Alþýðublaðið - 26.02.1967, Page 10

Alþýðublaðið - 26.02.1967, Page 10
26. febrúar 1967 - Sunnudags ALÞÝÐUBLAÐIO Íþróttasíðunni barst nýlega l réf frá körfuknattleiksunnanda, s em hefur áhyggjur af því, hve í áir áhorfendur mæta á körfu- 1 nattleikskeppni. Þetta er mikið i andamál fyrir körfuknattleiks- í íróttina og hér koma hugrenn- ■ ngar hjns áhyggjufulla körfu- 1 nattleiksunnanda: „íslenzka liðið hefur mikla r íöguleika í leiknum á morgun t g mikið veltur á því, að áhorf- e ndur hvetji leikmenn óspart. —■ 5 korað er á áhorfendur að hvetja s ina menn til dáða, þar sem það í etur ráðið miklu um, hvort sig- ijr vinnst eða ekki.” _ — Eitthvað þessu líkt má lesá í dagblöðum borgarinnar fyrir lándsleiki í knattspymu og hand knattleik á hverju ári. ! Allir þeir, sem eitthvað fylgj- ast með íþróttum, vita hverjir kostir fylgja því, að leika á heimavelli og hafa áhorfendur á sínu bandi; í bandarískum körfu- knattleik er það metið til 10.— 15 stiga að leika á heimavelli. Við fslendingar álítum okkur stolta þjóð og allir lesa með á- nægju í blöðum, ef íslenzkir í- þróttamenn bera sigur af erlend- um keppinautum sínum, sem að vísu er ekki oft. Knattspyrnu- menn okkar vinna ekki lands- leik, ef undan eru skildir leikir við frændur vora, Færeyinga, eða Bdrmudamenn, soým nýbyrjaðir eru að iðka knattspyrnu. Hand- knattleiksmenn okkar heyja hvern leikinn á fætur öðrum og tapa yfirleitt með fárra marka mun, sem að sjálfsögðu er að kenna úthaldsleysi, mistökum þjálfara og ekki sízt dómara. BREMSUVÖKVI BREMSUHLUTIR Varahlutir I Kestar gerðir bif- reiða KRISTINN GUÐNASON hf. 'klápparstíg 27 sími 12514 Laugaveg 168 sími 21965. Hvaða íþróttagrein er það, sem á síðastliðnu ári lék 8 landsleiki og sigraði í 4 þeirra? 50% árang- ur, auk þess að sigra þekkt há- skólalið og unglingalandslið Rhode Island fylkis í Bandaríkj- unum. Hvaða íþróttagrein er það, sem sigrar milljónaþjóð í tveimur landsleikjum í röð í íþróttahöll- inni í Laugardal fyrir augum samtals 300 áhorfenda (um 150 manns í hvort sinn)? íþróttagrein sem hefur á að skipa leikmönn- um, sem vakið hafa athygli um alla Evrópu, álitnir beztir á Norð- urlandamótum og svona mætti lengi telja. Svarið vita sjálfsagt flestir, nefnilega körfuknattleikur. Það er íþróttagrein, sem stunduð er út um allt land, hvar • sem leik- fimisalur finnst og hérna í höf- uðborginni bætast æ fleiri í lióp- inn, sem æfa körfuknattleik. íþróttina skortir sem sé ekki þátttakendur, það sem stendur henni fyrir þrifum er eingöngu skortur á áhorfendum. Um þetta mál hefur verið mikið rætt og ritað og sjálfsagt verið að bera í bakkafullán lækinn að brydda enn einu sinni á þessu, en þegar hvert leikkvöld i Laugardalnum kostar kr. 5000,00 og aðeins láta fáeinir áhorfendur sjá' sig, hljóta allir að sjá, að eitthvað verður að taka til bragðs. Að dómi flestra, sem ég hef rætt við, er körfuknattleikur skemmtileg íþrótt. Eftir leik KR við ítalska liðið Simmenthal á dögunum, sem reyndar var mjög ójafn, luku allir upp einum rómi um það, að þetta hefði verið mjög skemmtilgur leikur og á áhorfendapöllunum, sem í það skiptið voru sæmilega skipaðir (1500—2000 manns), mátti heyra orð eins og „þetta er bara bráðskemmtileg grein”; ,,ég held maður horfi oftar á körfubolta.” — Hvar er þetta fólk? Hvar er fólkið, sem skemmti sér svona vel á þessum leik, leik, sem aldr- drei bauð upp á neina spennu, því aldrei var neinn vafi á því, hver sigurvegarinn yrði. Borið saman við leiki í 2. deild- inni fyrir skemmstu var þetta leiðinlegur leikur, 2. deildin bauð upp á leiki, sem voru hörku spennandi og skemmtilegir, en áhorfendur voru 34! Að vísu má segja, að 1. deildin sé ójafnari, þar má heita, að ÍR og KR séu i sérflokki, en hin fjögur liðin mjög jöfn. Það kom bezt í Ijós um daginn, þegar ÍKF sigraði Ármann, sem í síðasta ís- landsmóti var í öðru sæti ásamt ÍR og KFR mátti þakka nær yfir náttúrlegri hittni eins manns sig- Verður íþrótitahöllin í Laugardal þéttsetin, þegar íslendingar og Danir Ieika landsleik í körfuknatt- leik við Dani eftir rúman mánuð? ur sinn yfir ÍS, sem nú er í neðsta sæti í íslandsmótinu. Já, fyrsta deildin í ár býður upp á marga spennandi leiki og æsandi augnablik, en hvað snert- ir tafir þær, sem mörgum er svo tíðrætt um að telja, að fæli á- horfendur frá leikjunum, má geta þess, að í yfirstandandi íslands- móti hafa verið tekin að jafnaði 2 leikhlé í leik, þ. e. eitt á hvert lið. Það sjá allir, að það ætti ekki að þurfa að skemma ánægj- una. Dómarar hafa skánað mikið, þótt enn sé langt í land til að þeir geti talizt góðir margir hverjir. Framkvæmd leikkvölda er yfirleitt mjög góð og þannig mætti lengi telja. Þetta er að vísu meira mál orðið, en ég ætlaði í fyrstu, en að endingu langar mig til að beina þeirri áskorun til ykkar í- þróttaunnendur góðir, að skreppa eina kvöldstund inn í Laugardals- höll, þegar leikið verður í fyrstu deild næst og komast að raun um, að körfuknattleikur er ekki síðri íþrótt en aðrar, sem við eig um kost á að fylgjast með hér á landi. Einn hinna fáu. Byggingarvinna: Byggingarfyrirtæki óskar að ráða strax starfsmenn í eftirtöldum grein um, til vinnu í Straumsvík. Jarðýtustjóra á Caterpillar D7, D8, D9. Veghefilsstjóra. Vörubifreiðarstjóra á 20-22ja tonna bifreiðar. Sprengingamenn. Hjálparmenn við mælingavinnu. Verkamenn í almenna verkamannavinnu. Umsækjendur komi sjálfir til viðtáls nk. mánudag eftir hádegi. Strabag Bau A.G. c/o Sigurður Hannesson & Co. hf., Hagamel 42, Sími 22310 og 17180.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.