Dagur - Tíminn Akureyri - 04.04.1997, Blaðsíða 1
Verið
viðbúin
vinningi!
^Dagur-^Iímtmi
LIFIÐ I LANDINU
FÖStudagur 4. apríl 1997 - 80. og 81. árgangur - 62. tölublað
Verið m
viðbúin
vinmngi! /fiTT)
Blcið
essa dagana er ég að
hnýta flugur fyrir sumar-
ið. Ég er sérlega ánægður
með fluguna sem ég hnýtti í 20
eintökum í gærkvöld. Ég held
að hún verði algjör sprengja í
sumar. Ég veit að þeir bíða í
röðum eftir að fá að taka
hana,“ segir Þorsteinn G. Gunn-
arsson, útvarpsmaður frá Akur-
eyri og framkvæmdastjóri sam-
takanna íþróttir fyrir alla.
Allir vita að Þorsteinn er úti-
vistarmaður mikill, útilegu-
garpur og skokkari en færri
vita að hann er
ástríðufullur
veiðimaður og
flinkur að
hnýta flugur.
Þorsteinn hefur
stundað stang-
veiði í rúm tutt-
ugu ár og hnýtt
flugur í frítíma
sínum síðustu
tíu ár. Hann er í
tveimur
„saumaklúbbum“, eins og hann
kallar það, þar sem félagarnir
hittast reglulega yfir veturinn
og hnýta saman. Þorsteinn not-
ar svo allan lausan tíma til að
sitja við eldhúsborðið heima og
hnýta flugur.
„Ég held að það séu 21 ár
síðan ég veiddi minn fyrsta fisk
á flugu í Vörðuflóanum í Laxá í
Mývatnssveit. Eftir það var ekki
aftur snúið,“ riíjar Þorsteinn
upp þar sem hann situr á skrif-
stofu íþrótta fyrir afla og skipu-
leggur sumarstarf samtakanna.
Hann er þegar
farinn að
skipuleggja
veiðiferðirnar í
sumar en slær
á létta strengi
og segist vera
smeykur við að
svara spurning-
um um þær því
að hann eigi eftir að leggja
planið fyrir konuna sína.
„Ég fer í Grenlæk að vanda,
líkast til oftar en einu sinni. Ég
fer norður í Laxá í Mývatnssveit
og hugsanlega í Laxárdalinn
líka. Ég ætla að veiða í Fljótá og
víðar þar sem ég finn bleytu,“
svarar hann.
-En skyldi Þorsteinn vera
fengsæll veiðimaður?
„Það skiptir ekki máli vegna
þess að þegár maður er búinn
að veiða í einhvern tíma og hef-
ur náð að gera stangveiði með
flugu að lífsstíl þá skiptir það
ekki máli hvað maður veiðir
marga fiska. Stundum getur
einn flskur yflr daginn gefið
manni jafnmik-
ið og tuttugu.
Það er oft
skemmtilegra
að veiða þegar
maður fær
minna og þarf
að hafa fyrir
því en þegar
hann sýnir við-
brögð við
hverju kasti."
Þorsteinn
kveðst hafa „veitt yflr sig“ fyrir
allnokkrum árum. Þá hafi hann
farið í veiðiferð þar sem hafi
verið „landburður af fiski“ og
„nánast þurft jeppakerru til að
koma aflanum í burtu,“ útskýr-
ir hann. Tilfinningin hafi verið
ofsalega skrýtin þegar hann
hafi horft á allan þennan afla
og hugsað með sér „Hvað var
ég að gera? Á ég eftir að borða
þetta allt saman?“ Þetta hafi
vakið margar grundvallar-
spurningar um eðli stangveið-
innar og siðferði veiðimannsins.
Magnskyn hafi
gjörbreyst.
Þorsteinn er
einna kunnast-
ur fyrir störf
sín á Rás 2 en í
fyrra söðlaði
hann um, gerð-
ist fram-
kvæmdastjóri
íþrótta fyrir alla auk þess sem
heyrst hefur í honum í Útvarpi
Umferðarráðs. Hjá fþróttum
fyrir alla er nóg að gera. Nýlega
Þorsteinn G. Gunnarsson, útvarpsmaðurinn kunni frá Akureyri, hnýtir flugur heima hjá sér á kvöldin og undirbýr
þannig veiðiskapinn í sumar. Hann telur að fiskarnir bíði í röðum eftir því að taka hana þessa. Mynd: Hilmar
kynntu þau heilsuátakið Grænn
lífseðill, sem unnið er í sam-
vinnu við heilbrigðisráðuneytið
og ÍSÍ. Þetta er átak sem hvetur
fólk til aukinnar hreyfingar og
hollara mataræðis.
í ár eiga samtökin fimm ára
afmæli og er ýmislegt skemmti-
legt í bígerð. Únnið er að því að
koma á laggirnar íjallaflakki í
sumar þar sem fólk verður
hvatt til að ganga á fjöll og
safna stimplum og fá viður-
kenningu fyrir að komast á
fimm af tíu tindum. Þá verður
skipulagður hjóladagur á
nokkrum stöðum og íjölmargar
skemmtilegar uppákomur
verða í sundlaugunum. Rík
áhersla er lögð á íjölskylduna á
þessum ærsladögum.
Sjálfur fer framkvæmdastjór-
inn eftir því sem hann predikar.
Hann stundar stangveiðina á
sumrin, hjólreiðar, göngur og
skokkar af miklu kappi sam-
hliða veiðiskapnum. Þorsteinn
fer í sér útivistarferðir með Qöl-
skyldunni og svo hefur sauma-
klúbburinn víkkað út starfsemi
sína. Stofnaður hefur verið
matarklúbbur þar sem hópur-
inn hittist reglulega, eldar og
borðar saman.
„Við höfum líka farið veiðifé-
lagarnir í gönguferðir með fjöl-
skyldurnar og gist í tjaldi. Það
er rosalega gaman. Við erum
búnir að
skipuleggja
mjög spennandi
túr, útivistar- og
veiðiferð á Qöl-
skyldugrund-
velli,“ segir
Þorsteinn og
bætir við að
hann telji gríð-
arlega mikilvægt fyrir hvern og
einn að ná að upplifa náttúr-
una, skilja það að náttúran sé
annað og meira en mynd sem
gluggakarmarnir ramma inn
fyrir mann.
„Það er merkilegt að vera
með góðum vinum eða aleinn
úti í náttúrunni og skynja að
maður er örlítill hluti af stórri
heild. Það er mikilvægt að gefa
sér tíma til að upplifa þessa
hluti með fjölskyldu sinni og
börnunum sínum. Það er fyrst
og fremst það sem ég legg
áherslu á. Það er alltof mikið
um það að for-
eldrar og börn
kunni ekki að
vera saman og
horfi bara á
vídeó eða fari í
bíó þegar fjöl-
skyldan er
saman. Það er
alltof algengt
og í raun mjög sorglegt," segir
hann. -GHS