Dagur - Tíminn Akureyri - 15.02.1997, Page 14
Bleikt og barbílegt
Bleikt er í tísku! Bleikir augnskugg-
ar, sem þekja ekki bara augnlokin
heldur lika svæðið þar fyrir ofan og
jafnvel fyrir neðan augun. Smart? Sjálf-
sagt fer tvennum sögum af því. Kannski
líka erfitt að hafa skoðun á málinu þegar
við sjáum myndirnar bara í svart-hvítu.
En hvað sem fegurðartilfinningin segir
okkur breytir það ekki að þeirri stað-
reynd að tískublöðin keppast um þessar
mundir við að birta flennistórar myndir
af rauðeygðum fyrirsætum.
Förðimarfræðingar erlendu stórblað-
anna segja að bleiki liturinn sé óskaplega
fallegur og kynþokkafullur, sé honum
beitt á réttan hátt. En það er eins gott að
vanda sig, annars gæti einhver vaðið í
þeirri villu að konurnar hafi verið að
gráta. Sem er auðvitað hið versta mál.
Hér koma nokkrar ráðleggingar fyrh
þær sem langar til að prófa hið „nýja“ út-
lit.
Mest bleikt innst og síðan lýsist liturinn
smám saman þar til hann rennur saman við
húðlitinn.
• Forðastu svartan maskara með
bleika augnskugganum. Andstæðurnar
verða of miklar. Betra er að nota t.d. blá-
an maskara.
• Til að bleika útlitið virki á réttan
hátt er bráðnauðsynlegt að varirnar líti
út fyrh að vera silkimjúkar. Þessu er að
sjálfsögðu hægt að bjarga á einfaldan
hátt. Settu á þig svolítinn varasalva og
burstaðu síðan yfir varirnar með göml-
rnn tannbursta til að losna við gamlar,
dauðar húðfrumur.
• Ef þú ert með lítil augu, varastu þá
að nota augnblýant undir augun því allar
línur hafa þau áhrif að augun virðast
minni, ekki stærri.
• Rétt eins og svartur maskari er ekki
æskilegur þýðir ekki að maka augnabrýr
út í dökkum lit. Augnabrýmar eiga að
vera snyrtilegar, vel plokkaðar en jafn-
framt náttúrulegar. Hér kemur gamii
tannburstinn aftur að góðum notum.
Passið bara að hann sé hreinn.
• Kinnaliturinn á að vera í sama tón
og augnskugginn, en ljósari, og ekki
nota of mikið. Ef þú ert með rauðleita
húð er spurning hvort borgar sig ekki að
sleppa bara kinnalitnum?
Skugginn í kring um augun á þessum fögru fljóðum stafar ekki af svefnleysi. Þær eru málaðar
svona viljandi. Og ef myndin væri í lit, sæuð þið bleika litinn í öllu sínu veldi.
piparsveinar
Stelpur, hvað fmnst
ykkur um þessa?
Þetta munu vera
tveir af fimmtíu boðleg-
ustu piparsveinum Bret-
lands. Svolítið ungir, en
með flotta brjóskassa.
Fatastíllinn er umdeilan-
legur. Þó þeir séu stæltir
er kannski fuilmikið að
vera berir að ofan, a.m.k.
á miðjum vetri.
Þessi vinstra megin er
tvítugur og heitir Sean
Long. Hann mun vera
mikill íþróttakappi, er
leikmaður með rugby liði
og segist. þrífast best í
mikilli samkeppni.
Draumakonan hans verð-
ur að vera í góðu formi og
að hafa bein í nefinu.
„Einhver sem lætur mig
ekki komast upp með
hvað sem er,“ segir Sean.
Sá hægra megin er
nokkrum árum eldri, eða
27 ára. Hann heitir Leslie
Gibson og vinnur fyrir sér
sem grínisti. Þegar hann
er ekki að segja brandara
lyftir hann lóðum eða
glápir á sjónvarp.
„Ég horfi á allar
amerísku sápurn-
ar, lögguþætti og
MTV vegna þess
að þar fæ ég mik-
ið af efni sem ég
nota í vinnunni,“
segir hann. Leslie
heillast helst af
glanspíum sem
klæða sig eftir nýjustu
tísku. En það er ekki
nóg að þær séu vel vaxnar
og ílottar í tauinu. Þær
þurfa líka að hafa húmor,
vera félagslyndar og finn-
ast gott að kela.
tískan
í Hollywood
Vándamál vetrarins eru mörg. Lát-
um vera þó bfllinn festist í ófærð-
inni, við rennum til á svellinu eða
þurfum að borga himinháan hitaveitu-
reikning. En þegar hárið fer allt í klessu
í þokkabót þá er nóg komið. Fínu og
frægu frúrnar í útlöndunum kunna ráð
við þessu eins og öðru. Til að hattar og
húfur eyðileggi ekki flottu hárgreiðsluna
velja þær sér greiðslu sem þola hvað
sem er. T.d. er hægt að setja hárið í
stert, flétta það eða spenna upp. Hug-
myndin er að finna greiðslu sem lítur
eins út, með eða án höfuðfats. Lítum á
nokkur dæmi.
Strandvarðastíll
Gena Lee Nolan,
leikkona sem
ílestir kannast
við úr þáttunum
um Strandverði,
vill að fallega
hárið njóti sín í
skíðabrekkunni
sem og á strönd-
inni. Hún velur
því frekar
eyrnaband en
húfu og Ieyfir
hárinu að flæða frjálsu um axlirnar.
Smart stfll en kannski ekki mjög hentug-
ur í stórhríð!
Frjálsleg og flott
Leikkonan Sally
Field bregst ekki
frekar en fyrri
daginn. Þá hún
líti hálfdruslu-
lega út með
rytjulega fléttu
og hafnarbolta-
hatt er hún samt
algjört krútt.
Frjálslegt og
flott hjá Sally.
Feluleikur
Hárvandamálið
leyst á einfaldan
hátt. Angela
Bassett felur það
einfaldlega und-
ir húfunni. Hatt-
urinn er töff,
brosið fallegt og
eyrnalokkarnir
gera útslagið.
Henni gæti þó
orðið kalt á eyr-
unum í miklu
frosti en að öðru leyti ekkert út á stflinn
að setja.
Hvað er nú þetta?
Elle MacPher-
son, yfirstrump-
ur, er með allt of
stóra húfu og
rétt tyllir henni
á hausinn.
Kannski tímir
hún ekki að
hylja hið fagra
hár sem hún er
fræg fyrir. En
þegar hún brosir
sætt og lætur
augun tindra, eins og á þessari mynd,
hverjum er þá ekki sama um húfuna?