Dagur - 06.03.2001, Blaðsíða 19
Akureyri-Norðurland
ÞRIDJUDAGV R 6. MARS 2 00 1 - 19
Eldur í KA-hetmill
og Tjamarlundi
Gnrniir er uppi um að
brennuvargiir hafi ver-
ið á ferð á Akureyri
iLiii helgina og kveikt í
á tveimur stöðum.
Slökkviliðið á Akureyri var kallað
að KA-heimilinu á Akureyri kl.
03.20 aðfaranótt laugardags
vegna |>ess að félagsheimilið, sem
er áfast íþróttahúsinu, var fullt af
reyk. Tveir reykkafarar fóru inn í
húsið og gengu úr skugga um að
eldurinn væri slökktur. Arshátið
Háskólans á Akuretri í íþrótta-
salnum var í þann mund að ljúka
og var húsið rýmt. Eldurinn hafði
verið slökktur af dvravörðum þeg-
ar slökkvilið kont að en reykræsta
þurfti allt húsið. Skemmdir urðu
aðallega af völdum sóts og reyks.
Lögreglan telur fullvíst að um
íkveikju hafi verið að ræða en
kveikt var í ruslagámi utan \ið
Iuisið, eldurinn læstist í plastviftu
í glugga sem myndaði eiturgufur í
húsinu en
einnig varð töluvert tjón í kjallara
á loftefni o.fl. I gær var byrjað að
I gær var byrjad að draga /' rafmagn að nýju og mála félagsheimllið sem
verður lokað meðan á þeim framkvæmdum stendur.
draga í rafmagn að nýju og mála
félagsheimilið sem verður lokað
meðan á þeim framkvæmdum
stendur.
Brennuvargur?
Skömmu síðar, eða um kl. 04.00,
var tilkynnt um eld í stigahúsi við
Tjarnarlund 4. Þegar slökkvilið
kont að var eldur í gardfnum í
stigahúsi og fóru reykkafarar inn
og slökktu hann. Reykræsta
þurfti stigahúsið. Klukkan 05.27
harst aftur tilkynning frá Tjarnar-
lundi 4 unt að stigahúsið væri að
nýju orðið fullt af reyk vegna þess
að aftur hafði verið kveikt í gard-
ínunum. Revkræsta þurfti að
nýju. Sterkur grunur leikur á að
íkveikjurnar í KA-heimilinu og
Tjarnarlundi 4 séu framkvæmdar
af sama aðila.
Ekki hefur tekist að upplýsa
bruna sem urðu 22. febrúar sl. er
kveikt var í skúr \'ið Kaldhaksgötu.
og til þess notaður bensfnbrúsi,
og í fyrrunt húsnæði KEA-Nettó
að Oseyri 1. Lögreglan hvetur þá
sem geta veitt uppýsingar um
þessa bruna að miðla þeim uppl-
ýsingum til hennar. - GG
Vilja smlða
varðskipið
á Akureyri
Nýafstaðinn aðallundur Félags
málmiðnaðarmanna á Akurevri
lýsti yfir vonbrigðum með þá til-
Iögu Ríkiskaupa að ætla að ganga
til santinga við pólska skipa-
smíðastöð um viðgerðir á varð-
skipum íslendinga. Að mati fé-
Iagsins hafi ekki verið sýnt fram á
það að tilboð Pólverjanna sé þjóð-
liagslega hagkvæmara en tilhoð
frá íslenskum aðila.
Með hliðsjón af því að íslensk-
ur skipaiðnaður á í vök að verjast
skorar fundurinn á stjórnvöld að
tryggja að viðgerðin á Tý og Ægi
fari fram á íslandi. Þá skorar að-
alfundurinn á ríkisstjórn Islands
að ganga nú þegar til samninga
við Stáltak um smíði varðskips
{yrir Islendinga. Það eigi að vera
metnaður íslenskra stjórnvalda að
tryggja að skip sem gegnir slíku
hlutverki sem varðskip séu smíð-
uð á íslandi og af Islendingum.
Þá megi cinnig benda á að frá
byggðarsjðnarmiði sé það mikið
réttlætismál að skipið verði smíð-
að á Akureyri. Stjórn var'falið að
kanna kostnað við að láta reikna
út þjóðhagslega hagkvæmni þess
að láta framkvæma margnefndar
viðgerðir á varðskipum Landhelg-
isgæslunnar innanlands og einnig
væntanlega smíði nýs varðskips.
Aðalfundur samþykkti að fela
stjórn félagsins að óska eftir við-
ræðum við Valgerði Sverrisdóttur,
iðnaðarráðherra, um alvarlega
stöðu skipaiðnaðarins í landinu.
GG
AuMð visiiidasamstarf
Háskólinn á Akureyri hefur skrif-
að undir samstarfssamninga við
Veðurstofuna og Landmælingar
Islands um aukið samstarf á sviði
náttúruvísinda og umhverfis-
fræða. I samstarfssamningnum
við Veðurstofuna er gert ráð fyrir
aukinni samvinnu á sviði
kennslu og þjálfunar auk þess
sem stefnt er að því að koma upp
aðstöðu fyrir 2 starfsmenn Veð-
urstofunnar í nýju rannsóknar-
húsi Háskólans í sambýli við aðr-
ar rannsóknarstofnanir sem Há-
skólinn er í samstarfi við. En þar
til nýja rannsóknarhúsið rís mun
Háskólinn vcita einum starfs-
manni Veðurstofu aðstöðu í nú-
verandi húsnæði skólans. Þá
verða veðurathuganir efldar m.a.
verður kontið upp sjálfvirkri stöð
á Végeirsstöðum í Fnjóskadal
og annarri á Akureyri.
Samningur HA við Landmæl-
ingar er svipaður samningnum
við Veðurstofuna nema hvað
þar er kveðið á um aðstöðu fyr-
ir GPS stöð sem og aðstöðu fyr-
ir einhverja starfsmenn Land-
mælinga á Akureyri verði eftir
því óskað. 1 fyrstu mun sam-
starf þessara tveggja aðila þó
einkunt ná til landmælinga,
umhverfisvöktunar og annarra
sviða þar sem starfssvið samn-
ingsaðila skarast.
Frá undirritun samninga um samstarf á sviði náttúruvísinda og umhverfisfræða.
Skilorð
fyrirllk-
amsárás
„Komdu niður helvít-
is auminginn þinn ef
þú vilt meira.“
Tvftugur Kópavogsbúi hefur verið
dæmdur til að greiða manni
26.000 krónur í skaðabætur eftir
líkamsárás \ið kirkjutröppurnar á
Akureyri aðfaranótt 1. febrúar
árið 1999. Frekari ákvörðun um
refsingu er skilorðsbundin í 2 ár.
Annar Kópavogsbúi var sýknaður
af ákæru um lfkamsárás gagnvart
manninum.
Mennirnir voru ákærðir fyrir að
hafa fellt manninn í götuna fram-
an við Hótel KEA og slegið hann
og sparkað í hann liggjandi nteð
þeim afleiðingum að hann hlaut
hlæðingar undir húð í kringum
vinstra auga og á enni, mar á
hálsi vinstra megin og örlítinn
skurð fyrir neðan vinstra auga.
Það var starfsfólk hótelsins sem
lét vita af slagsmálunum og urðu
Iögreglumenn vitni að hluta átak-
anna. Tekist var hins vegar á um
upptök en annar mannanna ját-
aði sinn þátt í átökunum.
I dóminum segir annar ákærðu
að kærandi hafi kallað til hans:
„Komdu niður helvítis auminginn
þinn el þú \ i11 nieira."
Viðhrögð hans hafi verið þessi:
„Og þá náttúrulega varð ég svona
frekar reiður og þá rauk ég niður
tröppurnar og á eftir honum. Svo
kýkli ég hann og hann ætlaði að
kýla á móti náttúrulega og þá datt
hann niður." -BÞ
Tap á Þormóöi
rairnna
-Sæbergi
Á árinu 2000 var sjávarútvegs-
fyrirtækið Þormóður rammi -
Sæberg á Siglufirði, Ólafsfirði
og Þorlákshöfn rekið með 555
milljóna króna tapi. Það eru
mikil umskipti frá árinu áður cn
þá nam hagnaður félagsins 474
milljónum króna. Flestir rekstr-
arþættir gengu verr en upphaf-
Iega var áætlað, en verulegt
gengistap og afleit afkoma
rækjuveiða- og vinnslu höfðú
verst áhrif á heildarafkomuna.
Gengistap og verðbætur vegna
skulda Þormóðs ramma-Sæ-
bergs í f\'rra námu 523 milljón-
um króna en voru 73 milljónir
króna árið áður.
Landvinnsla Þormóðs ramma
- Sæbergs var á síðasta ári rekin
að heita má án framlegðar og
eru það ntikil umskipti frá árinu
1999. Veldur þar mestu um
stoðugt verðfall rækjuafurða allt
árið. Velta félagsins nam 4,352
milljörðum króna á sl. ári og
lækkaði veltan um 290 milljónir
króna rnilli ára. Munar þar
mestu um lægra söluverð rækju-
alurða og breytt sölufyrirkomu-
lag. Framlegð Þormóðs ramma -
Sæbergs nam ríflega 722 millj-
ónum króna eða 16,6% af veltu.
GC.