Dagur - Tíminn Akureyri - 10.04.1997, Page 9
Sophie Marceau
var svar Frakka við
Molly Ringwald.
Hún sló í gegn sem
unglingur en end-
aði ekki semfallin
stjarna á tvítugs-
aldri. Nú er hún hú-
in að leika í Holly-
wood-mynd nr. 2.
Fyrsta myndin hét La Boum
og var Marceau þá bara
13 ára gömul. Allnokkrum
árum, og 15 frönskum mynd-
um, síðar fór hún til Hollywood.
I fyrstu til að leika prinsessuna
í Braveheart á móti Mel Gibson
og nú fyrir skömmu lék hún
Önnu Karemnu úr sögu Leó
Tolstojs sem Bernand Rose leik-
stýrði. Og fimnst þá ameríkön-
um sem hún sé nú loks á upp-
leið á ný (þessar 15 frönsku
voru náttúrulega ekki fram-
leiddar í Hollywood og teljast
því ekki með).
„Þetta voru örlögin," hvíslar
„Ég þekkti hana,“ segir Sophie kotroskin um Önnu Karenínu, þessa 19.
aldar konu sem eyðileggur líf sitt með ástríðufullu (eða við skulum a.m.k.
vona að það hafi verið ástríðufullt) framhjáhaldi.
Sophie þegar minnst er á Önnu
Karenínu.
Sophie er enginn táningur
lengur. Gift pólskum manni, á
með honum 2ja ára gamlan son
og er nú komin yfir þennan
þröskuld sem þrítugsaldurinn
ku vera. Sophie virðist þó ekki
hafa gengið í gegnum 30 ára
krísuna (hún hefur kannski ver-
ið bráðþroska og fengið 26 ára
krísuna). „Þetta er eiginlega lík-
amleg tilfinning - þetta er eins
og að hafa tekið góða pillu,“
segir hún um það að vera orðin
þrítug, - „og mér líður mjög
vel“.
Mel Gibson verður ekki að
smjöri þegar minnst er á fyrr-
um mótleikkonu hans Sophie
en hlýtur þó að telja hana hæfi-
leikaríka fyrst hann mælti með
henni í Önnu Karenínu. Að-
spurður um frammistöðu Sop-
hie í Braveheart svarar Gibson
(með þreytulegri röddu): „Hún
er góð leikkona."
Málið með hana Sophie
Marceau er nefnilega að hún er
dáh'tið þung í skapi. „Ég er
mjög þung að eðlisfari, mjög...“
segir hún og blæs svo eins og
Frökkum einum er lagið (þ.e.
svona eins og þú sért að blása á
afmæliskertin) og bætir svo við:
„En að eignast barn gerði mig
miklu , ööö..., léttari."
FRÁBÆRT VERÐ Á FJALLAHJÓf
5% stgr.
afsláttur
Fjallahjól 21 gíra Shimano/Grip-Shift
Vei útbúið hjól, 26x1,95 torfærudekk, átaks-
bremsur, álgjarðir, standari, brúsi og gírhlíf.
Dömu og herra. Tilboð kr. 23.100, stgr.
21.945.
Hjólin eru afhent
samsett og stillt.
Árs ábyrgð og frí
upphersla eftir 1
mánuð. Vandið
valið og verslið í
sétverslun með
þjónustu.
Barnahjól
12“ fyrir 3 ára frá kr. 8.600
14“ fyrir 4 ára frá kr. 9.900
16“fyrir5árafrákr. 9.900
20“ fyrir 6 ára frá kr. 12.900
Þríhjól Vönduð
traust þríhjól. Hjól
á mynd: Ciao kr.
3.450, Lucy kr.
4.800, Transporter
m/skúffu kr. 5.100,
Touring kr. 4.700
Armúla 40
Símar: 553 5320
568 8860
terslunin
Allt það helsta á einum stað
adidas
t WkA.
Hjálmar fyrir alla
AUir varahlutir
Viðgerðarþjónusta
pumn
RUSSEtL
ATHLETIC
SPEEDO'
5P0RTVER
Jalsbraut 1 - Sími 461 1445