Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Side 6

Dagur - Tíminn Akureyri - 06.03.1997, Side 6
18 - Fimmtudagur 6. mars 1997 jDagur-Chtnmt STEFNUR O G STRAUMAR Yngstu börnin ogleikskólinn Málþing um yngstu börnin á leikskólan- um veröur haldið í Glerárkirkju á Akur- eyri nœsta laugardag. Fyrirlestrarnir standa flestir í tengslum við þá breyt- ingu að leikskólarnir taki inn eins árs gömul börn en hingað til hefur verið miðað við tveggja ára aldurinn. Aldrei of snemmt að læra að læra Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt málþing er haldið á Akureyri og segir Hrafn- hildur Sigurðardóttir leikskóla- kennari að nú þegar sé orðið yfirfullt. „Það er margt áhuga- vert sem kemur þarna fram og m.a. verður kynnt rannsókn sem birtir óskir yngstu barnanna á leikskólunum. Það er ijóst að við hér á Akureyri horfum fram á að fara að taka inn eins árs gömul börn og ég held að sú sé almennt þróunin í sveitarfélögunum. “ Ilrafnhildur segir Akureyrar- bæ vel settan í leikskólamálum og í stakk búinn til að sinna biðlistunum. „Núna er t.d. búið að senda út tilkynningu um að öll börn fædd árið 1995 komist að á leikskóla á Akureyri á ár- inu.“ -mar Guðrún Alda Harðardóttir *■ skrifar Margir þekkja kenningar Bowlby varðandi tengsl móður og barns um að ungt barn beri skaða af því að fara frá móður. Innan þroska- sálfræði í dag er ekki aðeins Leikimir Allir leikskólakennarar kannast við þau viðbrögð hjá foreldrum/forráða- mönnum barna, að þeim finnst barnið of ungt að byrja leik- skóladvöl ársgamalt eða á öðru ári, hann er of ungur, hún er svo lítil. Þetta eru mjög eðlileg viðbrögð hjá foreldrum. Það er erfitt að horfa á litiu krflin bjnrja að feta sig út í hinum stóra heimi svona ung. Á leik- skólum er starfið sniðið með þarfir barnsins í huga, þar gefst því tækifæri til fjölbreyttra at- hafna og ieikja í öruggu um- hverfi, undir leiðsögn fag- menntaðs fólks. Þar gefst tæki- færi til að spreyta sig, sýna sig og sjá aðra. Mikil athyglisþörf Barn á öðru ári hefur mikinn áhuga á umhverfi sínu, það er komið á fæturna og sér heiminn í nýju ljósi og það er margt sem þarf að skoða. Það öðlast sjálf- stæði með því að takast á við umhverfí sitt á margvíslegan hátt. Barn er mjög sjálflægt á þessum aldri og sér heiminn eingöngu út frá sér og sínum þörfum. Athyglisþörfin er alls- ráðandi og það þekkjum við sem vinnum með ung börn að veita þarf hverju og einu þeirra persónulega athygli. Jafnframt því sem sjálfstæði barnsins eykst með auknum þroska, verður það einnig félagslyndara og hefur mikla ánægju af að umgangast önnur börn. Þessi samskipti eru mikilvæg þroska barnsins en kalla einnig á árekstra þeirra í millum. Að sleppa barninu í sjálfum sér svolítið lausu getur skipt sköpum í barnahópnum segir ma. í greininni. Klaufaleg kríli Börn 1-3 ára eru mjög virk likamlega, þau hlaupa á hvað sem fyrir verður og gera sér lítt grein fyrir sér og öðrum í rým- inu. Athafnir þeirra eru oft ýkt- ar, þau eru klaufaleg og það sem á að vera leikur og gaman við annað barn endar oft í gráti og gmstran tanna. Á þessu aldursskeiði hefur barnið mikla þörf fyrir hand- leiðslu fullorðinna, sem leiðir það af öryggi og festu í gegnum þetta völundarhús félagslegra og tilfínningalegra samskipta. En jafnframt því að vera leið- beinandi og veita barninu ör- yggi þarf leikskólakennarinn einnig að vera félagi barnsins og fyrirmynd. Takið þátt í leiknum Að leika sér við lítið barn á þess forsendum og sleppa barn- inu í sjálfum sér svolítið lausu getur skipt sköpum x' barna- hópnum. Þegar allt virðist kom- ið í upplausn er oft nóg að setj- ast á gólfið hjá þeim og taka þátt í leiknum, þá finna þau ör- yggi og þau finna einnig að það er borin virðing fyrir þeim og leik þeirra. Allt starf á leikskóla gengur fyrst og fremst út á það að öll- um líði vel, börnum, foreldrum og starfsfólki. Að allir hafi nóg að gera og skemmti sér við verkefni sín. Hvert og eitt barn á að fá að njóta sín sem ein- staklingur í gegnum leikinn sem er kjarninn í leikskólaupp- eldinu. Og ekki má gleyma það það á að vera gaman í leikskól- anum. Við skemmtum okkur allavega ágætlega. Leikskólakennarar í Bjarnahúsi á Ilúsavík. einblínt á samband móður og barns, heldur einnig samband þess við föður, systkini og vini. Barbara Tizard félagssálfræð- ingur telur að allt frá fæðingu tengist barnið umfangsmiklu félagslegu neti, þar sem sam- band móður og barns sem að- eins hluti af netinu. Tizard gagnrýnir kenningu Bowlby en telur jafníramt að það hafi ver- ið rétt og mikilvægt hjá honum að einblína á tengslin en það sem hann hafi gert rangt sé að draga aðeins fram tengsl móð- ur og barns sem þau mikilvæg- ustu. Rudolf Schaffer hefur unnið að mörgum rannsóknum um ung börn. Hann lelur að þroski barna sé svo samþjappaður af mörgum áhrifaþáttum að jafn- vel þurfi að athuga hvort sál- fræðin hafi lagt of mikla áherslu á mikilvægi foreldra fyrir þroska bairns. Öll reynsla sem ungt barn öðlast, fiytur barnið með sér inn í næstu reynslu, sem hefur síðan áhrif á það hvernig sú reynsla verður. Þetta er óendanlegt mynstui'. Það er óumdeilanlegt að for- eldrar eru aðaluppalendur barna sinna og bera megin ábyrgð á uppeldi þeirra. Engin uppeldis- og menntastofnun kemur þar í stað. Heimili og skóli bæta hvort annað upp, hvorugt kemur í stað hins. Leikskólauppeldi er og á að vera viðbót við foreldrauppeldi. Hvernig leikskóli? Bengt Erik Andersson hefur unnið langtímarannsókn á því hvernig börnum sem höfðu ver- ið í leikskóla gekk síðan í grunnskóla. Börnunum var fylgt eftir til 13 ára aldurs. Nið- urstöður rannsóknarinnar sýna að því yngri sem börnin byrj- uðu í góðum leikskóla því betur gekk þeim í grunnskóla. Börn sem byrjuðu eins árs í leikskóla komu best út bæði í félags- og þekkingarlegri færni. Anne Stonehouse hefur gert sér í hugarlund hvernig gott starf í leikskóla yngri barna liti úr, úrfrá sjónarhóli 0-3 ára barns: Óskalisti. . . . . . 0-3ja ára barns um leik- skólann sinn. ■ Ákveðnir einstaklingar eru alltaf hér, þó svo að þeir séu ekki alltaf til staðar, en annað fólk kemur og fer. ■ Fólk þekkir mig og sérkenni mín. Það sem mér líkar og mis- Heimili og skóli bœta hvort annað upp, hvorugt kem- ur í stað hins. Leik- skólauppeldi er og á að vera viðbót við foreldrauppeldi líkar er virt eða viðurkennt. Komið er fram við mig sem sér- stakan, viðurkenndan og fullgild- an einstakling. ■ Ég hef eitthvað í leikskólanum sem ég á ein/n. ■ Stundum get óg verið út af fyr- ir mig, stundum með öðrum. ■ Stundum gerum við hluti sam- an, en við erum oft að vinna að eigin smá verkefnum. ■ Síðan ég fór að þekkja mig vel hér, þá er ég örugg/ur og líður vel gagnvart fólki. ■ Hér eru notalegar en fast- ákveðnar venjur sem eru sveigj- anlegar. Það verða ákveðnar breytingar í herberginu, hlutum og venjurn, en reynslan veitir mér öryggi og traust. ■ Umhverfið er Ijölbreytt, og það hvetur mig til að eiga frumkvæði að því að gera eitthvað. Hér eru margir fínir hlutir sem má bera hingað og þangað, og góðir staðir til að skríða inní og fela sig. Það er nóg pláss til þess að ég fái möguleika á að prófa hreyfingar sem ég var að læra. Hér hef ég nógan tíma til þess að gera það sem mig langar. Af ákveðinni ástæðu er ég stundum látin/n velja á milli alls þess sem um- hverfið býður upp á með fullorð- inn mér við hlið sem faðmar, kemur með tillögur og hefur áhuga. Ég er ekki trufluð/aður af óþarfa vegna einhvers sem þeim fullorðnu hefur dottið í hug. ■ í leikskóianum eru margir mis- munandi staðir þar sem ég get verið. ■ Stundum erum við inni, stund- um úti. ■ í leikskólanum má maður fara með dót og hluti á milli her- bergja. ■ Við gerum mismunandi hluti vegna þess að það er gaman eða vegna þess að það verður að gera þá. Við lærum og gerum hluti sem hafa tilgang. Fólk talar ekki við mig til þess að örva mál- þroska minn, heldur vegna þess að það hefur eitthvað að scgja mér. ■ Fullorðnir eru hér vegna þess að þeir vilja það! Höfundur er leikskólakennari.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.