Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 3
JDbgur-'ðRmimt Fimmtudagur 6. mars 1997- 15 MENNING OG LISTIR Margrét Vilhjálmsdóttir og Baltasar Kormákur í hlutverkum sínunu Margrét leikur Maggie, sterku konuna og rödd skynseminnar en Baltasar er þessi þunga persóna sem er svo algeng hjá Tennessee Williams. Mynd: Pjetur Köttur á heitu blikkþaki Margir þekkja kvikmyndina með Elísabetu Taylor og Paul Newman, en höfundurinn var aldrei sáttur við þáfegruðu uppfœrslu, Leikritið Köttur á heitu blikkþaki eftir Tennessee Williams verðurfrumsýnt í Þjóðleikhúsinu íkvöld, ífyrsta sinn ííslensku atvinnuleikhúsL Tennessee Williams er lík- lega vinsælasti leikrita- höfundur Bandarfkjanna fyrr og síðar enda umdeildur á meðal fræðimanna. Vafalaust má rekja vinsældir leikrita á borð við Sporvagninn Girnd, Glerdýrin og Kött á heitu blikkþaki til þess hversu óhikað Williams beitir aðferðum kvik- mynda og útvarps auk þess sem hann notfærir sér ameríska jass- og alþýðutónlist. Síðast en ekki síst er það talmál hins almenna manns á götum stórborganna sem einkenna verk Willliams. Leikrit hans gerast oftast í Suðurríkjunum á 4., 5. og 6. áratugn- um en persónurnar þrá fortíðina. Oft snýst fléttan um þá stað- reynd að fortíðin sem var, er engu betri en nútíðin sem er. Nútíð- in er sársaukafull en skánar þegar búið er að breyta henni í ímyndaða fortíð. Hin dramatíska spenna í verkum Williams er kynferðisleg þar sem dýrsleg hvöt er iðu- lega falin á bak við nánast gagnsæjan legrar siðsemi. hjúp kven- Að dreyma um veröld sem var Lífssýn Tennessee Williams þunglyndisleg og svartsýn er en lífskraftur persónanna gerir þeim kleift að komast af vegna hæfileikans að horfast ekki í augu við raunveruleikann. Þetta eru margslungnar og óareiðanlegar persónur sem leikstjóranum Hallmari Sig- urðssyni finnst gera verkið verulega spennandi. „Persónur verksins eru mót- sagnakenndar, bæði í því sem þær segja hver um aðra og ekki síður um sjálfa sig, nákvæm- lega eins og í lífinu sjálfu. Vegna þessa er ekki hægt að greina verkið með óyggjandi hætti í eitt skipti fyrir öll og það er það sem gerir það ögrandi fyrir leikstjóra og leikara. Um leið og persónurnar eru óað- J^5i^teö^'*^^-*í- gengilegar fyrir þessa sök gefa þær manni býsna mikið frelsi til eigin sköpunar." „Maggie, kötturinn sem leikritið dregur hálfvegis nafn af, er haldin þeirri náttúru kattarins að koma alltaf standandi niður, sama á hverju gengur." Það er Baltasar Kormákur sem leikur Bricks sem verkið snýst að verulegu leyti um. Föð- ur hans leikur Erlingur Gíslason og titil- hlut- yerkið, sem að sögn Hallmars er að mörgu leyti talin jákvæð- . asta persóna Tennesee Williams, er Maggie og hana leikur Margrét Vilhjálms- dóttir. „Maggie, kötturinn sem leik- ritið dreg- ur hálf- vegis nafn af, er haldin þeirri náttúru katt- arins að koma alltaf standandi niður, sama á hverju gengur. Hún stefnir alltaf fram á við og kannski eru vinsældir verksins einmitt þessu að þakka." Glassúr-útgáfan frá 1958 Hallmar segir að það hafi oft staðið til að setja upp Kött á heitu blikkþaki en einhverra hluta vegna hafi það ekki orðið fyrr en nú. „Þetta er án efa vin- sælasta verk Tennessee en hér- lendis hefur atvinnuleikhús ekki sett verkið upp. Ef ég man rétt var það leikfélag Sauðár- króks sem sýndi leikritið fyrir nokkrum árum og þá í þýðingu Örnólfs Árnasonar og í leik- stjórn Andrésar Sigurjónsson- ar." Þegar talið berst að hinni frægu kvikmynd segir Hallmar að höfundurinn hafi nú alltaf verið ósáttur við þá fegruðu út- gáfu af átökunum og umfjöllun- arefninu sem leikritið býr yfir. „Til eru sögur um að hann hafi farið í biðraðir fyrir framan kvikmyndahúsin og bent fólkinu á að fara eitthvað annað, hvað sem til er í því. -En við tökum að sjálfsögðu ekkert mið af þessari uppfærslu. Það eru til tvær útgáfur af lokaþætti leik- ritsins og að einhverju leyti not- um við þann þátt sem notaður er í frumuppfærslunni en við túlkunina sækjum við vissar hugmyndir til fyrstu gerðar Williams af þessum þætti. Það var að sögn Williams faðir hans sem á nafnið. „Ed- vina," var hann vanur að segja, „þú gerir mig jafn órólegan og kött á heitu blikkþaki." -mar

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.