Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 4

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 4
16- Fimmtudagur 6. mars 1997 jDagurÚEímírm llm&úðaíauót Heilbrigð sál með fisléttri íjármögnim Ragnhildur Vigfúsdóttir Nýjustu hryllingssögurnar úr niðursneiddu heil- brigðiskerfi hljóma þannig að biðlistar hafi aldrei verið lengri og bið sjúklinga eft- ir aðgerð eða meðferð kosti þjóðarbúið heilmikið, bæði í vinnutapi og vanabindandi lyíjaáti. Friðrik Sophusson virð- ist ekki þora að varpa aftur fram þeirri stórgóðu tillögu sinni að menn geti borgað sig út af biðlistunum. Segum svo að Sjúkrahús Reykjavíkur megi samkvæmt fjárlögum aðeins gera 150 hjartaaðgerðir á ári en 300 manns séu á biðlista. Er þá ekki upplagt að þeir sem hafa efni á því fari á annan lista, borgi upp í topp fyrir að- gerðina og umhyggjuna, rykið sé dustað af ónotuðu skurðstof- unni - því mér skilst að ein standi algerlega ónotuð vegna niðurskurðarins - og þar séu þeir skornir dag og nótt af læknum sem annars sætu að- gerðalitlir á fullum launum? Þeir sem eftir væru á biðlistan- um færðust hraðar upp 150 manna listann. Með þessu móti gerðu þeir ríku hinum efna- minni kleift að komast í aðgerð í þessu lífi. Hvað er svona aga- legt við þetta? Því hvað er eig- inlega hægt að gera? Stokka spilin upp á nýtt? Endurskipu- legga heilbrigðiskerfið? Endur- skoða almannatryggingar? Fækka sjúklingum? f pistli í þættinum í vikulokin í febrúar í fyrra varpaði ég fram þeirri hugmynd að gera einmitt það, fækka sjúklingum. Ekki aðeins með því að auka forvarnarstarf heldur með því að endurskilgreina hver kallast sjúklingur og hver ekki - og þar með hver á að borga brúsann. Nefndi ég þar sérstaklega íþróttamennina og öll iþrótta- meiðslin sem kosta þjóðarbúið milljónir á ári og spurði hvort það væri ekki kominn tími til að íþróttamenn keyptu sérstaka tryggingu og borguðu brúsann sjálfir. Nú virðist Tryggingayfir- læknir kominn á sömu skoðun. Að minnsta kosti varpaði hann fram þeirri spurn- ingu nýlega hvort það væri eðlilegt að Trygginga- stofnun borgaði allt upp í topp fyrir íþróttamenn meðan t.d. þjónusta við aldraða væri skor- in við nögl. íþróttamenn fá sumsó mun betri fyrirgreiðslu hjá Tryggingastofnun en aldr- aðir. Auk þess fá þeir nær ótak- markaðan tíma í sjúkraþjáifun á kostnað ríkisins til að geta stundað keppni. Einhver for- ystumaður íþróttahreyfingar- innar brást hinn versti við og sagði að hún (fþróttahreyfingin) hefði aldrei séð þetta fé! Ég skil ekki hvaða máli það skiptir, því féð hefur farið milliliðalaust frá Tryggingastofnun til „þolenda". Fannst manninum kannski eðli- legt að iþróttahreyfingin hefði þar milligöngu um og fengi umboðslaun? Er það eðlilegt að almannafé sé varið óhóf- lega til þess eins að íþrótta- menn geti haldið áfram að stunda keppni? Eða ættu íþróttafélögin að tryggja sína menn og borga þetta sjálf á tímum niðurskurðar og skertr- ar þjónustu hins opinbera? í fyrrnefndum pistil varpaði ég fram „heildarlausn“ á vanda heilbrigðikerfisins sem virðist hafa farið fram hjá heilbrigðis- ráðherra. Þar sem ég geri ráð Fœkkum sjúklingum með því að endurskil- greina hugtakið. fyrir því að hann lesi þetta blað leyfi ég mér að birta hana aftur: Felst lausnin ef til vill í því að úthluta fólki ákveðnum „heilbrigðiskvóta" við fæðingu? Þannig fengi hver og einn í vöggugjöf svo og svo margar heimsóknir til heilsugæslulækn- is, vissar til sérfræðings, eina áfengismeðferð, eina stóra að- gerð - t.d. hjartaaðgerð - konur fengju þrjár barnsfæðingar (sem hægt væri að skipta út fyr- ir eina tæknifrjóvgun)... og svo framvegis. Þetta hlýtur að vera hægt að reikna út frá upplýs- ingum um nýtingu meðal-jóns- ins á heilbrigðiskerfinu. Menn gætu svo framselt, leigt eða gef- ið sinn kvóta. Til dæmis ef útséð væri um að viðkomandi þyrfti á áfengismeðferð að halda þá gæti hann selt sína meðferð eða gefið, allt eftir því hvernig hann væri innrættur, öðrum sem væri búinn með sinn kvóta. Ef einn ijölskyldumeðlimur væri áber- andi heilsulaus gæti hann nýtt kvóta ættingja sinna. Eða sótt um auka-kvóta vegna sérstakra aðstæðna. Það yrði eins með þennan kvóta og annan að hann gengi í arf. Við andlátið fengju erfingjar ónýttan kvóta og borguðu engan erfðaskatt af honum. Flokkur í útrým- ingarhættu Dagur-Tíminn spurði að því í gær hvort Kvennalistanum væri öllum lokið í íslenkum stjórnmálum? Fjórar kvennalistakonur urðu fyrir svörum og virtust þær allar sammála um að enn ætti Kvennalistinn mikið erindi í íslenskum stjórnmálum og myndi eiga um ókomin ár. En þrátt fyrir að kvennalista- konurnar taki því ljarri að flokkur þeirra sé að vingsast í einhverri erind- isleysu í pólitík- inni, þá fer ekki hjá því að hálfgerður útfar- artónn sé undirliggjandi í svörunum. Þannig mætti ætla að Málmfríður Sigurð- ardóttir hafi verið með minningargrein í huga þegar hún sagði: „Ýmsir hlutir hafa gerst í stjórnmálum og eiga eftir að gerast, sem aldrei hefðu átt sér stað ef Kvennalistinn hefði ekki komið til.“ Og það eitt út af fyrir sig að umræðan sé kominn það langt að Kvennalistakonur sjálfar líta á spurninguna sem eðlilega og svara henni af bestu getu, segir talsvert um pólitíska stöðu um þessar mundir. Og málið er vissulega víð- ar en í Degi-Tímanum því Kristín Ástgeirsdóttir er búi„ 1£ ln að lýsa því yfir í útvarpi að hún treysti sér ekki til að fullyrða hvort Kvennalistinn lifi fram yfir aldamót, þó hann muni vissulega lifa áfram í náinni framtíð. Dauðastríð Umræða af þessu tagi hefur sjaldan verið kölluð stjórn- málaumræða. Yfirleit er svona nokkuð kallað dauða- stríð stjórnmálaflokks, en dauðastríð geta vissulega verið langvinn og jafnvel tekið þau þrjú ár sem enn eru eftir til aldamóta. Ljóst er að Kvennalistinn sem slíkur mun ekki ganga inn í sameinaða jafnaðar- mannahreyfingu - ekki frek- ar en um helmingur þeirra sem í dag flokka sig sem jafnaðarmenn. Hins vegar er ljóst að það virðist lítið fram- haldslíf í Kvennalistanum óbreyttum, þannig að þörfin á að finna sér nýjan pólit- ískan líkama til að endur- holdgast í fer að verða ansi aðkallandi. Hinn nýi líkami þarf að vera þekktur fyrir annað en að prjóna sokka, hann þarf að vera hæfileg blanda af Testesteroni og Esterogeni, án þess þó að missa hið móð- urlega umhyggjueðli sem óneitanlega er áberandi hjá Kvennalistanum. Ákveðinnar kynskiptiaðgerðar er þörf. Hjörleifur vinnur verkið Spurningin er hvort ekki nægi að fá Iljörleif og einn eða tvo mjúka karla til við- bótar inn í Kvennalistann til að framkalla þessa kynskipt- ingu og gera gæfumuninn. Hjá Hjörleifi eru það um- hverfismálin sem mynda snertiflötinn við konurnar og þó fleiri menn í þinginu séu búnir að gefa sig út fyrir að vera grænir þingmenn koma þeir þó tæplega til greina. Árni Matthiesen t.d. dæmdi sig úr leik þegar hann fór að safna þessu mikla alskeggi sínu sem er hvergi nærri eins pent og skeggið hans Hjörleifs. Ólafur Örn Har- aldsson kemur ekki til greina heldur því hann er allt of tengdur Finni Ingólfs auk þess sem það er svo mikil karlmennska fólgin í því að ganga yfir Grænlands- jökul. En Hjörleifur er ágæt byrjun og því vill Garri ein- dregið gera það að tillögu sinni að Kvennalistanum verði bjargað með því að Hjörleifur gangi í flokkinn. Það má alltaf skýrskota til náttúrverndarmannsins í Hjörleifi ef hann er eitthvað tregur, og minna á að hann sé í raun að bjarga flokki í útrýmingarhættu.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.