Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Side 5

Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Side 5
Laugardagur 15. febrúar 1997 -17 |Dcxgur-'3Itmhm /i * -.VJívSiC 9lk< MENNING O G LISTIR Hugmyndirnar geta kvikn- að allsstaðar. Oft koma t.d. helvíti fín form í snjósköflum eftir góða skaf- renningsnótt,“ segir Gunnar Kr. Jónasson, sem opnar mynd- listasýningu í Ásmundarsal í Listasafni ASÍ í dag. Gunnar er Akureyringur og er þetta hans fjórða einkasýn- ing á einungis fimrn árum. „Ég lærði mína járnsmíði í Slipp- stöðinni á árum áður. Keypti síðan hluta í auglýsingastofunni Stíl árið 1983,“ segir Gunnar og bætir við til gamans að vinir hans segi stundum að hann hafi fyrst keypt sér stíl og síðan far- ið að mála. ..Ég var búinn að gaufa í myndlistinni í mörg ár. Fór síð- an í Myndlistarskólann á Akur- eyri og var þar í tvo vetur. Sneri mér síðan að því af fullum krafti að mála með vinnunni," segir Gunnar en hann starfar sem framkvæmdastjóri auglýs- ingastofunnar sem hann á hlut í. Vantar sal á Akureyri Fyrsta einkasýning Gunnars var árið 1993 í Listhúsinu Þing á Akureyri. Salurinn í því húsi var aðeins opinn í stuttan tíma „Ég spái oft í krafta og baráttu náttúruaflanna þegar ég er að mála þó myndin sé ekki af því,“ segir Gunnar Kr. Jónasson sem opnar myndlistarsýningu í Listasafni ASÍ í dag. Myn&.os fmmm 2 Sigurborg Hannesdóttir I skrifar Peningar og heilsa Fyrir skömmu sagði ung kona í mín eyru, „ef mað- ur er við góða heilsu og hamingjusamur, þá þarf maður ekkert svo mikið af peningum". Mér fannst þetta athyglis- vert, því við setjum hlutina venjulega ekki í þetta sam- hengi. Það er, við virðumst oft trúa því að aðeins ef við hefð- um meiri peninga, þá liði okkur betur. Það er talsvert flókið sambandið milli heilsu og pen- inga. Það er frumþörf mannsins að hafa í sig og á. Aðeins ef við getum treyst því að við fáum að borða getum við sinnt öðrum þörfum okkar. í dag birtist þessi frumþörf okkar um hver mán- aðamót þegar gíróseðlar halda (íeitetyöœí innreið sína inn um bréfalúg- urnar. Veistu alltaf nákvæmlega hver útgjöld mánaðarins verða, eða kemur innihald gluggaum- slaganna þér á óvart? Með kreditkortaeyðslu, raðgreiðsl- um og boðgreiðslum festumst við í því að veita okkvu- lífsgæði upp á krít. Lífsgæði sem okkur tekst ekki einu sinni að njóta vegna þess að við höfum áhyggjur af skuldadögunum. Svo þegar allt er komið í hnút vörpum við fjármálunum yfir á herðar þjónustufulltrúa í bank- anum okkar og erum stikkfrí. Fólk sem hefur dregið úr þensl- unni í heimilisijármálunum lýk- ur upp einum rómi um hvað það er mikill léttir, bæði and- lega og líkamlega. En hvar á að byrja? Ein leið er að hætta að nota kreditkort, annað hvort klippa þau eða að hætta að ganga með þau í vesk- inu, heldur geyma þau á vísum stað og taka meðvitaða ákvörð- un í hvert sinn sem þú velur að nota þau. Þess í stað að nota aðeins reiðufé. Jafnvel ávísanir og debetkort geta gefið villandi tilfinningu fyrir hversu miklu við erum að eyða. Það er mjög gott að punkta niður hjá sér í einhvern tíma hve miklu við eyðum og í hvað. Þannig fæst meiri tilfinning fyrir hvað verð- ur um launin. Er verðmæti hlutarins sem þú ert að kaupa jafn mikið þeim tíma og orku sem þú hefur varið í að vinna fyrir honum? Það rann upp fyrir mér í jólavertíðinni að ég man aldrei eftir því, eftir að ég komst á fullorðinsár að ég hafi ákveðið fyrirfram hversu miklu ég ætl- aði að verja í jólagjafir og önn- ur jólainnkaup. Það bara til- heyrir að versla, og svo heldur maður niðri í sér andanum þeg- ar kreditkortareikningurinn kemur í byrjun febrúar. Kjörað- stæður fyrir magasár og aðra spennukvilla. í framhaldi af þessari uppgötvun hef ég að sjálfsögðu strengt þess heit að hafa sérstaka jólafjárveitingu vegna næstu jólavertíðar og vona að ég beri gæfu til að axla þá ábyrgð að fara ekki fram úr þeim fjárlögum. Það er ekki raunhæf leið að ætla að láta lottóvinning leysa úr fjármálunum. Eina leiðin er að taka málin í sínar hendur, finna jafnvægi milli tekna og út- gjalda og sníða sér stakk eftir vexti. Og launin? Betri líðan, bætt heilsa og þar með kom- umst við að því eins og konan sem ég talaði um í upphafi, að við þurfum kannski ekkert svo mikið af peningum. sem er mikil synd að mati Gunnars. „Þetta var í rauninni eina athvarfið fyrir menn eins og mig því að undanskildu Listasafninu, þar sem ekki er hægt að fá inni fyrir hvern sem er, er enginn salur til að sýna. Deiglan er góður staður fyrir uppákomur ýmsar en salurinn er vonlaus fyrir myndlistarsýn- ingar. Engin lýsing og salurinn eins og forstofa.“ Skortur á salarkynnum er ein ástæðan fyrir því að önnur, þriðja og nú Ijórða sýning Gunnars eru settar upp utan Akm-eyrar en hann nefnir einnig stóran markað þegar spurt er hversvegna hann sýni nú í Reykjavík. iðl l ! Cilliltii WlfilRifnl l ~ a ÍJUIliJSJnÍ LEIKFÉLAG AKUREYRAR Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Laugard. 15. febr. kl. 20.00. Laugard. 22. febr. kl. 20.00. Sunnud. 23. febr. kl. 16.00. Föstud. 28. febr. kl. 20.00. Laugard. 1. mars kl. 20.00. Alhugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð MiðaverS 1500 krónur. Börn yngri en 14 óra 750 krónur. Undir berum himni eftir Sfeve Tesich Sýningar ó „Renniverkstæðinu" (Strandgötu 49) Föstud. 21. feb. kl. 20.30. Uppselt. Siðasta sýning Sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hæat að hleypa gestum inn í salinn ertir að sýning er hafin. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. - besti tími dagsins! Eins og snigillinn Myndlistarmenn fara oft óvenjulegar og frumlegar leiðir til að vekja á sér athygli enda samkeppnin hörð í listageiran- um, sem og annars staðar. Gunnar gagnrýnir ekki þá leið en segist sjálfur kjósa aðra að- ferð. „Ég er eins og snigillinn. Læt þetta þróast hægt og rólega og þegar ég er kominn með skammt sem mér finnst að ég gæti leyft öðrum að sjá, þá geri ég það.“ Sýning Gunnars saman- stendur af fjórtán myndum og eru þær allar svokallaðar „Abstract" myndir. AI ÞJÓÐLEIKHIÍSID Stóra sviðið kl. 20.00 VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen í kvóld, laugard. 15. febr. Uppselt Fimmtud. 20. febr. Nokkur sæti laus. Laugard. 22. febr. Uppselt. Laugard. 1. mars. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Ámorgun, sunnud. 16. febr. Föstud. 21. febr. Uppselt Fimmtud. 27. febr. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 23. febr. • Sunnud. 2. mars Ath. Fáar sýningar eftir. LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Sunnud. 16. febr. kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Sunnud. 23. febr. kl. 14.00. Sunnud. 2. mars kl. 14.00. Laugard. 8. mars kl. 14.00 Sunnud. 9. marskl. 14.00 Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Laugard. 15. feb. Uppselt. Föstud. 21. feb. Nokkur sæti laus. Laugard. 22. feb. Uppselt. Fimmtud. 27. feb. - Laugard. 1. mars Athygli skal vakin á aö sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Karl Ágúst Úlfsson Sunnud. 23. feb. - Sunnud. 2. mars Síðustu sýningar Ekki er hægt að hleypa gestum inn í satinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miðvikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig ertekið á móti símaþöntunum frá kl. 10 virka daga. Listaklúbbur Leikhúskjallarans mánud. 17. feb. Breskir villikettir. Umdeild verk breskra kvenleikskálda kynnt í Listaklúbbnum. Leiklesið veröur úr fimm veikum eftir jafn marga höfurtda, en þau eru: Queen Christina eftir Pam Gems, Cloud Nine eftir Caryl Churchill, The love of the Nightingale eftir Timberlake Werfenbaker, The Neighbour eftir Meredith Oakes og Blasted eftir Sarah Kane. Að dagskránni standa: Vala Þórsdóttir, Benedikt Ertingsson, Vigdís Gunnarsdóttir, Jón Bjami Guðmunds- son og Btyndís Loftsdóttir. Leikstjóri er Vigdis Jakobs- dóttir, en útlit er í höndum Þorgeröar Sigurðardóttur. Dagskráin hefst kl. 21.00 en húsið er opnað kl. 20.30. RELTIN ■^■■■■B ■ ■ ■ ^j|tlMFFRFlAR UMFERÐAR RÁÐ

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.