Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Blaðsíða 11
^Dagur-'ÍEmTOm Fimmtudagur 6. mars 1997 - 23 FÍNA FRÆGA FÓLKIÐ Pocahontas og Græni Hjörtur Hún var innvikleruð í Hollywood, leiklistina, á foreldra úr leikarastétt og peninga. En hún féll fyrir indíána og býr nú hluta ársins á verndarsvœði Winnebago-indíánanna. Taryn Power, dóttir leikarahjónanna Tyrone Power og Lindu Christian, átti að baki 3 misheppnuð hjónabönd, 3 krakka og leikferil þegar hún féll fyrir William Greendeer (sem heitir raunar Ha-te-kummenth, þ.e. hjörturinn sem hleypur á móti vind- inum) árið 1992. Hann er indíáni. Þau giftust að sið ættbálksins og er Taryn heilluð af menningu þeirra. Um 5000 Winnebago indíánar búa á verndarsvæðinu þar sem hún eyðir öllu sumrinu, ásamt börnunum og móður sinni, en aðeins hluta vetrar og er himinsæl. Segist aldrei hafa hitt áður mann sem veiti henni jafnríka öryggis- kennd. „Ilann getur leyst öil vandamál sem upp koma.“ (Zótcvdífið Teitur Þorkelsson skrifar Samnmgur elskenda Flest ástarsambönd byggja á óskrifuðum reglum og hefðum sem elskendurnir ákveða á fyrstu vikum sam- bandsins. Þessar reglur eru að mestu ákveðnar í undirmeðvit- undinni, í flýti, án umhugsunar og yfirleitt algjörlega án aðstoð- ar hinnar köldu gagnrýni sem yfirleitt er kennd við skynsem- ina. f lögfræði er það jafnan gild ástæða til riftunar samn- ings ef annar aðilinn eða báðir hafa verið undir áhrifum áfeng- is eða lyfja við gerð og undir- skrift samninga. Þó ástaræði hafi ekki verið talin gild riftun- arástæða eru fyrstu vikur ást- arinnar þó alltaf líkastar draumi. Ekkert í fari hins getur angrað hinn ástfangna, menn dást jafnvel að verstu ósiðunum í fari þessarar nýju manneskju. Og það er á þessum fyrstu vik- um ástarsambandsins sem samningurinn á milli þessara tveggja einstaklinga er endan- lega ákveðinn og undirritaður. Þegar maður er í þessari vfmu ástarinnar, annarlegu ástandi sem slær út áhrif bestu gleði- pilla læknavísindanna. Þið eld- heitu elskhugar, verið varkár þessa fyrstu og hættulegu daga. Ef þið færið hinum aðilanum morgunmatinn í rúmið þá þurf- ið þið að gera slíkt hið sama þar sem eftir er. Ef þið gerið það ekki er hætta á því að þið verðið sökuð um ástleysi eða svik í fyllingu tímans. t. William stoltur yfir bráð dagsins. Taryn er jafnvel enn hrifnari af menningu Williams en hann sjálfur. „Hann segir að ég ídealíseri fólkið hans.“ Taryn eignaðist Hvíta Stjörnu á síð- asta ári og innsiglaði þar með þetta hjónaband-Ho-Chunk indíán- ans og Hollywood-leikkonunnar. Virðist ekki mjög hlýlegt en þetta valdi Taryn - reyndar bara hluta ársins. Taryn segist ekki hafa átt erfitt með að laga sig að lifnaðar- háttum ættbálks eiginmannsins en tvö eldri börn hennar, Tony 13 ára og Valentína 11 ára, eru ekki eins hrifin. Þess vegna býr Taryn megn- ið af vetrinum í Los Angeles með börnunum en William býr í tjaldinu allan ársins hring. Freyvangs- leikhúsið Sýnum firna fyndinn gamanleik: „Meb vífib í lúkunum" eftir Ray Cooney Leikstjóri: Hákon Waage 6. sýning fimmtud. 6. mars kl. 20.30 7. sýning föstud. 7. mars kl. 20.30 8. sýning laugard. 8. mars kl. 20.30 9. sýning fimmtud. 13. mars kl. 20.30 10. sýning föstud. 14. mars kl. 20.30 Mi&apantanir í síma 463 1193 inilli kl. 18 og 20. A öbrum tíma í síma 463 1196 (símsvari) ÞJÓDLEIKHÚSID Stóra sviðið kl. 20.00 KÖTTUR Á HEITU BLIKKÞAKI eftir Tennessee Wiliams FRUMSÝNING í kvöld, fimmtud. 6. mars. Uppselt 2. sýn. miðvikud. 12. mars. Uppselt 3. sýn. sunnud. 16. mars. Örfá sæti laus. 4. sýn. fimmtud. 20. mars. Uppselt. ÞREK OG TÁR eftir Ólaf Hauk Símonarson Föstud. 7. mars. Nokkur sæti laus. Fimmtud. 13. mars. Næst síöasta sýning Sunnud. 23. mars. Siðasla sýning VILLIÖNDIN eftir Henrik Ibsen Laugard. 8. mars. Örfá sæti laus. Föstud. 14. mars. Uppselt. Laugard. 22. mars. KENNARAR ÓSKAST eftir Ólaf Hauk Símonarson Sunnud. 9. mars Laugard. 15. mars. Nokkur sæti laus. Föstud. 21. mars, Síðustu sýningar LITLI KLÁUS OG STÓRI KLÁUS eftir H.C. Andersen Laugard. 8. mars kl. 14.00. Sunnud. 9. mars kl. 14.00. Nokkur sæti laus. Laugard. 15. mars kl. 14.00. Uppselt. Sunnud. 16. marskl. 14.00. Smíðaverkstæðið kl. 20.30 LEITT HÚN SKYLDI VERA SKÆKJA eftir John Ford Laugard. 8. mars. Uppselt. Sunnud. 9. mars. Örfá sæti laus Laugard. 15. mars. Uppselt Föstud. 21. mars Laugard. 22. mars Athygti er vakin á að sýningin er ekki við hæfi barna. Ekki er hægt að hleypa gcstum inn I salinn eftir að sýning hefst. Litla sviðið kl. 20.30 í HVÍTU MYRKRI eftir Kari Ágúst Úlfsson Aukasýning á morgun föstud. 7. mars. Nokkur sæti laus Ekki er hægt að hleypa gestum inn í salinn eftir að sýning hefst. Miðasalan er opin mánudaga og þriðjudaga kl. 13-18, frá miövikudegi til sunnudags kl. 13-20 og til 20.30 þegar sýningar eru á þeim tíma. Einnig er tekið á móti símapöntunum frá kl. 10 virka daga. LEIKFÉLAG AKUREYRAR Kór Leikfélags Akureyrar Kossar og kúlissur Laugard. 8. mars kl. 20.00. Föstud. 14. mars kl. 20.00. Laugard. 22. mars kl. 20.00. Athugið breyttan sýningartíma. Afmælistilboð Miðaverð 1500 krónur. Börn yngri en 14 ára 750 krónur. Miðasalan er opin alla virka daga nema mánud. kl. 13.00-17.00 og fram að sýningu sýningardaga. Símsvari allan sólarhringinn. Sími í miðasölu: 462 1400. ^Dagxtr-'^Itnmm - besti tími dagsins! _________________I i

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.