Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Side 14

Dagur - Tíminn Akureyri - 08.02.1997, Side 14
26 - Laugardagur 8. febrúar 1997 |Dagur-®ímtmt Útlitseinkenni sem margar konur líta á sem lýti eru oft sömu einkennin og aðrar notfæra sér til að undirstrika persónu- leikann. í staðinn fyrir að reyna að fela einkenninn leggja þessar konur áherslu á þau og nota snyrtivörur til að fegra þau en ekki fela. Lítum á nokkur dæmi. Þykkar augnabrýr Ekki freistast til að breyta laginu á augnabrúnunum eða þynna þær. Ef þú ert með þykk- ar augnabrýr passa þær líkast til við andlitsfall þitt. í staðinn skaltu snyrta þær vel, plokka hár sem leynast á milli brúnanna og bursta þær upp. Dæmi um fræga leikkonu með þykkar augnabrýr: Brooke Shields. Skarpir andlitsdrættir Konur með fínlega en skarpa andlitsdrætti eiga það til að nota sterka, afgerandi liti á kinnar, var- ir og augnlok. Sú leið er hins- vegar ekki æski- leg. Betra er að nota milda past- eltóna. Þá njóta hinir fínlegu drættir sín til fulln- ustu. Dæmi um fræg- ar konur sem fylla þennan flokk: Michelle Pfeiffer og Kate Moss, Breiddin í hártísku herranna er mikil. Bæði stutt og sítt hár er í tísku og lit- irnir eru fjölbreyttir. Kringuleitt andlit Konur með kringluleit andlit eiga ekki að reyna að búa til há kinnbein með því að maka á sig kinnalit. Betri leið er að leggja áherslu á að draga augun eða varirnar fram. Og kringu- leitt andlitsfall hefur þann kost að konur halda unglegu úthti lengur en flestar aðr- ar. Dæmi um fræga fyrirsætu með kringluleitt andlitsfall: Isabella Rosselini. Stórt nef Þó unglingsstúlkur séu sennilega flestar ósáttar við risanef geta þær, sem fullorðnar konur, lært að meta það að verðfeik- um. Þá er í það minnsta ekki hægt að saka þær um að hafa ekki bein í nefinu! Ekki reyna að fefa nefið með því að púðra yfír það. Eina sem hefst upp úr krafsinu er að það lítur út fyrir að vera skítugt. Frægar konur með voldug nef: Barbara Streisand og Anjel- ica Huston. Hláturiim lengir lífið Hvað eru hlátrasköll að villast inn á síðu þar sem fjalla á um tísku og stíl? Jú, hláturinn gerir fleira en að lengja fífið. Þegar við hlæjum dátt hleypum við streitu út og verðum svo miklu glaðari. Og glatt afslappað fólk lít- ur alla jafna miklu betur út en hinir sem eru útúrtaugaðir og í fýlu. En það er ekki sama með hverjum við erum þegar við hlæjum. Til að hlát- urinn fái að streyma frá okkur óþvingað þurfum við helst að vera í góðra vina hópi og með þetta í huga má ef til vill færa rök fyrir því að saumaklúbbarnir séu í raun fyrirtaks fegrunarmeðöl, þrátt fyrir allar kökurnar sem þar eru á borðum. Þegar fólk hefur þekkst í langan tíma eru minningarnar margar og oft nægir að nefna eitt orð og þá fara allir að hlæja. „Munið þið Stofu 29?“ segir t.d. ein stelpan í hópnum. Og þá brjálast alíar úr hlátri. Því það var í þeirri stofu fyrir mörg- um árum sem ein þeirra leysti vind svo hátt að allir heyrðu, líka strák- urinn á næsta borði sem hún var svo hrifin af. Síðan hefur nægt að nefna stofunúmerið og þá vita þær að sama at- vikið kemur upp í huga þeirra allra. Kannski er það einmitt þetta sem vinskapur gengur út á? Að eiga eitthvað sameig- inlegt til að hlæja að. Hugrakkir herrar Hártískan hjá herrunum er íjöl- breytt og frumleg um þessar mundir, einkum hjá yngri kyn- slóðinni. „Ungu strákarnir bjóða upp á mjög skemmtilega tilbreytingu því þeir þora. En við fáum ekki menn um fertugt í bláar strxpur,“ segir Hulda Hafsteins- dóttir á Medúllu á Akureyri þegar blað- ið leitaði til hennar og spurði um karla- hártísku. „Strákar eru nýir viðskiptavinir á hárgreiðslustofum. Karlmenn milli þrí- tugs og fertugs koma sumir til að láta lita á sér hárið en þó ekki mikið. Ef við skoðum hinsvegar yngri karlmenn, ung- lingana alveg niður í fermingaraldur, þá er þeir farnir að láta hta sig, setja í sig strípur og gera allt mögulegt. í heildinni eru miklu fleiri strákar sem gera það en var fyrir örfáum árum,“ segir Hulda. Strákarnir hafa þorað meira en stelpurnar að fara út í neonliti eins og bláu strípurnar eða sterkrauðar. „Og þetta er alltaf að aukast," bætir hún við. - En hvað með karla yfir fertugt, eru þeir íhaldssamari? „Jú, þeir eru það. Eru ekki mikið fyr- ir að láta lita hárið. Þó alltaf einn og einn. En almennt myndi ég segja að lit- unarhópurinn sé frá fermingaraldrinum og upp í þrítugt." Bláar og rauðar strípur Eins og sést á meðfylgjandi mynd er breiddin í karlmannahártískunni mikil, bæði stutt og sítt hár og litirnir íjöl- breyttir. Hvaða línur eru mest áberandi að mati Huldu? „Annarsvegar er alveg stutt hár, loðið og endarnir standa að- eins út í loftið. Stefán Hilmarsson, söngvari, er t.d. með þessa klippingu og einnig leikarinn Brad Pitt. Hinsvegar er bítlaúthtið. Síð bogalína en samt ekki al- veg sítt hárið. Frekar millisídd. Síðan er hka alveg sítt eða rosa stutt, jafnvel rak- að. En það er þó ekki það heitasta í dag.“ - Hvaða litir eru helstir? „Það eru strípur, litir og skol. Allt mögulegt. Strákarn- ir hafa þorað meira en stelpurnar að fara út í neonliti eins og bláu stríp- urnar eða sterk- rauðar. Svo hafa þeir líka látið heill- ita sig í aflitun en það er þó að minnka og eðlilegri litir að verða al- gengari. Engu að síður eru strákarnir mjög frakkir. Þeir sem lita sig á annað borð eru ekkert hræddir við það.“ AI Fesrið frekar en felið

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.