Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Side 9
|Dagitr-®TOtimt
Laugardagur 15. febrúar 1997 - 21
„Það gengur ekkert smurt þarna. Þegar ég teiknaði fyrsta planið
sendi ég ritarann minn til að láta Ijósrita það. Eftir 3ja daga leit að
Ijósritunarvél í bœnum þá fundum við eina en þegar ritarinn kom
til baka þá var búið að skera frumplanið niður ÍA4 blöð, afþví að
það er miklu ódýrara, sögðu þeir, að prenta það svona. Þar var
mánaðarvinna skorinn niður. Það vœri áreiðanlega góður bisness
aðfara til Moskvu og setja upp Ijósritunarstofu. “
Erfitt er að fá teikningar
samþykktar til byggingar hjá
borgararkítekt Moskvu. Eftir-
litsmennirnir útbjuggu því nýj-
ar teikningar upp úr hönnun
Hlédísar og fengu byggingar-
leyfið út á þær. Rússnesku
teikningar voru hins vegar gjör-
samlega ónothæfar, í þeim var
t.d. gert ráð fyrir byggingarefni
sem ekki hafði verið fáanlegt í
um 50 ár. En með þessu fyrir-
komulagi, þ.e. að leyfið fæst út
á aðrar teikningar en byggt
verður eftir, opnast glufa fyrir
borgararkítektinn til að koma
„og kría út sínar prósentur."
Trekk í trekk urðu tafir af
þessu tagi. „í febrúar urðu inn-
byrðis deilur þar sem einhverjir
menn hurfu af sjónarsviðinu.
Svo voru verktakarnir alltaf að
stoppa líka því Rússarnir drógu
það svo að borga. Undir eðlileg-
um kringumstæðum hefði bygg-
ingin átt að vera full af mönn-
um frá morgni til kvölds að
vinna 7 daga vikunnar. En í
margar vikur voru bara 2-3
menn að væflast þarna um,“
segir Hlédís og giskar á að
verkið í heild sinni hefði tekið
helmingi styttri tíma hér á
landi.
Iðnaðar-gotneskur
næturklúbbur
Tískubreytingar eru örar meðal
arkítekta í LA. Að sögn Hlédísar
bjuggust Rússarnir við því ný-
tískulegasta en hún taldi þó rótt
að fara einhvern meðalveg. „Ég
hreifst mjög af ný-gotnesku
byggingunum frá Stalín-tíman-
um, 7 vígalegum byggingum
sem eru oft kallaðar rjómatert-
urnar.“ Hlédís ákvað þannig að
hafa staðinn í iðnaðar-gotnesk-
um stíl. Gestir klúbbsins fara á
milli rýma í gegnum dularfull
og dökklituð göng og var ætlun-
in að staðurinn hefði yfir sér
goðsagnakenndan blæ. „Dýr-
ustu efni sem fást, t.d. svart
granít með glitrandi steinum,
þekur öll gólf á 1. hæð og
mynda mótvægi við hrátt stál í
innganginum. Á vissan hátt
endurspeglar arkítektúrinn
ástandið í landinu. Annars veg-
ar nýríku Rússana með alla
peningana og glingrið og hins
vegar blásnauða verkamennina
og hráan iðnaðinn.“
Hlédís hafði frjálsar hendur
til að innrétta rýmið sem varð
til þegar búið var að hreinsa
allt út úr neðstu hæðum bygg-
ingarinnar - nema burðarsúlur
og -veggi, svo lengi sem hún
gætti þess að hafa allar græjur
þær dýrustu og flottustu á
markaðnum.
„Yfirmaðurinn
kom þarna mikið
og spókaði sig
um. Þegar það
var búið að setja
eitthvað nýtt upp
þá kom hann
með fjölskykluna
til að sýna henni
græjmnar. Hann
vildi allar helstu
tækninýjungar.
Eldhúsið t.d. var
eins og verk-
smiðja. Það var
meira horft í
aurinn en krón-
una. Þegar kom
að matnmn á
skrifstofunni þá
var sparað að-
eins.“
Aðalhöfuð-
verkur arkítekts-
ins varð loft-
ræstikerfið sem
var svo íburðar-
mikið að það tók
1/3 af lofthæð-
inni og hefði
fremur átt heima
í verksmiðju en
skemmtistað. „Maður ímyndaði
sér að allir í byggingunni fykju
út í fyrsta skipti sem kveikt væri
á því.“
Tveir heimar
Moskvu
Eðli málsins samkvæmt hafði
Hlédís einkum afskipti af hinum
nýríku Rússum sem eðlilega
vildu óbreytt pólitískt ástand,
og voru ákaflega hræddir um
að Jeltsín félli í síðustu kosning-
um. Hins vegar tilheyrði starfs-
lið skrifstofunnar gamla kerf-
inu. „Þjóðfélagið skiptist í
tvennt, hina nýríku sem eru á
launum sem vart þekkjast á ís-
landi og svo þá sem hafa setið
eftir í gamla kerfinu og eru með
um 50 dollara [3500 kr.] á mán-
uði og standa frammi fyrir því
að miðinn á skemmtistaði kost-
ar um 100 dollara. Það er tvö
ósamrýmanleg kerfi í gangi
þarna.“
Tvenns konar verðlagning er
einnig við lýði. í htt sýnilegum
rússneskiun búðum eru hræ-
ódýrar vörur á okkar mæli-
kvarða „en svo getur maður
farið í súpermarkaði þar sem
verðið er helmingi hærra en
hér heima."
Af fréttamyndum frá Rúss-
landi að dæma er lífið þar
óskaplega grátt yfirlitum.
Klisja, en þó sönn að nokkru
leyti, segir Hlédís. „Það er ein-
hvern veginn mökkur yfir borg-
inni. Maður sér varla liti. Auð-
vitað er þetta að breytast. En
maður finnur ofsalega fyrir
þessu. Loftslagið er grámyglu-
legt og ef byggingar eru málað-
ar þá er það yfirleitt í svona
ryklitum, þó liturinn sé grænn
þá er það rykgrænn.
Mamma sendi mér t.d. rauða
kápu, eldrauða. Ég labbaði um
í henni í tvo daga og svo lagði
ég henni bara því það voru bíl-
ar að stoppa.“
Jafnréttið
Matráðskonan á skrifstofunni
hjá Hlédísi var menntaður
verkfræðingur en fékk um tífalt
hærra kaup við að elda mat fyr-
ir útlendingana. Hlédís segir
kvenréttindabaráttuna eiga
langt í land í Rússlandi. „Það er
mjög óvenjulegt að kvenfólk sé í
háum stöðum þarna. Þær eru
menntaðar en virðast ekki fá
mikil tækifæri eða hafa þetta
frumkvæði í sér.“
Algert stjórnleysi
Þegar verkinu var lokið hafði
Hlédís fengið sig fullsadda þrátt
fyrir spennandi hönnunarverk-
efni sem voru framundan í
Moskvu. „Það er erfitt að
standa í þessu þegar svona
stjórnleysi ríkir. En óneitanlega
kitlar það mann að fara aftur.“
Hlédís segir að ef hægt væri að
stofna fyrirtæki sem tæki að sér
verk, allt frá hönnun og undir-
búningi til verktöku, þá væru
mikhr möguleikar í Moskvu-
borg. „Bara ef maður þarf ekki
að hafa of mikil samskipti við
Rússana og yfirvöld.“ lóa
Skemmtistaðurinn er á tveimur neðstu hæðum 20 hæða skrifstofublokkar
sem er í þessari sambyggðu blokkaröð á Novy Arbat, í miðborg Moskvu.
Mikill mósaíkveggur prýðir veitingastaðinn.
Aðalfundur
Félags járniðnaðarmanna
verður haldinn laugardaginn 22. febrúar 1997 kl. 13.15
að Suðurlandsbraut 30, 4. hæð.
Dagskrá
Venjuleg aðalfundarstörf
Breytingar á reglugerðum sjóða
Kaffiveitingar
Félagsfundur um samningamál
hefst að loknum aðalfundi um kl. 15.00.
Ath. Reikningar félagsins liggja frammi á skrifstofunni milli kl. 15.00 og
18.00 miðvikudag 19. fimmtudag 20. og föstudag 21. febrúar n.k.
Mætið stundvíslega.
Stjórnin
Kaffihlaðborð -
Söngur
Kaffisala verður í Lóni v/Hrísalund nk. sunnudag
frá kl. 15. Kórinn syngrn nokkur létt lög kl. 16.
Glæsilegt kaffihlaðborð og söngur á kr. 700 fyrir
fullorðna, hálft gjald fyrir börn.
Karlakór Akureyrar-Geysir - Kvennaklúbburinn.
Borgarskipulag Reykjavíkur
Borgartún 3,105 Reykjavík, sími 563 2340,
myndsendir 562 3219
Landakot og næsta nágrenni
Kynning á deiliskipulagi Landakotsreits fer fram í
sýningarsal Borgarskipulags og byggingarfulltrúa,
Borgartúni 3, 1. hæð, kl. 9-16 virka daga, og
stendurtil 17. mars 1997.
Byggðastofnun
Engjateigi 3 ■ P6sthólf5410 ■ 125 Reykjavík ■ Sími 560 5400 ■ Bréfsími 560 5499
• Grcent númer 800 6600
Strandgötu 29 • Pósthólf240 • 602 Akureyri • Sími 461 2730 • Bréfsími 461 2729
Hafnarstrœti 1 • Pósthólf2Il • 400 ísafirði • Sími 456 4633 • Bréfsími 456 4622
Miðvangi 2-4 • 700 Egilsstöðum • Sími 471 2400 ■ Bréfsími 471 2089
Skagfirðingabraut 17-21 ■ 550 Sauðárkróki • Sími 453 6220 • Bréfsími 453 6221
Á árinu 1997 er ákveðið að Byggðastofnun veiti
styrki vegna próunar atvinnulífs á landsbyggðinni.
Áætlað er að styrkirnir verði afgreiddir af stjórn
Byggðastofnunar í apríl og maí. Umsóknarfrestur
um styrki er til 1 5. mars og ber að skila umsóknum
á þar til gerðum eyðublöðum sem fást á skrifstof-
um stofnunarinnar. Til ráðstöfunar eru allt að 50
millj. króna.
Styrkir verða einungis veittir til verkefna á svæðum
sem skilgreind hafa verið sem starfssvæði Byggða-
stofnunar. Svæði sem eru sérstaklega háð sauðfjár-
rækt og þar sem byggð er í hættu munu njóta for-
gangs um styrkveitingar. Lögð er áhersla á vand-
aðan undirbúning umsókna.
Styrkveitingar Byggðastofnunar eru að jafnaði frá
200 þúsundum til 3 millj. króna. Einungis er greitt
fyrir hluta af kostnaði við hvert verkefni. Hlutur oþ-
inberra aðila samtals má ekki vera hærri en 45% sé
um fjárfestingu að ræða en 50% í verkefnum sem
hafa almennara gildi.
Umsækjendur geta verið einstaklingar, fyrirtæki,
samtök, atvinnuþróunarfélög, sveitarfélög og sam-
tök þeirra.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofum
Byggðastofnunar og ber að skila umsóknum
þangað.