Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 1
V viðbuin vinningv |Dagur-®tmtrm Laugardagur 8. febrúar 1997 - 80. og 81. árgangur - 27. tölublað SÆUNN SENDIR ÞEIM TONINN Mynd: GS œunn Axels- dóttir, eigandi Sœunnar Axels ehf. og hins nýstofnaða Brimness ehf í Ólafsfirði, deil- ir hart á kvótasukkið sem hún segir að hafi viðgengist frá þvífyrsta. „ Við get- um tekið Þormóð ramma sem dœmi, þeir eru að byggja frystihús íMexíkó á sama tíma og þeir eru að loka hérna heima. Eða Sam- herji? Hvað halda menn að Samherja- menn séu að gera núna með því að fara út á hlutabréfa- markaðinn?“ Sjá viðtal á bls. 20-21. MENN VIKUNNAR Kennidyar norðursins, þeir Vilhelm, Skúli og Birgir Ágústssynir, eru menn vikunnar. „Fyrirtæki ársins á Akureyril996“ er til- efnið, en þar varð Höldur ehf. fyrir valinu, fyrirtæki sem bræðurnir þnr stofnuðu. Þnr bílar fyrir þrjátíu árum eru orðnir að þrjúhundruð bílum í dag og bflaleigan þeirra sú stærsta á landinu með útibú víða um land. En þeir bræður bisa við fleira en bfla. Rekstur bensínstöðva, veitingastaða, dekkjaverkstæðis, bílasala og bifreiðaverkstæða er í þeirra höndum auk þess sem fyrir- tæki þeirra á 40% hlut í ís- landsflugi og 50% í Blómaval Akureyri. Og hjá Ágústsson- um fá allir í fjölskyldunni að vera með. Fjórði bróðirinn, Baldur, heldur um stjómtaum- ana í útibúi bflaleigunnar í Reykjavíkur og sá fimmti, Eyjólfur, sér um umboð fyrir sölu nýrra bíla frá Heklu. Eins og sjá má er þeim fátt óvið- komandi og við hin, sem sitj- um og dáumst að fram- kvæmdagleðinni, komumst ekki hjá því að hugsa: Hvað kemur næst? Sjá nánari umjjöllun á bls. 6 ífréttablaði. LEYNDAR- MÁLMARK' MANNSINS Best geymda leyndarmálinu í handboltanum mun upp- ljóstrað verða í þessu helg- arblaði: Spjaldskrá Sigmars Þrast- ar Óskarssonar, markmanns ÍBV. Ertu forvitin(n) um skotstfl ein- stakra leikmanna í 1. deildinni og hvar þeir eru líklegastir til að skjóta á markið úr langskotum, af línu, úr horni eða úr vítakasti? Ef svarið er já, lestu þá viðtalið við Sigmar. Sjá bls. 19. FRUMKVÖÐULL í SKAUTADANSI Hún var uppgötvuð á Tjöminni í Reykjavík, þar sem hún var að rifja upp gömlu skautasporin sín. Síðan þá hefur Liisa Jóhansson séð um þjálfun í listskautadansi hjá Skautafélagi Reykjavíkur. Ef tekið er mið af slæmri æfingaaðstöðu og stuttum æfingatíma hafa fram- farir hinna ungu íslensku skautadansara verið ótrúlega hraðar. Og Liisa stefnir hátt fyrir hönd nemenda sinna. „Eigum við ekki að gefa þeim svona 3 ár,“ svarar hún, þegar spurt er hvenær hægt sé að búast við einhverjum þeirra á vetrarólympíuleikum. „Ef þeir geta æft allt árið.“ Sjá bls. 22.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.