Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 6

Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 6
6 - ÞRIBJUD AGV R 6. MARS 2001 Ttegur ÞJÓÐMÁL Útgáfufélag: dagsprent Útgáfustjóri: eyjólfur sveinsson Ritstjóri: ELÍAS SNÆLAND jónsson Aðstodarritstjóri: birgir guðmundsson Skrifstofur: strandgötu 31, akureyri, GARÐARSBRAUT 7, HÚSAVÍK OG ÞVERHOLTI 14, REYKJAVÍK Símar: 460 6ioo OG 800 7080 Netfang ritstjórnar: ritstjori@dagur.is Áskriftargjald m. vsk.: 1.900 kr. á mánuði Lausasötuverð: 150 kr. og 200 kr. helgarblað Grænt númer: soo 7080 Netföng auglýsingadeildar: valdemar@dagur.is-augl@dagur.is-gestur@ff.is Simar auglýsingadeildar: (REYKJAVI'K)563-1615 Ániundi Ámundason (REYKJAVÍK)563-1642 Gestur Pðll Reyniss. (AKUREYRI)460-6191 Valdemar Valdeniarsson. Símbréf auglýsingadeildar: 460 6161 Simbréf ritstjórnar: 460 6171(akureyrd 551 6270 (reykjavík) Pólitískt rekald í fyrsta lagi Björn Bjarnason, menntamálaráðherra, kýs að láta forystu- menn Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík engjast áfram í óvissu um hvort hann muni hirða af þeim forystuhlutverkið. Þrátt fyrir tilraun til pólitískrar upprisu Ingu Jónu Þórðardóttur, nú- verandi leiðtoga borgarstjórnarflokks sjálfstæðismanna, um helgina, lýsir menntamálaráðherra því yfir að hann taki sér enn lengri tíma til að ákveða hvort hann gefi kost á sér sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins. í öðru lagi Nýjasta yfirlýsing Björns Bjarnasonar er líka athyglisverð í ljósi fullyrðinga Ingu Jónu um helgina, en hún kenndi andstæðingum Sjálfstæðisflokksins um að búa til glundroða í forystu flokksins í Reykjavík. Staðreyndin er auðvitað sú að sjálfstæðismenn hafa verið og eru enn einfærir um að viðhalda augljósu sundurlyndi sínu. Framboð menntamálaráðherra hangir eins og flugbeitt sverð yfir höfðum þeiiTa mörgu borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks- ins sem telja sig eiga skilið að hampa forystuhlutverkinu í næstu kosningum. Glundroðinn í þeirra röðum birtist meðal annars í því að ekki tókst í síðustu viku að fá samþykki borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins við traustsyfirlýsingu á Ingu Jónu. í þriðja lagi Það er enn of snemmt að fullyrða hvort Björn Bjarnason gef- ur kost á sér sem borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins, eða dregur sig í hlé frá þeirri baráttu og tekur þar með stefnuna úl úr stjórnmálum. Hitt er augljóst að með því að velta þessum möguleika jafnrækilega f}TÍr sér og raun ber vitni hefur menntamálaráðherra afhjúpað enn frekar alvarlega veikleika í forystu sjálfstæðismanna í Reykjav'ík. Borgarstjómarflokkur þeirra er sundurlaus fylking metnaðarfullra einstaklinga sem sjálfstæðismenn sjálfir hafa enga trú á að geli náð að sigra í næstu borgarstjórnarkosningum. Með löngum umhugsunar- tíma sínum beinir ráðherrann miskunnarlausu kastljósi að pólitísku rekaldi sem vantar bæði stýri og skipstjóra. Elías Snæland Jónsson Nú vantar her! 'N Eins og svo oft áður virðist það ætla að koma okkur Islending- um í koll að hafa ekki hlustað betur á það sem Björn Bjarna- son segir. Það er ótrúlegt að þessi þjóð skuli ekki revna að læra af reynslunni og taka þennan snilling á orðinu þegar hann varpar fram hugmyndum sínum. Sú hugmynd Björns, sem Garri er nú að vísa til, er hugmynd hans um að hér verði stofnaður íslenskur her. A sín- um tíma gerðu menn grín að Birni fyrir þetta og töldu hann vera fastan í hugmyndafærði Kalda stríðsins og s\'o mótað- an af hugsunarhætti hinna strategísku her- fræða að ekki mætti taka hann alvarlega þegar málið snerist um stríð, frið eða her. En Björn gaf sig ekki og hefur alltaf haldið því til streitu að hugmyndin um íslenska her- inn væri góðra gjalda verð, þó trúlega hafi móttökumar sem hugmyndin fékk orðið til þess að hann fylgdi eldd eftir þessu stefnumáli sínu af neinni hörku. Stórskotalíð En í dag og næstu daga er Garri hræddur um að menn muni ekki gera lítið úr þessari hug- mynd, því sjaldan hefur verið eins æpandi þörf fyrir íslenskan her, vel þjálfaðan og skipulagð- an, en einmitt nú. 1 fyTsta sinn í áratugi steðjar slík ytri hætta að íslendingum að stórskotalið ís- lensks hers myndi stórauka á öryggi okkar. Hættan er auðvit- að gin- og klaufaveikin, sem breiðst hefur út 1' Evrópu með ógnarhraða og gæti sem hæg- legast lagst á íslenskan hústofn eí við gáum ekki að okkur. Nú þegar hafa yfirvöld gripið til þcss að skikka útlendinga og ís- V lenska ferðalanga til aö fara í sótthreinsandi fótabað við kom- una til landsins og leitað er vandlega í farangri manna að gin- og klaufaveikispylsum. En ein smitleið er þó óvarin, og það eru farfuglarnir sem koma sunnan úr Evrópu, ekki síst Bretlandi, og eru hugsanlega allir meira og minna sýktir. Varla svanasöngur Nú þegar hefur verið sótt um leyfi til að skjóta nokkra svani til að kanna hvort þeir séu smitberar veikinn- ar. Ovíst er þó að slíkt skytterí muni verða svanasöngur smithætt- unnar, því samkvæmt upplýsingum dýra- fræðinga er að bresta á mikil hætta með heilli hersveit farfugla - þröstum, lóum, spó- um, jaðrakönum, stelkum, tjöldum, og fleiri og fleiri. Það er verið að tala um tugmilljón- ir fugla, og eina leiðin til að vernda landið er að sjálfsögðu að mynda öfluga móttökusveit skotmanna sem hindra hing- aðkomu þessara smitbera. I slíkt verkefni duga ekki ein- hverjir óagaðir sportveiðimenn. í þetta þarf her manns, í þetta þarf íslcnskan her. Menn sem kunna að skjóta og drepa. Nú hefði komið sér vel að hafa her- inn hans Björns til taks. Herinn hefði getað myndað varnarlínu við suður- og austurstöndina og skotið niður farfuglana jafn- harðan og þeir koma yfir hafið. En enginn slíkur her er fyrir hendi, þannig að viðbúið er aö sýkingin muni stinga sér niður hér eins og annars staðar. Af því við hlustuðum ekki á Björn á sínum tíma! GARRI JÓHANNES SIGURJÓNS SON SKRIFAR Menn hafa dulítið verið að hnýta í DV fyrir að hirta á dögunum viðtal við förmann róttækra þjóð- ernissinna, nazista , fasista eða hvaða stimpil menn kjósa að setja á þessa hreyfingu. Gagn- rýnin hefur fyrst og fremst snúist um að þarna fái talsmenn and- styggilegra og mannfjandsam- legra viðhorfa tækifæri til að koma áróðri sínum á íramfæri og fegra um Ieið málstaðinn og þar með jafnvel að afla sér fylgis- manna úr röðum grunnhygginna lesenda. Þetta er afskaplega hæpin gagnrýni. Menn geta auðvitað haft misjafnar skoðanir á vinnu- brögðum blaðamanns í þessu viötali sem og viðtölum blaða- manna yfirleitt, gagnrýnt vett- lingatök eða sílkihanska og kraf- ist beittari umfjöllunar. En það er engan veginn rökrétt að gagn- rýna DV fyrir að taka þctta efni til umfjöllunar og birta viðtalið. DV gerði Gagnleg birting Sá sem þetta ritar fagnaði því þegar viðtalið við talsmann rót- tækra þjóðernissinna birtist í DV. Þessi ömurlega hugmyndafræði hefur ekki farið hátt og litlar upplýsingar að hafa um starfsemi nýnasista á ís- landi, meinta eða raunveru- lega. En í viðtali DV var loksins einhvern fróðleik að fá, auðvitað ekJd tæmandi og ugglaust fegrað- an, en hæg heimatökin hjá blað- inu að fylgja þessu eftir og afia frekari upplýsinga, t.d. um það hvort nýnasistar hér hafi beitt sér fyrir ofbeldisverkum gegn nýbú- um, eins og haldið hefur verið fram. Og ef menn vilja gagnrýna DV fyrir þetta viðtal, þá má að sjálf- sögðu benda á Moggann sem hef- ur um árabil og til skamms tíma a.m.k. birt grátbroslegar vanga- veltur talsmanna Norræns mann- kyns um aríska yfirburði Islend- inga á öllum sv'iðum. Það hefur líka verið gagnlegt að fá vitneskju um tilvist þeirra hugmynda. Það er sem sé aldrei skynsam- legt að reyna að þegja óæskileg- hugmyndir í hel og grafa þær í jörðu þar sem þær fá að geijast og jafnvel blómstra með oft ömurlegum afleiðingum. Þvert á móti er betra að slíkar séu uppi á yfirborðinu svo hægt sé að veita andsvör og kveða rugludallana í kútinn. Daily Stax Það er gömul saga og ný að það er betra að vita um tilvist and- skota sinna, hvar og hverjir þeir eru og hvað þeir hafa að segja og hafa fyrir stafni, fremur en að hafa óljósan grun um einhverja óskilgreinda neðanjarðarstarf- semi. Þetta vissu þeir hjá CIA á sín- um tíma. Þegar málgagn banda- rískra kommúnista, Daily Star, hætti að koma út vegna fjár- skorts, lagði CIA fram fé eftir krókaleiðum til þess að kommar gætu haldið útgáfunni áfram. Þetta vitnaöist ekki fyrr en löngu síðar og talsmenn CIA réttlættu þessa aðgerð á þann veg að með- an að blaðið kom út og „óvinur- inn" tjáði sig opinberlega, vissu þeir hvar þeir hefðu kauða. En þegar málgagnið fór á hausinn og umræðan hvarf undir yfirborðið, varð illmögulegt að gera sér grein fyrir umfangi þeirrar „óæskilegu og mannfjandsamlegu hugmynda- fræði“ sem þeir hjá CIA töldu komm ú nismann vera. DV gerði einfaldlega rétt í þessu máli og framtak blaðsins var þarft. Á að skjóta farfugla í leit að smitleiðum hingað til lands? (Yfirdýralækuir Iwfiir lagt þetta til, nteðal aunars vegna gin- og klaufa- veikifaraldurs í Evrópu.) Bjami E. Guðleifssoti iiáttúnifræðingur á Möðnivöllum t Hörgárdai. „Allra leiða verður að leita til að loka smitleiðum gin- og klaufaveiki til Is- lands, og þar eru mennirnir hættu- legustu smitber- arnir. Mér finnst fuglasmit hins vegar ekki Iíkleg smitleið og að mínu mati væri hyggilegra að standa öðruvísi að rannsóknum og kanna til dæmis hvort smit finnst í þessum fuglum erlendis. Eg veit hins vegar ekki hvernig bregðast ætti við því ef hið ólík- lega kemur í ljós að farfuglar beri husanlega smit hingað til lands.“ Drífa Hjartardóttir þingiiiaðiirog bóttdi. „Þeir vísindamenn sem fyrir slfku tala hafa nokkuð til síns máls og það er mín skoðun að \dð eig- um að láta einskis ófreistað í þeirri baráttu að hingað komi ekki gin- og klaufaveiki eða aðrir smitsjúk- dómar. Sé ég fyrir mér að komið verði m.a. upp aðstöðu til sótt- hreinsunar í Leifsstöð og f því sambandi á ekkert að hika. Bændur á Islandi eru mjög ótta- slegnir vegna þessara sjúkdóma og hafa fulla samúð með kolleg- um sínum í Evrópu." SigmarB. Haulisson matgæðingur 'eiðiféi. íslands „A því er engin þörf, en ef menn ætla að kanna hvort hætta sé á því að smit berist með fuglum til lslands er allt eins hægt að greina þau í saur þeirra. Mér skilst að yfirdýralæknir hafí f þessum tilgangi heðið um leyfi fyrir því að skjóta tíu álftir, en ég sé ekki tilganginn. Ef berjast á gegn því að smit berist hingað til lands má benda á að erlend skip, sendiráð og herinn flvtja inn eig- in matvæli erlendis frá. Við eig- um að beina sjónum okkar að þeim þáttum," Sigurðurlngi Jóhannsson dýralækniráStiðurlatidi „Ef til vill er allt í lagi að skjóta far- fugla í þessum til- gangi - og rannsaka annað í leiðinni sem getur gefið okkur upplýsingar um lifnaðarhætti þeirra. Hins vegar er ég efist um að þetta myndi skila frekari upplýsingum um smitleiðir gin- og klaufaveiki hingað til lands. Vil þó ekkert útiloka og minni f því sambandi á að menn ræddu á sl. ári, þegar salmonella og kamfýla var sem skæðust á Suðurlandi, um að hún gæti hafa borist milli bæja með fuglum." ogfonn. Skoti ->v-

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.