Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 10

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 10
22 - Fimmtudagur 6. mars 1997 (lDagur-'2Ihrtrrat R A D E> I R F Ó L IC S I N S Lífið er mjólk! Jóhanna Halldórsdóttir skrifar Mér barst í hendur fyrir skömmu lítill pési, hvít- ur og grænn, frá upp- lýsingaþjónustu landbúnaðar- ins. Pessi pési hefur að geyma fjölbreyttar upplýsingar um landið og bóndann, framleiðslu og sölu búvara, verðmyndun, framkvæmdir og íjárfestingar í sveitum, hagstærðir ýmsar og samanburð við hin Norðurlönd- in. Pessi bæklingur hefur að mörgu leyti að geyma grátlegar upplýsingar, en afskaplega fróðlegar engu að síður. Mig langar til þess að stelast aðeins í brot af þessum upplýsingum, svona fyrir þá sem hafa gaman af tölum. Árið 1988 voru ríkis- útgjöld til landbún- aðar 9,30% en árið 1996 5,60%. Forvitni- legur lítill pési, takk fgrir hann! Ef við byrjum á fjölda íbúa á íslandi, voru árið 1901 17.732 íbúar í þéttbýli og 60.738 í strjálbýli (strjálbýli = minna en 200 íbúar), samtals gerir það 78.470 íbúa. 1. desember árið 1995 voru 245.669 íbúar í þéttbýli og 22.140 í strjálbýli, samtals 267.809 ibúar. Árið 1940 unnu 32% fbúa á íslandi við landbúnað, 14% við fiskveiðar, 21% við iðnað og byggingar og 33% við viðskipti, þjónustu o.fl. Þetta er hlutfalls- leg skipting mannafla eftir at- vinnugreinum og athygli mína vekur að í landbúnaði eru vinnuvikur eiginkvenna bænda „meðtaldar að hálfu, skv. venju Hagstofu íslands". (Þau þarna á Hagstofunni ættu að prófa eins og eina slíka vinnuviku!) Bústofninn Meðaialdur bænda á landinu árið 1995 var 51 ár (við í A- Hún. hjörum í 50 ár skv. þessu). Þá er aðeins um fjölda búQár. Árið 1970 voru 34.275 mjólkur- kýr á íslandi en 30.428 árið 1995. Sauðfé árið 1970 var 735.543, en árið 1995 458.341. Hross árið 1970 voru 33.472 talsins en 78.201 árið 1995. Svín 17-970 voru 667 en 3.726 árið 1995. Fleiri stærðir eru skráðar en ég læt þetta duga hér. Ætlar einhver að telja mér trú um að þessar fáeinu skepn- ur og örfoka bændur í sömu út- rýmingarhættu og skepnur þeirra (þeir eru um 4.500), séu plága á íslensku þjóðinni? Þið getið svo sem reynt, en ég er ekki alveg hætt. Eru lambakjöt og mjólk dýrar vörur? Sem sagt, beingreiðslur til bænda frá ríkinu eru 217,63 krónur, neytandinn greiðir 469 krónur og samtals gera það 686,63 kr. (DIA), fyrir eitt kíló af lambakjöti. Já, er lambakjöt dýrt? Við skulum bara kaupa okkur pitsu eða annað jafnhollt og nauð- synlegt og bera saman verð og gæði. Ég veit ekki við hvað fólk miðar þegar það talar um hátt verð á landbúnaðarvörum. En þið? Ilámarkssmásöluálagning er á nokkrum tegundum mjólkur- vara, s.s. mjólk og undanrennu, en að öðru leyti er smásölu- álagningin frjáls. Sem sagt, beingreiðslur til bænda frá ríkinu eru 25,79 krónur, neytandinn greiðir 68 kr. og samtals gera það 93,79 kr. fyrir einn lítra af mjólk. Hvað er beingreiðsla? Það eru greiðslur sem voru teknar upp í stað niðurgreiðslna frá og með 1.1.1993 og greiðast beint til bænda. Já, finnst ykkur mjólkin dýr? Það finnst mér ekki. Þið skuluð skoða kassakvittanir ykkar og sjá muninn á verðinu á mjólk og öðrum drykkjum, t.d. Coca Cola, sem mér skilst að sé út- breidd nauðsynjavara hér á landi. Ja, svo ég tali nú ekki um muninn á hollustu mjólkur og annarra drykkja. Hagtölur landbúnaðarins Framkvæmdir og fjárfestingar eru nær engar í sveitum núorð- ið, aðrar en smávegis endur- um 1992-1996 hefur hækkun vísitöluverðs verið svona: Bú- vörur háðar verðlagsgrundvelli 0,10% hækkun, innfluttar mat- og drykkjarvörur 8,30% hækk- un, innlendar vörur aðrar en í 1. og 2. 6,50% hækkun, inn- fluttar vörur (nýr bíll, bensín, varahl.) 29,8% hækkun, inn- fluttar vörur aðrar en 3. og 5. 8,10% hækkun, áfengi og tóbak 3,0% hækkun, húsnæðiskostn- Ætlar einhver að telja mér trú um að þessar fáeinu skepn- ur og örfoka bœndur í sömu útrýmingar- hœttu og skepnur þeirra (þeir eru um 4.500), séu plága á íslensku þjóðinni? aður 8,20% hækkun, vörur og þjónusta háð opinberum verð- ákvörðunum 11,60% hækkun og önnur þjónusta 20,20% hækkun. Vakti eitthvað sérstak- an áhuga ykkar í þessari upp- talningu? Bóndabeygjusamtökin Síðast langar mig til að nefna ríkisútgjöld til landbúnaðar sem hlutfall af heildarútgjöld- um ríkissjóðs. Árið 1988 voru ríkisútgjöld til landbúnaðar 9,30% en árið 1996 5,60%. For- vitnilegur lítill pési, takk fyrir hann! Kæru bændur. Við megum svo sannarlega vera stolt af at- vinnuvegi okkar, þá meina ég því sem frá okkur kemur, en ekki því sem að okkur er rétt. En þurfum við ekki að fara að hækka verðið á afurðum okkar svo við fáum eitthvert kaup og getum byggt upp glæsilega at- vinnugrein til framtíðar, í stað þess að deyja svona hægt og ró- lega út? Er þetta ekki spurning um að taka málin í okkar eigin hend- ur, vera ekki alltaf að bíða eftir að „einhverjir aðrir" geri það fyrir okkur. Þessir „einhverjir aðrir“ ætla nefnilega ekkert að gera, geta jafnvel grætt eitthvað smávegis á innflutningi búvara, og ég veit ekki alveg hvað Bændasamtökin ætla að gera, hef ekkert séð um framtíðar- plön þeirra fyrir bændur nýlega á prenti, bara heyrt einhvern barlóm. Spurning hvort þau hefðu ekki bara átta að heita „Bóndabeygjan“? Bændur eru jú bændum ...!? Með ádeilukveðju úr Blöndu- dalnum, Jóhanna Halldórsdóttir. Árið 1970 voru 34.275 mjólkurkýr á íslandi en 30.428 árið 1995. bætur á gömlum úr sér gengn- um byggingum. Nýbyggingar teljast til stórtíðinda og fjárfest- ingar litlar sem engar víða. Ár- ið 1995 lánaði Stofnlánadeild landbúnaðarins kr. 1.508.464.000 og þar af kr. 1.972.636.000 til „lausaskulda- lána“. í þessum litla pésa sem heitir „Hagtölur landbúnaðarins 1996“ er að finna upplýsingar um nýbyggingar á árunum 1945-1995 og aragrúa af upp- lýsingum um aðrar greinar landbúnaðar en þær sem ég hef lagt áherslu á, s.s. fiskeldi, loð- dýrarækt, framleiðslu grænmet- is og garðávaxta o.s.frv. Hér er aðeins stiklað á tölum. Tölurn- ar segja okkur nú ýmislegt, ekki satt? Þó þær megi sveigja og rangtúlka og búa til skökk línurit hverjum og einum í hag. Það kemur kannski einhverjum á óvart að á árun- JVLcinfieunid * 9 Skóreimar geta farið alveg ferlega í taugarnir á meinhorninu og þá sérstaklega þegar þær eiga það til að slitna þegar minnst varir. Þótt trosn- aðar reimar séu til marks um að álagið sé að verða þeim ofviða, þá er alveg glórulaust af þeim að slitna þegar síst skyldi. Sama er uppá teningnum þegar tölur eiga í hlut. Á dögunum sýndi meinhornið nýja hlið á sér og hjálpaði kunningja sínum að flytja í nýtt húsnæði. Við verklok kom í ljós að ein talan á jakka meinhornsins hafði flúið af vettvangi, öll- um til mikiflar armæðu. Þótt snjórinn geti verið góður til síns brúks, þá er hann skaðræðisskepna þegar hann tekur uppá því að hylja glerhála svellbunka. Á því hef- ur margur maðurinn fengið að kenna að undan- förnu með tilheyrandi meiðslum. Enga vanmetakennd í opinberri heimsókn sinni um fsaíjarðarsýslur á liðnu hausti sagði herra Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslands, að óþarfi væri fyrir Vestfirðinga að vera haldn- ir neinni vanmetakennd gagnvart því fólki sem aðra landshluta byggði. Slík væri fjarskiptatækni nútím- ans, mörg sambærileg tækifæri gæfust, burtséð frá búsetu. Margt væri til vitnis um þessa staðreynd. Því ættu Vestfirðingar að bera höfuðið hátt. Þegar þessi orð voru sögð þótti ekki annað tilhlýðilegt en kinka kolli góðlátlega og segja að þetta væri mikið rétt, en vera í laumi á allt annarri skoðun. Telja Vest- firðina altjend vera mesta útnára íslands, hvað sem öllum tækninýjungum líð- ur. Horft til Jóns forseta En auðvitað var þetta hár- rétt hjá forsetanum. Fólk getur á mörgum sviðum gert það gott, burtséð frá staðsetningu og búsetu sinni, ef það hefur aðgang að stórkostlegri ijarskipta- tækni vorra tíma. Þannig nefni ég hér til gamans að í blaðinu í gær birtist frá- sögn af útgáfustarfi Ilall- gríms Sveinssonar á Hrafnseyri við Arnarfjörð. Hallgrímur hefur ýmsar fyrirætlanir á prjónunum, meðal annars að alþjóða- væða frelsishetjuna Jón Sigurðsson, forseta. „Fram kom í fréttum að Græn- lendingar horfa nú til þess að slíta endanlega tengsl sín við Dani. Þeir sem eru í forsvari fyrir sjálfstæðis- hreyfingu þeirra, sögðust mundu horfa til sjálfstæðis- baráttu íslendinga sem fyr- irmyndar. í því efni komast þeir ekki hjá því að kynna sér sögu Jóns Sigurðsson- ar,“ sagði Hallgrímur í Degi-Tímanum í gær. Svona eiga sýslu- menn að vera Hallgrímur á Hrafnseyri hefur í hyggju að gefa ævi- sögu Jóns forseta út á grænlensku, norsku, sænsku, færeysku, finnsku, þýsku og fleiri tungumál- um. í þessu útgáfustarfi nýtir hann sér stórkostlega íjarskiptatækni samtímans. Jón er hka kominn á Alnet- ið. Hrafnseyri er orðinn miðjupunktur í útgáfustarfi og stendur Hallgrímur Sveinsson menningarelítu höfuðborga heimsins þar fyllilega á sporði. Að standa svona að verki er hið besta mál, eða eins og einhver sagði um röggsam- an náunga í borðagylltu úníformi: Svona eiga sýslu- menn að vera. Umsjón: Sigurður Bogi Sœvarsson.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.