Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Page 8
20 - Laugardagur 15. febrúar 1997
Jlagur-®mTOm
Hlédís Sveinsdóttir, við teikniborðið.
,j\lgert stj ómleysi í Moskvu“
Hún œtlaði að skreppa til
Moskvu í 5 vikur en ílentist
í 18 mánuði og á þeim tíma
hannaði hún allt frá pípu-
lögnum til mósaíkverka á
nœturklúbbi þar sem
dúndrandi jjör verður keyrt
á flottustu fáanlegu hljóm-
tœkjum í nafni Styrktarfé-
lags heyrnarlausra.
Ekki er nóg með að andrúmsloftið allt sé grámyglulegt í Moskvu, segir Hlédís, heldur er
fólkið margt afskaplega þungt á svip.
Hlédís Sveinsdóttir er þrí-
tugur Reykvíkingur og
fyrir um þremur árum
útskrifaðist hún með meistara-
gráðu í byggingarlist frá há-
skóla í Kaliforníu. Hún vann um
tíma hjá arkítekt í Los Angeles
og hafði m.a. umsjón með
hönnun veitingastaðar. Nokkrir
Rússar sáu veitingastaðinn,
höfðu samband við hana og
báðu hana um að gera tillögu
að endurhönnun ca. 2000 fm.
rýmis sem nýta átti undir
skemmtistað í Moskvu. Rúss-
arnir kynntu tillöguna fyrir eig-
endum byggingarinnar sem eru
í forsvari fyrir Styrktarfélag
heyrnleysingja í Moskvu. „Það
er eitt af fjórum styrktaríélög-
um sem fá niðurfellingu á toll-
um í gegnum stjórnvöld. Þannig
að það er þeim mikið í hag að
ráða aðila frá öðrum löndum til
verksins og kaupa efni utan að
því þeir geta flutt allt efni inn
tollfrjálst.“
En hvernig fór Styrktarfélag
heyrnleysingja að því að fjár-
magna bygginguna? „Þeir selja
þennan ómælda kvóta og hagn-
ast þannig á tollfrjálsum inn-
flutningi. Þeir sem hafa ítök hjá
stjórnvöldum geta sett upp
svona dæmi. Það er ótrúlegt
peningaflæði þarna hjá þeim
sem notfæra sér ástandið."
Endalausar tafir
Hlédís var ráðin og drifln til
Moskvu, upphaflega til að koma
verkinu af stað en svo fór að
hún hannaði bygginguna frá
grunni, raflagnir, pípulagnir
o.s.frv. Fyrstu vikurnar fóru í
að koma upp skrifstofu og ráða
arkítekta. „Og það gekk á
ýmsu, Rússarnir voru að koma
fullir og ég fann engan sem gat
unnið með mér. Ekki það að
þeir hafi ekki hæfileikana held-
ur er drifkrafturinn í þjóðinni
niður úr öllu valdi.“ Á endanum
varð hún að ráða Nígeríumann
sem vann með henni í 4 mánuði
„en þá var hann orðinn ansi
erfiður, farinn að mæta fullur
o.s.frv." Hann var rekinn. „í lok
september fékk ég loksins að-
stoðararkítektinn minn. Halla
Haraldsdóttir Ilamar, kom til
Moskvu í 2ja vikna heimsókn en
endaði með því að vinna með
mér í 8 mánuði."
Verkið var boðið út í júní
1995 og fékk ítalskt fyrirtæki
vorkið. „Þeim voru greiddir um
400.000 dollarar og stungu af
daginn eftir.“ Þar fóru nokkrar
vikur í súginn og í kjölfarið fékk
Hlédís málið í sínar hendur og
róð hún íslending, Ólaf Auðuns-
son, sem hafði bæði sænska og
íslenska undirverktaka.
Undir borðið
Vinna við bygginguna hófst í
des. 1995 en hún hélst ekki á
fullum dampi allan byggingar-
tímann. „Það er gífurlegt
ófremdarástand í Moskvu núna,
algert stjórnleysi." Borga þurfti
ýmsum aðilum undir borðið á
ílestum byggingarstigum til að
komast yflr nauðsynleg leyfi.
„Ekki það að þetta væri ólöglegt
hjá okkur heldur er þetta þara
venjan."
Styrktarfélagið réð t.d. fyrir-
tæki sem átti að afla allra leyfa.
Frá fyrirtækinu komu eftirlits-
menn „sem lágu stöðugt í teikn-
ingunum til að flnna skekkjur.
Ef þeir fundu eitthvað settu þeir
upp prís sem rann í þeirra eigin
vasa. Ég veit að nokkrir þeirra
voru ekki á kaupi hjá eftirlits-
fyrirtækinu heldur var gert ráð
fyrir að þeir næðu sínu kaupi á
þennan hátt.“
„Rússarnir eru
haldnir ofboðslegum
fordómum í garð út-
lendinga. Erlendum
fyrirtœkjum er boðið
gull og grœnir skóg-
ar en svo endar það
gjarnan á því að út-
lendingunum er
sparkað út og oft án
þess að geta tekið
nokkuð með sér. Það
var t.d. Ameríkani
sem hafði jjárfest í
Moskvu fyrir millj-
ónir dollara. Einn
daginn kom rúss-
neskur embœttis-
maður heim til hans
og leist svo ansi vel
á íbúðina. Nœsta
dag þegar Amerík-
aninn kemur heim
er búið að brjótast
inn, skipta um lœs-
ingu og hann mátti
þakka fyrir að kom-
ast lífs til Banda-
ríkjanna, eftir að
hafa verið ífelum í
sendiráðinu í nokk-
urn tíma. “