Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 2
14 -Fimmtudagur 6. mars 1997
NEYTENDALÍFIÐ í LANDINU
íDagur-^mmm
Mataræði fitufælinna
Áróðurinn gegn fitu virðist aldrei œtla að taka enda.
Að vísu kviknaði smá von eftir að vísindamenn fundu
fitubrennslugenið fgrir skömmu. En þeir gefa sér nokkur ár
til að búa til sameind sem getur örvað genið og á meðan
verðum við að fylgjc hefðbundnum leiðum til að halda
fitulaginu í skefjum, þ.e. með því að minnka fituát.
Hér koma nokkur hollráð fyrir hinafitufœlnu....
Matseld heima
Sé dregið úr notkun á fitu eða olíum í
matseld er erfitt að ná venjulegu bragði
og áferð matvælanna, auk þess sem
hætta eykst á því að þau brenni við. Fólk
þarf að gera tilraunir með nýja tækni og
uppskriftir eigi að takast að framreiða
fitusnauðar máltíðir sem eitthvað er var-
ið í.
í stað þess að treysta á fitu til að
framkalla bragð er hægt að nota ferskt
krydd, lauk, hvítlauk, blaðiauk, bragð-
bætt edik og hágæða sinnep. f stað þess
að snöggsteikja lauk, gulrætur og aðrar
jurtir í lítilli fitu má ná fram sterku
bragði með því að sjóða þær hægt í eigin
safa á lokaðri pönnu. Koma má í veg fyr-
ir að blandan kekkist með því að bæta út
í dálitlu vatni, kjötkrafti, víni eða ávaxta-
safa á meðan. Gufusuða er góð leið til að
varðveita næringarefni óskemmd og
halda náttúrulegu bragði í grænmeti og
garðávöxtum, kjúklingakjöti og fiski. A
eftir má pensla réttinn með bragðolíu
eins og valhnetu- eða basil-ólífuolíu.
Auðvelt er að skipta um hráefni ýmiss
konar í bakstri, matargerð og sósum til
að draga úr fituinnihaldi. Margs konar
jurtamauk, fitulítill ostur og léttmjólkur-
afurðir geta komið í stað fituríkra efna
og maturinn haldið áferð og bragði.
Á veitingastöðum
Neytendur geta lært að panta fiturýra
kínverska, mexíkóska og ítalska rétti á
matsölustöðum sem hallir eru undir
feitinotkun. Almenna reglan er sú að
halda sig við rétti sem eru glóðarsteiktir,
grillaðir, ristaðir, bakaðir, gufusoðnir
eða soðnir í vatni, en forðast rétti sem
eru steiktir, djúpsteiktir og stökkir. Biðjið
um grænmeti og jarðávexti með jurta-
kryddi í staðinn fyrir smjör, bakaðar
kartöflur í staðinn fyrir franskar og
pönnukökur með ávöxtum eða jógúrt.
Á skyndibitastöðum er hagstæðast að
snæða samlokur með grilluðum kjúk-
lingum eða léttsteiktu nautakjöti, græn-
metissalat með fiturýrri sósu og venju-
legan hamborgara. Hægt er að halda
fituríkum réttum í skefjum með því að
sleppa majonesættuðum sósum og osti,
flysja húðina af kjúklingunum og fara
varlega í ídýfurnar.
Á kínverskum stöðum er skynsamleg-
ast að fara að eins og Kmverjarnir sjálf-
ir, nota lítið af kjöti og grænmeti ofan á
hrúgu af gufusoðnum hrísgrjónum og
bæta við súpum og soðnum hveitibollum.
Varast ber þar eggjarúllur, steiktar núðl-
ur og rifjasteik. Á mexíkóskum veitinga-
húsum skal panta bakaðar eða gufu-
soðnar maískökur (tortilla) sem undir-
stöðu eða í staðinn fyrir maískökuflögur.
Notið salsa frekar en sýrðan rjóma, gu-
acamole eða ost. Biðjið um að kjúklingar
séu steiktir í lítilli eða engri olfu. Á
ítölskum stöðum á að láta glóðarsteikja
eða grilla kjöt og fisk í staðinn fyrir að
láta matreiða það í deigi, pönnusteikja
eða djúpsteikja. Veljið sósu sem byggð er
á skeljum eða tómötum í staðinn fyrir
rjómasósur til að bragðbæta pastað. Á
matseðlum „nýja eldhússins" á frönsk-
um stöðum eru yfirleitt sósur úr kjöt-
soði, með kjötkrafti eða kryddi sem eru
fitusnauðari en tíðkast í hefðbundinni,
franskri matargerð. Skynsamlegra er að
byrja á tæru kjötseyði eða gufusoðnum
skelfiski heldur en paté eða kartöflu- og
blaðlaukssúpu. Veljið léttar kássur, kjöt
með vínsósu eða glóðarsteiktan, vatns-
eða gufusoðinn fisk.
Sóttu og
löguðu keðjuna
á 50 mínútum
Eignmaður hér í
bæ gladdi
konu sína með
dýrindis úri á
nýársnótt. Kon-
an var himinlif-
andi, enda úrið
fallegt og svo dýrt
(um 60.000 kr.) að
henni fannst úlnliðurinn vart nógu
fagur til að bera þetta úrverk. Hún
ákvað samt að nota úrið, en þó ein-
ungis við vel valin tækifæri.
Svo gerist það að þeim hjónum
er boðið í fer-
tugsafmæli sem
byrja átti um
hádegi sfðasta
laugardag. Á
fóstudags-
kvöidinu slitn-
ar keðjan á
úrinu og
verður konan
eðlilega æva-
reið þar sem úrið hefur ekki setið á
handleggnum nema í samtals um 3
sólarhringa. Hún hringdi því í versl-
unina, Jón og Óskar á Laugavegin-
um, um leið og hún opnaði á laug-
ardagsmorgninum, þ.e. kl.10, og lét
vita af því að hún færi í veislu upp
úr hálf tólf.
Jón og Óskar brugðust skjótt við.
KI. 10.30 kom maður til að ná í úr-
ið. Kl. 11.20 var komið aftur með
það, keðjan orðin heil og konunni
gefinn ágætis penni í sárabætur. Og
þau hjón komust á réttum tíma í af-
mælið - með úrið á vel tilhöfðum
handleggnum.
Búa til verðmæti
úr íslensku hráefni
Eftir Tsjernobíl-slysið urðu jjalla-
grös í Evrópu ónothœf vegna
geislavirkni Þá fóru einkaaðilar að
flytja út íslensk fjallagrös í tonna-
tali á ári hverju íslenskfjallagrös
hf. á Blönduósi vilja hins vegar
nýta jurtina á „sjálfbœran“ eða
bara skynsaman hátt.
Fyrirtækið íslensk fjallagrös var
stofnað fyrir hálfu öðru ári m.a. til
að stöðva þennan útflutning á
óunnum fjallagrösum til Þýskalands og
Sviss þar sem þau hafa verið mjög eftir-
sótt í heilsuvörur. Vörurnar frá íslensk-
um fjallagrösum hafa selst mjög vel en
ekki hefur náðst að sporna gegn útflutn-
ingnum. Því eins og Ánna Rósa Róberts-
dóttir, grasalæknir hjá fyrirtækinu,
bendir á er meiri skynsemi í þvf að
vinna grösin hér. Rétt eins og menn vilja
fullvinna fisk hér á landi því hvort
tveggja eru takmarkaðar auðlindir.
íslensk fjallagrös hafa verið nýtt hér
á Iandi öldum saman. „Það voru lög í
Jónsbók um það að bændur mættu ekki
tína fjallagrös úr landi annarra, þetta
var það verðmætt. Grösin eru 5-10 ár að
vaxa á ný og því er mjög varhugavert að
tína grösin á sömu svæðunum. Hins veg-
ar er gott að grisja þau eins og með allar
jurtir. Það var alltaf gert hér áður fyrr.
Það var tínt óheyrilega mikið á hverju
ári en það var gert skynsamlega."
íslensk fjallagrös hf. fylgjast vel með .
tínslunni og herja ekki bara á eitt svæði
því bændur um allt land tína fyrir fyrir-
tækið.
Nýjar grasa-
afurðir
Stöðug vöruþróun er í
gangi hjá fyrirtækinu og
eru nú 3 ný krem að
koma á markað; sólar-
hringskrem sem mýkir og
nærir húðina, fótakrem
sem græðir sprungur á
fótum og hitakrem með
sterkum ilmolíum sem
eiga að hafa slakandi
áhrif á t.d. vöðvabólgu.
„Þessar vatnsleysanlegu íjölsýrur í
fjallagrösunum eru mjög góðar fyrir
húðina útvortis. í gamla daga voru grös-
in soðin í graut og sett í bakstur sem var
Iagður á húðina gegn útbrotum. Við er-
um bara búin að útfæra þá hugmynd í
kremum." Auk þess hafa starfsmenn sett
saman hylki með íslenskum íjallagrösum
og aðfluttum jurtum eins og ginseng,
sólhatti og engiferrót. Fjallagrös og gin-
seng hafa saman góð áhrif á orku og
einbeitingu en fjallagrös, sólhattur og
engifer styrkja ónæmiskerfið og er fyrir-
byggiandi fyrir kvef og flensu.
Fjallagrasasnafsinn
Fyrirtækið hefur framleitt fjallagrasasn-
afs sem hingað til hefur aðeins verið
seldur í litlum flöskum í fríhöfninni.
Anna Rósa segir fyrirtækið ekki hafa
lagt út í að selja litlu fiöskurnar í ríkinu
vegna hárra skatta sem hefðu orðið til
að 100 ml flaska hefði kostað þar um
1000 kr. (miðað við 500 kr. í fríhöfninni).
En nú er byrjað að tappa snafsinum á
500 ml flöskur og eru þær væntanlegar í
ríkið seinnipart sumars.
lóa
Fjallagrös voru gefin
forfeðrum okkar og
-mœðrum gegn öndunar-
fœra- og meltingar-
sjúkdómum, s.s. háls-
bólgu, asma, maga-
bólgum og höfðu einnig
laxerandi áhrif á hœgða-
tregðu. Fjallagrasaseyði/
mjólk þótti tilvalin fyrir
gamalmenni og börn sem
voru að stíga upp úr
langvarandi veikindum.
En auk þess vorufjalla-
grös notuð sem eins
konar eftirmatur, t.d. sem
fjallagrasahlaup með
jjóma út á.