinn í úrslita-
keppninni um Islandsmeistara-
titilinn í Skautahöllinni á Akur-
eyri sl. föstudag. Með sigri hefði
Björninn tryggt sér titilinn því
þeir unnu fyrstu tvo leikina sem
fram fóru lýrir norðan, 4-3 og 6-
5. SA vann leikinn örugglega,
I 1-4. Sigurhátíð sem undirbúin
hafði verið af hálfu Bjarnarins í
Reykjavík varð því að fresta, um
sinn eða jafnvel alveg. Næsti
leikur fer væntanlega fram í
kvöld, og vinni SA hann einnig
fer fram hreinn úrslitaleikur um
íslandsmeistaratitilinn í Skauta-
höllinni á Akureyri næsta laug-
ardag, 10. mars.
Á föstudag endaði fyrsti leik-
hluti af þremur 0-0 eftir mikla
baráttu þar sem SA átti fleiri
tækifæri til að taka fory'stuna en
Björninn. I upphafi 2. leikhluta
skorar Björninn en SAjafnar, 1-
1. Björninn nær aftur forystunni
og enn jafnar SA og tók síðan
fory'stu fyrir lok leikhlutans, 3-2.
í 3. leikhluta jafnar Björninn, 3-
3, en SA skorar tvö næstu mörk
en Björninn minnkar muninn,
5-4, en eftir það hrundi spilið
hjá Birninum og SA skoraði 6
mörk fyrir leikslok og vann yfir-
burðasigur, 1 1-4. Björninn hafði
keyrt mikið á sömu leikmönnun-
um allan leikinn og svo virtist
sem úthaldið hefði brostið í
þessum leikhluta. Það sama
gerðist í leikjunum fyrir norðan,
það dró af Bjamarleikmönnum í
3. leikhluta, en þar unnu þeir
báða leikina með eins marks
mun. Markahæstur SA manna
var Clark McCormick með 3
mörk, Ingvar Jónsson með 2,
Eggert Hannesson með 2, og
eitt mark gerðu þeir Leifur
Finney, Rúnar Rúnarsson, Sig-
urður Sigurðsson og Agúst Ás-
grímsson. Mörk Bjarnarins
gerðu Jónas Breki Magnússon
(2) og þeir Sergei Zak og Dirni-
try Zinovlev sitt markið hvor.
Leikmenn Bjarnarins voru í
23. mínútur utan vallar í „kæl-
ingu" auk 25. mínútna sem
Linninn Ternanen fékk. GG
Þór meistari í
3. flokki kveirna
Lið 3. ílokks kvenna f Þór varð ný-
verið Islandsmeistari í innan-
húsknattspyrnu, en úrslitakeppn-
in fór fram að Hlíðarenda. Þórs-
stúlkur komust í undanúrslit með
því að vinna sinn riðil með 6 stig-
um, einu fleira en Valsstúlkur.
Þær byrjuðu þó ekki vel, töpuðu
fyrir Val 1-4 en unnu síðan Leikni
3-0 og Fjölni 5-2. Valur gerði hins
vegar tvö jafntefli.
Þórsarar unnu svo Breiðablik í
undanúrslitum 2-1, meðan
Stjarnan vann stórsigur á Val, 7-1.
Úrslitaleikinn gegn Stjörnunni
unnu svo Þórsstúlkur 4-3.
Úrslit í öðrum flokkum urðu
þau að íslandsmeistarar í 2. flokki
karla urðu Keflvíkingar með því
að vinna Víking 10-2, f 3. flokki
karla varð Fjölnir íslandsmeistari
með sigri á Fram 7-0, í 4. flokki
karla unnu Skagamenn HK 2-0
og í 5. flokki karla fögnuðu FH-
ingar sigri, unnu Þrótt Neskaup-
stað 2-0. I 2. flokki kvenna unnu
Vestmannaeyingar Breiðablik 5-3
og í 4. flokki kvenna urðu Fjölnis-
stelpur úr Grafarvogi íslands-
meistarar með því að leggja
Breiðablik 2-1.
GG
Slæmt gengi norðlenskra
liða í defldarbikamum
Siglfirðingar töpuðu 2-5 fyrir
Skallagrími um helgina í deild-
arbikarkeppninni í knattspyrnu.
KA lék einnig í sínum riðli gegn
Keflvíkingum, og töpuðu 1-3.
Keflvíkingar koma feikisterkir til
leiks í deildarbikarnum, eru
efstir í B-riðli með 9 stig, KA er
með 2 stig en Leiftur án stiga. I
A-riðli eru Skagamenn efstir
með 9 stig en Tindastóll er með
3 stig.
Mörk Tindastóls hafa gert
Björn Ingi Oskarsson, Gunnar
Ólafsson og Þorsteinn Gestsson,
en markahæstir í riðlinum eru
Dalvíkingurinn Atli Viðar
Björnsson sem nú leikur með
FH og Þorbjörn Atli Sveinsson,
Fram, báðir með 3 mörk. I B-
riðli er markahæstur Biymjólfur
Bjarnason, IR, með 6 mörk.
Eina mark Leifturs til þessa
skoraði Páll Guðmundsson en
mörk KA þeir Lárus Viðar Stef-
ánsson, Stefán Haukur Gunn-
arsson og Þorvaldur Makan Sig-
hjörnsson. Næsti leikur norð-
lensks liðs er föstudaginn 9.
mars er Leiftur leikur gegn
Keflavík og sunnudaginn 1 1.
mars leika Ólafsfirðingarnir
gegn Breiðabliki. GG