Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 15

Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 15
ÞRIÐJUDAGUR 6. MARS 2001 - 1S EFST Á BAUGI Sigur er markmið- ið með framboðinu BJÖRN ÞORLÁKS- SON SKRIFAR Jónína Bjartmarz hef- ur ákveðid ad taka varaformannsslaginn við Guðna Ágústsson landbúnaðarráðherra og Ólaf Öm Haralds- son, 1. Jjingmann Reykvíkinga. - Hvernig hafa viðbrögðin orð- ið við ákvörðun þinni? „Mjög góð." - Þú segir að framboð þitt bygg- ist á hvatningu og áskorunum fjölda flokksmanna víðs vegar að af landinu. Oryrkjamálið svokall- aða varð mjög til að varpa ljósi á nafn þitt og þá ekki síst vegna þess að þú ert lögfræðingur. Hef- ur menntunarleg sérstaða þín innan þingflokks framsóknar haft áhrif á þetta? „Það er a.m.k. ljóst að ég er eini lögfræðingurinn í þing- flokknum en aðrir eru líka með hina bestu menntun. Stundum hefur í umræðunni verið gert mikið úr því hve margir innan flokksins eru búnir að vera lengi í honum og eins hefur því verið varpað upp að nauðsynlegt sé að velja a.rn.k. eina konu núna. Eg held að almennt þurfi menn að horfa til verðleika, getu og hæfni og þá komi reynsla og bakgrunn- ur líka til skoðunar. Eg er þó alls ekki að segja að lögfræðimennt- un sé eitthvert skilyrði fvrir vara- formannsembætti innan floklvs- ins.“ Reykjavík mildlvægust - Menn hafa rætt tiltölulega slaka útkomu innan Framsóknar- flokksins í skoðanakönnunum undanfarið. Sýnir niðurstaða þeirra að kjósendur vilja nýtt blóð í forystu Framsóknarfloklisins? „Ég hlýt þegar ég gef kost á mér að vilja leggja mína starfs- krafta í þetta og nýta þá meðal annars til að byggja upp fylgi á landsvísu. Sérstaklega þarf flokk- urinn þó að bæta sig á höfuð- borgarsvæðinu og nú er ég að gefa framsóknarmönnum eitt val- ið til viðbótar með það að markmiði að auka okkar fylgi.“ - En skynjarðu það víða í kringum þig að menn vilji nýtt blóð í forystuna? „Það er eitt af því sem menn hafa sagt við mig, að þörf væri á nýj- um og ferskum vindum og ég hef nú bætt við hlýjum! Því betri, frísk- ari og hlýrri vindar sem leika um flolddnn því betra. Þetta er meðal annars ein hvatningin gegn röddunum sem segja að ég sé ekki búin að vera nógu lengi í þingflokknum. Sumir telja að kannski veiti ekki af að fá nýtt blóð inn og ég held það sé ágætt að blanda þessu svolítið með hinu ágæta fólki sem skipar forystu flokksins og er með langa reynslu." Ráðlierrann of upptekinn - Nú hafa sumir talið ólíklegt að þú færir fram gegn ráðherran- um Guðna. Ahættan eftir aðeins tveggja ára pólitískan feril væri hreinlega of mikil? „Ég er fyrst og fremst að taka áskorun um að koma sterkar að Dregux í efa að margir deili skoðun- iiin Ólafs Amar mn framboðsmálin. pólitískri stefnumótun flokksins. Menn tala um áhættu því sam- fara að fara gegn ráðherra. Ég tek það fram að við erum öll sam- herjar þótt við séum ólík og stöndum fyrir ólíkum sjónarmið- um. Viö höfum ólíka ímynd sem hefur auðvitað áhrif á ásýnd flokksins en við erum fyrst og fremst samherjar. Það má líka líta til þess að ráðherrann í þessu tilviki hefur eins og aðrir næg verkefni og ég varpa fram þeirri spurningu hvort ekki sé eðlilegt að dreifa kröftunum og velja fleiri til forystu - breikka hana. Það gerum við ekki með því að velja ráðherra." Óli einn á báti - Nú segir Ólafur Örn að hann hafi lagt að þér að fara ekki fram gegn sér, því hann sæti ofar á lista flokksins í Reykjavík. Þú gerir það samt. Sýnir það að þér hafi þótt málflutningur Ólafs fremur máttlítill? „Ég vil ekki tjá mig um mál- flutning ÓlafsArnar. Hann talaði við mig eftir að hann gaf kost á sér og þú orðar það þannig að hann hafi beint þeim tilmælum að ég færi ekki fram..." - Hann sagði það sjálfur í við- tali Við Dag fyrir skemmstu. „Hann hefur gert það, já og það er rétt að \áð töluðum sam- an. Ég tek hins vegar mína sjálf- stæðu ákvörðun og á eigin for- sendum. Hann hefur sjálfur út- skýrt sinn málflutning og ég hef engu við það að bæta. Þetta er hans skoðun en ég dreg í efa að þeir séu margir sem deili henni með honum." Fjölskyldumál - Hvaða stefnumál hefurðu einkum? Hvers vegna ættu menn fremur að kjósa þig en einhvern annan? „Það eru ýmis mál sem hinir frambjóðendurnum til varafor- mannskjörsins hafa dregið fram og lagt áherslu á. Þeir hafa báðir haft mörg ár til að leggja þær áherslur en ég hef ekki baft jafn- langan tíma. Það þarf þó ekki að fara í grafgötur með að ég stend helst fyrir fjölskyldumálin, skóla-, mennta-, heilbrigðis- og félagsmálin og skattamál fjölskyldna tengjast því. Hin al- mennu velferðarmál fjölskyldna eru þau mál sem ég hef hingað til sem eftirleiðis sett á oddinn en það er ekki þar með sagt að ég hafi ekki skoðun á flestum öðrum. Menn hafa sem dæmi sett afstöðu til Evrópumála á oddinn og ég hef skoðun á því líka." Ekki á leið í ESB - Já, eigum við að ganga í ESB? „Við skulum orða það þannig að það er alveg sama hver frambjóð- andinn er. Aðild að Evr- ópusambandinu er ekki á dagskrá Framsóknar- flokksins. Hins vegar getur flokkurinn státað af því umfram aðra flokka að hafa tekið Ég varpa fram þeirri spumingu hvort ekki sé eðlilegt að dreifa kröftuuum. Það ger- um við ekki með ]ní að velja ráðherra. málið til góðrar urnræðu og metið hvernig horft skuli til framtíðar." - Sumir vilja meina að Evrópu- umræðan sé einn þátturinn í fylgistapi flokksins? „Ég get ekki ímyndað mér að svo sé nema þá að menn hafi mis- skilið þá umræðu. Vert er að taka fram að allir tóku þátt í henni, jafnt þeir sem eru andstæðir ESB og eins hinir sem hafa talið inn- göngu góðan kost. Nefndinni var ekki falið að svara því játandi eða neitandi hvort ganga ætti í Evr- ópusambandið. Henni var ein- faldlega falið að meta kosti og galla og setja fram samnings- markmið ef til þessa kæmi. Nefndin skilaði ágætri skýrslu sem segir að við séum ekki á Ieið- inni í ÉSB en við erum búin að skoða möguleikana." - Viltu reyna að meta sigur- möguleika þína fvrirfram í kjör- inu? „Nei, en ég væri náttúrulega ekki að gefa kost á mér ef ég teldi ekki að ég hefði raunhæfa mögu- leika á að ná kjöri þótt ég muni taka niðurstöðunni vel, hver sem hún verður." - Þú ert ekki bara að fara fram til að ná í, segjum 20% fvlgi, og halda umræðunni um nafn þitt gangandi? „Nei, ég er ekki að því. Menn fara ekki út í neinn leik, hvort sem það er fótbolti eða eitthvað annað, með annað en sigur að markmiði." Iðnaðar og bílskúrshurðir Smíðum eftir máli qerunv ri d Ác. ,.ii I / tilboð Eínhöfða 14*110 Reykjavík sími 587 8088 *fax 587 8087 Á neytendasíöunum á netinu, www.ns.ls, eru itarlegar upplýsingar um framboð, gæði og verð vöru og þjónustu. Fjöídí neytenda hefur sparaö sér té og fyrlrhöfn með þvl að skoða kannanlrnar okkar áður en þeir geröu upp hug sínn um kaup á vöru og þjónustu. Neytendasamtökin styrkjast með hverjum nýjum féiagsmanni. Gakktu tii iiðs við okkur á www.ns.is NEYTENOASAMTÖKIN simi: 545 1200 i netfang: ns@ns.ís

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/251

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.