Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Blaðsíða 5
Jlagur-ÍEmttmt Laugardagur 8. febrúar 1997 -17 MENNING O G LISTIR Reyklausir Leikheimar á ísafirði Unglingar á fsafirði hafa ástæðu til að gleðjast því um helgina opnar splunkunýr staður sem er sér- staklega ætlaður þeirra aldurs- hópi. Þar getur unga fólkið komið saman og spilað uppá- haldstónlistina sína, keppt í snóker, kastað pflum eða not- fært sér nýjustu tölvutæknina. Leikheimar er nafnið á nýja staðnum og í forsvari er Mikael Rodriguez. „Ég á fjóra krakka sjálfur og alitaf er verið að tala um að vanti svona stað. Mig vantaði líka starf og sá þarna tækifæri," segir hann um ástæðu þess að hann ákvað að koma miðstöðinni á fót. Engin sambærileg aðstaða hefur verið fyrir krakka á fsafirði ef undan er skilin félagsmiðstöð í skólan- um en hún er aðeins opin þrjá daga vikunnar. Auk félagsað- stöðu fyrir unglingana verður sjoppa á staðnum og kaffihorn fyrir foreldra sem hafa áhuga á að tylla sér inn og fylgjast með börnunum. Mikael hefur jafn- framt hug á að bjóða upp á námskeið fyrir unglinga í Leik- heimum t.d. tölvunámskeið og einnig samkeppnir af ýmsu tagi. Ódýrara en í höfuðborginni Aðal nýjungin á Leikheimum er ótvírætt tölvurnar sem hægt verður að leigja sér tíma í. Mikael leggur áherslu á að vera einungis með tölvur af full- komnustu gerð og eru þær allar nettengdar innbyrðis auk þess sem þær eru tengdar internet- inu. I tölvunum verður hægt að spila alla nýjustu tölvuleikina, kíkja inn á veraldarvefinn eða „irkið“ sem er einskonar spjall- rás. Klukkutími í tölvunum á að kosta 400 krónur. „Ódýrara en í Reykjavík, þar kostar klukku- tíminn 500 krónur,“ segir Mika- el og afsannar þar með í snar- hasti þann orðróm um að allt sé dýrara á landsbyggðinni. Út að reykja Reykingar unglinga hafa verið í umræðunni undanfarið en Mikael er staðráðinn í því að Leikheimar muni ekki gefa unglingunum athvarf til að reykja og verða reykingar því stranglega bannaðar. Sömu sögu er að segja um meðferð áfengis. „Þetta verður algjör- lega reyklaust. Ég er reykinga- maður sjálfur en ég verð bara að fara út að reykja,“ segir „Alltaf verið að tala um að vanti svona stað,“ segir Mikael Rodrigu- ez, sem opnar um helgina stað á ísafirði þar sem krakkar geta kom- ið saman og gert ýmislegt sér til skemmtunar. Mikael er Spánverji en hefur búið á ísafirði í rúm 20 ár, þar sem hann hefur lengst af verið á SjÓnUm. Myn&.MH hann ákveðinn. Ætlunin er að Leikheimar verði opnir daglega frá 15-23. Krakkar yngri en þrettán ára eru velkomnir fram til klukkan sjö á kvöldin en eftir sjö verður þrettán ára aldurstakmark. AI Sigurborg Hannesdóttir skrifar Hænan eða eggið - vellíðan eða vanlíðan? s Eg er ein þeirra sem ræð ekki alltaf við mig þegar matur er annars vegar, eða með öðrum orðum, ég er haldin matarfíkn. Þetta er ekki auðveld fíkn við að eiga, og er áreiðanlega mun algengari en kann að virðast. Alkóhólistar geta þó hætt al- veg að drekka, en við ofætur þurfum alltaf að borða og erum því kannski oftar á hættusvæði. En um það leyti sem nýtt ár gekk í garð, gerði ég að mér fannst talsvert merkilega upp- götvun. Það er nefnilega þannig farið að ég hef ekki verið neitt sérstaklega hress upp á síð- kastið. Mér hefur eiginlega þótt lífið bara frekar erfitt á köflum, og verið djúpt á gleðinni minni. Þess vegna hef ég sagt við sjálfa mig að það sé nú alveg skiljan- legt þó mig langi í súkkulaði og hafi litla stjórn á mataræðinu. Og svo hef ég bara borðað meira súkkulaði. Aumingja ég. En það sem ég uppgötvaði um daginn var að það er alls ekki ljóst hvort kemur á undan, hænan eða eggið. Eða í þessu tilfelli vellíðan eða vanlíðan. Það er að segja, líður mér ekki bara illa vegna þess að ég er í ofáti og líkaminn er að kikna undan sykurbyrðinni? Svo við- held ég ástandinu með því að hafa ekki meiri trú á sjálfri mér en svo að halda að ég geti ekki snúið við blaðinu. Eða að minnsta kosti ekki strax. Þannig sé ég mig núna stadda í vítahring vanlíðunar, sem ég viðheld með dyggum hætti. En uppgötvunin fólst í því að ég gerði mér grein fyrir hvað þetta er í rauninni einfalt. Það er að segja með því að segja skilið við ofátið, eða fara í frá- hald, sem kallað er, mun mér óhjákvæmilega fara að líða svo miklu miklu betur. Fráhald er það kallað þegar þú borðar að- eins þrjár máltíðir á dag, ekk- ert milli mála og hugsar, eins og aðrir fíklar, aðeins um einn dag í einu. Einnig er sérstak- lega gott fyrir ofætur að sleppa ijórum fæðutegundum, sykri, hvítu hveiti, fitu og salti. í mínu tilfelli finn ég mest fýrir sykurneyslunni. Og sykur hefur tilhneigingu til að kalla á meiri sykur. Þess vegna eru það fyrstu skrefin sem eru erfiðust út úr vítahring vanlíðunar. En þegar þau hafa verið tekin, breytist allt, og smátt og smátt verður þetta allt léttara á fót- inn. Þá er líkaminn byrjaður að hreinsa sig og ef sykurlöngun- inni er eingöngu fullnægt með náttúrulegum sykri, t.d. ávöxt- um, þá minnkar sykurþörfin. Með allt þetta í huga hlýt ég að viðurkenna að ég ber sjálf alla ábyrgð á líðan minni. Ég vel hvernig ég bregst við. Ef ekki skín sól í sálarkytrunni, get ég setið þar í myrkri og ver- ið aum, eða ég get farið og dregið frá gluggunum. Við skul- um velja aukna vellíðan. Lifið heil. Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Samkomuhúsið 90 ára, söngur, gleði, gaman 4. sýning sunnud. 9. febr. kl. 16.00. 5. sýning laugard. 15. febr. kl. 20.00. Athugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð Mi&averS 1500 krónur. Börn innan 14 ára 750 krónur Undir berum himni eftir Steve Tesich Sýningar á „Renniverkstæðinu" (Strandgöiu 49) Laugard. 8. feb. kl. 20.30. Föstud. 14. feb. kl. 20.30. Föstud. 21. feb. kl. 20.30. Uppselt. Síðasta sýning Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hæat að hleypa gestum inn í salinn ettir að sýning er hafín. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00*17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. JDagur-'ðlímtmt - besti tími dagsins! 21Im ÞJÓÐLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 KENNARAR ÓSKAST eftir Ójaf Hauk Símonarson I kvöld. Örfé sæti laus. fimmtud. 13. febr,- sunnud. 16. febr. föstud. 21. febr. Örfá sæti laus. VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Á morgun. Uppselt. Laugard. 15. febr. Uppselt. Fimmtud. 20. febr. Laus sæti. laugard. 22. febr. Uppselt. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson föstud. 14. febr. sunnud. 23, febr. Ath. Fáar sýningar eftir. LITLl KLÁUS OG STORI KLAUS eftir H.C. Andersen Á morgun kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 16. febr. kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 23. febr. kl. 14.00. Sunnud. 2. mars. kl. 14.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford í kvöld. Uppselt. Á morgun. Nokkur sæti laus. Fimmtud. 13. febr. - Laugard. 15. feb. Föstud. 21. feb. - Laugard. 22. feb. Fimmtud. 27. febr. Athygli skal vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Föstud. 14. febr. Miðvikud. 19. feb. - Sunnud. 23. feb. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Listaklúbbur Leikhúskjallarans mánud. 10. febr. Einstakur tónlistarviðburður. Jeroen den Herder (selló) og Folke Nauta (píanó) sem eru meðal Iremstu tónlistarmanna Hollendinga halda tónleika á vegum Listaklúbbsins í samvinnu við ræðisskrifstofu Hollands á íslandi. Husið opnað kl. 20.30 - dagskráin hefst kl. 21.00 - miðasala við inngang. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.