Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 8

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 8
Kennari sem œfir bardagalist víkinga „Þetta er fyrst og fremst áhugi á víkingatímabilinu. Ég hef haft áhuga á því frá því ég var krakki. Ég var alinn upp á íslendingasögunum hjá ákaf- lega sagnfróðum afa sem kunni heilu bækurnar. Persónur ís- lendingasagnanna voru ljóslif- andi fyrir honum. Ég held að ég hafi tekið þetta í arf frá honum. Ég hef samt aldrei verið öfga- fullur víkingur," segir Haf- steinn. Fengið tilboð frá Svíþjóð Hafsteinn er fyrirliði fyrsta ís- lenska bardagaflokksins sem byrjað hefur að æfa bardaga- list. Vikingarnir eru um tíu tals- ins og æfa þeir eina kvöldstund í viku í Hafnarfirði. Meiningin er að þeir sýni leikni sína á vík- ingahátíðinni í sumar og berjist við erlenda víkinga, til dæmis í einhverjum sögufrægum bar- daga. Þeir hafa fengið tvo er- lenda þjálfara til landsins, frá Bretlandi og Danmörku, til að þjálfa sig upp og tilboð um að berjast á víkingahátíð í Svíþjóð í sumar. „Nútíma víkingamenning er mjög alþjóðleg. Það eru mörg víkingafélög í Evr- ópu og mörg hundruð, ef ekki þúsundir, manna í Bretlandi, Danmörku, Þýskalandi og víðar sem eru tengd þessu. Á vík- ingahátíðinni fyrir tveimur árum kynntist ég mörgu af þessu fólki," segir Haf- steinn og bætir við að Jó- hannes í Fjörukrármi hafi haft áhuga á að koma upp víkingaflokki og fengið þjálfara hingað til lands. Smám saman hafi það svo vafíst utan um sig.’ Hugmyndin er að skemmta fólki -í hverju felast æfingarnar? „Við erum að æfa það að fara með mismunandi vopn af öryggi," svarar Hafsteinn og Hafsteinn Pétursson kennari erfyrirliði manna sem œfa bardagalist víkinga. Hann segir að hugmyndin sé að skemmta fólkl bendir á að vopnin séu alvöru- vopn en bitlaus, að vísu. Hann bendir á að ákveðnar öryggis- reglur séu í gildi núna þó að auðvitað hafi engar öryggisregl- ur verði í gildi í gamla daga. „Hugmyndin hjá okkur er ekki að drepa heldur að skemmta þannig að við reynum náttúrulega að tryggja öryggi þátttakenda. Það er ekk- ert gaman að drepa einhvern," segir hann. Víkingaflokkurinn æfir sig með axir og sverð úr stáli, hnífa og spjót og skjöld en ekki boga —---------* »,r trm* smiÖa <™™°SVerðÍn enda eru það víst ótryggari vopn. Hafsteinn segir að ágætt sé að víkingarnir hafi gott út- hald en ekki þurfi þeir að vera heljarmenni að burðum þó að auðvitað geti vopnin verið mjög þung, sérstaklega hringabrynj- an sem getur verið allt að 16 kfió. Vopnin keypt frá útlöndum „Mitt sverð er þyngsta sverðið og mér líkaði það nú eiginlega ekki. Það er 1200 grömm. Hin sverðin eru allt niður í 1080 grömm þannig að sverðin eru ekkert rosalega þung,“ segir hann og viðurkennir: „Þetta safnast þegar saman kemur.“ Enn hefur enginn fslend- ingur treyst sér til að smíða víkingasverðin þannig að víkingarnir verða að kaupa þau frá vopnasmiðjum Bretlandi og Danmörku. Hin vopnin eru innlend og sum heimasmíðuð, allt eft- ir hagsýni og dugnaði eig- endanna. Hafsteinn segir til dæmis að spjótið geti verið úr garðhrífu eða stunguskóflu og öxina megi Myndir. Pjetur kaupa fyrir- lítinn pening í BYKÓ eða Húsasmiðjunni og laga að vfkingatímanum. Sérsaumað úr ull eða hör Víkingaflokkurinn hefur smám saman verið að koma sér upp Fyrsti íslenski víkinga- flokkurinn sem œfir bar- dagalist frá víkingatím- anum œfir reglulega einu sinni í viku. Flokk- urinn mun skemmta fólki á víkingahátíðinni í Hafnarfirði í sumar og hefur fengið tilboð um að sýna í Svíþjóð í sumar. nauðsynlegum útbúnaði, bæði vopnum og klæðnaði og eru þeir komnir mismunandi langt í því. Þeir hafa látið sauma á sig buxur, kyrtil og skyrtu og jafn- vel skikkju úr ull eða hör. Þá Hafsteinn Pétursson lifir tvöföldu h'fi. Á daginn er hann kennari og á kvöldin skiptir hann um ham, fer í víkingabúning og æfir bar- dagalist ásamt öðrum kennara, húsgagnasmið, skósmið, vél- virkjum og ýmsum öðrum. Allir eiga þessir menn það sameigin- legt að vera áhugamenn um víkingatímabilið og menningu víkinga. En hvað fær kennara til að æfa bardagalist víkinga? Hafsteinn verður fyrir svörum.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.