Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 16

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 16
jn^tgur-CKtmhtti Fimmtudagur 6. mars 1997 ÁJbstudaginn leggja 115 jeppaeigendur afstað frá Reykjavík, bruna norður Sprengisand og hitta 5 akureyrska félaga sína íNýjadaL Þetta erfloti ferða- klúbbsins 4x4 en hann myndar um 700 metra halarófu á keyrslu. J i jm - Y •^l 'f’-' j Unnsteinn Jónsson, for- maður ferðaklúbbsins 4x4 Eyjafjarðardeildar, hefur unnið að undirbúning- num og ætlar að sjálfsögðu að fara á móti bílunum að sunnan og hitta fólkið suður í Nýjadal. „Þessi ferð er farin í tilefni þess að nú eru 10 ár síðan þetta var reynt síðast þ.e. að fara norður Sprengisand með þetta marga bíla. Þarna leggja um 100 „óbreyttir" bflar af stað en síðan eru menn á um 20 jeppum sem halda utan um ferðina og sjá um leiðsögn, 120 jeppar í allt.“ Hóparnir hittast allir og borða í Nýjadal en Unnsteinn segist búast við að Akureyr- ingarnir fari síðan og gisti í Réttarkotsskálanum í Bárðar- dal. „Það á að leggja af stað á föstudagsmorgni frá Reykjavík og þaðan verður keyrt að Hrauni við Hrauneyjarfoss þar sem menn skipta sér niður í hópa. Ætli verði ekki sex bflar í hverjum hóp og síðan verða menn ræstir af stað með ákveðnu millibili og keyra þannig upp í Nýjadal. Það er ómögulegt að allir leggi af stað í einu því við reiknuðum það út að þá væru menn að sigla áfram í um 700 metrar langri röð.“ Bylting i búnaði Unnsteinn segir að það sé tæplega hægt að bera þessa ferð núna saman við þá sem til stóð fyrir 10 árum. „Breyt- ingin er svo gríðarleg, fyrir 10 árum voru aðeins tveir bflar með staðsetningartæki og eins voru menn á miklu verri dekkjum, það hefur orðið bylting í öllu búnaði.“ Á sunnudeginum verður haldin viðamikil jeppasýning þar sem allir ferðalangarnir „Breytingin er svo gríðarleg, fyrir 10 árum voru aðeins tveir bílar með staðsetningartœki og eins voru menn á miklu verri dekkjum, það hefur orðið bylting í öllu búnaðl“ stilia bflum sínum upp, sýn- ingin verður á horni Strand- götu og Glerárgötu frá 10-15. „Þarna verða yfir 100 vel bún- ir bflar og fróðlegt að sjá allan þann flota.“ -mar Hver á þessa sœtu mynd? Þessi krúttlega mynd datt úr umslagi á Pósthúsinu á Ak- ureyri og er starfsmönn- um umhugað um að hún komist til eigandans. Efþið þekkið þessa lokkaprúðu snót þá hafið samband við Dag-Tímann á Akureyrl

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.