Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 1

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 1
Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI - íslenskt og ilmandi nýtt Eftirminnilega gott BRAGA KAFFI - íslenskt og ilmandi nýtt msm , -■ ■ !' - * _ . “ „ . mm LIFIÐ I LANDINU Blcið Fimmtudaaur „Þegar ég keypti Esju var mér sagt að ekki mœtti jjarlœgja myndina afFriðriki konungi og drottn- ingu Lovísu. Þau eru verndarvœttir versl- unarinnar. Undir myndinni hafa pöru- piltar játað syndir sínar og málin verið leyst í góðu, “ segir Ófeigur Eiríksson, nýhakaður kaup- maður í Esju við Strandgötu á Akureyri. Mynd; Gi HÖNPLAÐ UNDÍR KONUNGLEGRIVERND egar ég keypti rekstur Esju var mér sagt að eitt yrði ég að hafa staðfast í huga. Að ekki mætti ijarlægja myndina af Friðriki Danakon- ungi hinum áttunda og drottn- ingu Lovísu. Þau voru konungs- hjón yfir Danmörku og íslandi á fyrstu árum aldarinnar. Þessi mynd er hér á veggnum á kaffi- stofunni - og er verndarvættur verslunarinnar. Undir myndinni hafa pörupiltar játað syndir sín- ar, svo sem innbrot, við versl- unareigandann, og þá hafa málin verið leyst í góðu. Kannski eru kon- ungs- hjónin og góð- ur andi þeirra ástæðan fyrir því hve þessi verslun hefur lengi haldið velli.“ Elsta verslun bæjarsins Svo mælist Ófeigi Eiríkssyni, kaupmanni. Fyrir rösklega ein- um mánuði keypti hann rekstur verslunarinnar Esju við Norð- urgötu á Akureyri. Verslun sú var stofnsett í kringum 1940, „Kannski eru kon- ungshjónin og góður andi þeirra ástœðan fyrir því hve þessi verslun hefur lengi haldið velli, “ segir Ófeigur kaupmaður. og hefur alla tíð verið í horn- húsi því þar sem Norður- og Gránufélagsgötur mætast. „Þetta er sú verslun hér í bænum sem lengst hefur starfað. Nýlega hætti versl- unin París við Hafnarstræti starfsemi, en það var elsta verslun bæjarins. Þannig er Esjan nú orðin elst, eft- ir því sem ég kemst næst. Elstu viðskiptavinirnir sem hingað koma segjast hafa fyrst komið hingað sem smákrakkar. Nú eru þeir orðið roskið fólk,“ segir Ófeigur Ei- ríksson. Kók og Prins Póló „Mín fyrstu kynni af þessari verslun hófust þegar ég flutti hingað í bæinn innan úr Eyja- firði árið 1972, þá fjórtán ára gamall. Fór þá að vinna á járn- smíðaverkstæði við Kaldbaks- götu og hingað fórum við strák- arnir í kaffitímum til að kaupa okkur kók og Prins Póló. Þá fann maður strax að þessi verslun var miðjupunktur mannlífs á Eyrinni. Nú, aldar- ljórðungi síðar, þegar ég hef tekið við verslunarrekstri hér í Esju, er það sama uppi á ten- ingnum. Ilingað koma margir til að kaupa mjólk, brauð og kaffi. En sá varningur er kannski ekki þungur á metun- um, í samanburði við það fé- lagslega hlutverk sem þessi verslun virðist hafa. Kaffið, brauðið og mjólkin eru aukaat- riði hjá því fólki sem hingað kemur til að tala um bæjarmál, pólítík eða veðrið," segir Ófeig- ur kaupmaður. Engir stórveldisdraumar Aðspurður um langlífi verslun- arinnar Esju segist Ófeigur telja að skýringin liggi í því að eig- endur verslunarinnar á hverjum tíma hafi aldrei haft neina stórveldisdrauma eða verið með tilburði til þeirra. „Menn hafa farið varlega. Það „Kaupmaðurinn er ekki sálusorgari við- skiptavina, en mað- ur heyrir tóninn í fólki og finnur hvernig landið ligg- ur. Og ég hallast að því aðfólki hér á Eyrinni líði vel. Ann- að finn ég ekki. “ eru ekki svo ýkja mörg ár síðan KEA var með tvær verslanir hér í grendinni; aðra við Strand- götu og hina í Ránargötu. Þetta hefur Esjan staðið af sér. Þessi verslun hefur líka lifað það af þótt Hagkaup reki stórmarkað hér við enda Norðurgötunnar. Við getum ekki keppt við stórmarkað- ina í verði og verðum því að gera það í þjónustu. Það ætti okkur að takast ágætiega." Eyrarfólki líður afar vel Ófeigur er sjálfur búsettur á Eyrinni á Akureyri og hefur lengi verið viðskiptavinur í Esju. Á þeim eina mánuði sem hann hefur staðið fyrir innan búðarborðið segist hann hafa fundið það glöggt að verslunin skiptir Eyrarbúa máli. „Margir hafa komið síðustu daga og árnað mér heilla í verslun- arrekstrinum. Fólk sækir í að eiga persónuleg samskipti við kaupmanninn sinn. Kaupmað- urinn er nú kannski ekki sálu- sorgari viðskiptavina sinna, en hins vegar heyrir maður tóninn í fólki og finnur hvern- ig landið ligg- ur. Ég hall- ast að því að fólki hér á Eyrinni líði afar vel. Ann- að finn ég ekki. -sbs

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.