Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Síða 2
14 - Laugardagur 28. júní 1997
jDagur-CÍItnrirat
Bamahomid'
Viltu verða dorgmeist-
ari Hafnarfjarðar?
Og ertu 6-12 ára? Þá skaltu
skunda til Hafnarfjarðar þriðju-
daginn 1. júlí kl. 13.30-15 því
þar á að halda dorgveiðikeppni
á Flensborgarbryggju. Hægt er
að fá veiðarfæri lánuð á staðn-
um. Vegleg verðlaun verða svo
veitt fyrir þá sem veiðir flesta
fiska og stærsta fískinn.
Benjamín dúfa
Islensk sem enskulæs börn geta
mætt í Norræna húsið á mánu-
daginn kl. 19.00 þar sem bíó-
myndin Benjamín dúfa, sem
Gísb Snær Erlingsson gerði eftir
sögu Friðriks Erlingssonar,
verður sýnd með enskum texta.
Allir velkomnir og aðgangur
ókeypis.
Fornbíiar
Þeir eru ófáir strákarnir sem
læra að segja Toyota og Hyund-
ai um svipað leyti og
mamma/babba. Árbæjarsafnið
er staðurinn fyrir svoleiðis
stráka (og stelpur) á sunnudag-
inn ki. 13-17 því þá verður
Fornbílaklúbbur fslands með
sýningu. Kl. 14-15 verður svo
kassabflakappakstur auk brass-
bands o.fl.
Davíð Jónsson, 6 ára
„Pað sem mér
finnst skemmti-
legast að gera á
daginn er að
vera úti og poxa.
Pá notum við
sleggjur og hend-
um í mgndirnar.
Pað er líka
skemmtilegt að
vera í körfubolta og fótbolta en á
veturna œfi ég síðan handbolta. “
Tryggvi Gunnarsson, 7 ára
„Pað er alltaf
gaman að leika
sér við vini sína
eins og Bjarna.
Einar, Níels og
Tómas. Pað er
samt líka ágœtt
að leika sér við
vinkonur sínar. “
Stefán Ævar Jóhannesson, 7 ára
„Mér finnst mjög
gaman að fara í
heimsókn til
ömmu minnar.
Pað er ekkert dót
hjá henni og við
erum bara að
tala saman. Ef ég
vil leika mér eitt-
hvað þá hef ég
bara með mér alls konar hluli."
Haukur Ingólfsson, 6 ára
„Á sumrin þá œfi
ég fótbolta með
KA sem er rosa-
lega gaman enda
KA besta félagið.
Svo spila ég líka
körfubolta þó ég
œfi hann ekki. “
Sigurgeir Halldórsson, 5 ára
„Pað er
skemmtilegt ífót-
bolta, körfubolta
og öllum íþrótt-
um. Ég œfi líka
með KA og Erl-
ingur þjálfar
okkur."
LIFIÐ I LANDINU
Fallegasta
maraþonleið í heimi
Sumir hlauparar
eru harðari en aðr-
ir þegar kemur að
Mývatnsmaraþon-
inu og láta sig ekki
vanta. Ein þessara
hlaupafríka er
Finnur Friðriksson.
Um helgina verður hlaupið
maraþon og hálf-mara-
þon, tíu kflómetrar og
skemmtiskokk í hinu árlega
Mývatnsmaraþoni. Hlaupið er
nú þreytt í þriðja sinn og er
hlaupið á veginum í kringum
vatnið. Hringurinn er þó ekki
nógu stórt fyrir fullt maraþon-
hlaup svo þeir hiauparar sem
ætla alla Íeið þurfa að fara
hluta leiðarinnar tvisvar sinn-
um. Þeir hlauparar sem ætla
sér í styttri vegalengdirnar sjá
því aðeins hluta vatnsins með-
an á keppninni stendur.
Glæsileg umgjörð
„Mývatnsmaraþon er náttúru-
legasta hlaupið sem hlauparar
geta tekið þátt í,“ segir Finnur.
„Það er líka enginn sem efast
um það að þetta er fallegasta
maraþonleið sem völ er á í
heiminum fyrir þá sem hlaupa
fullt maraþon. Umgjörðin í
kringum hlaupið er líka sérlega
glæsileg, góður aðbúnaður fyrir
hlauparana þegar þeir mæta á
svæðið, vel staðið að skráning-
armálum og verðlaun bæði fyrir
þá sem vinna í hlaupum og svo
eiga allir möguleika á því að
hreppa aukaverðlaun sem hing-
að til hafa ekki verið neitt slor.
Þetta er því mjög góður pakki í
heild.“
Vellíðunarhobbí
„Hlaupið byrjar sem vellíðun-
arhobbíi, snýst síðan út í ákveð-
ið kikk þegar maður fer að taka
þátt í keppni en aðallega er það
þó útiveran sem skiptir máli. Ég
er kannski gamaldags og vit-
laus en ég skil ekki til hvers
menn eru að brölta inni í svita-
storknum leikfimisal þegar þeir
geta verið úti í ferskasta lofti í
heimi,“ segir Finnur. Hann hef-
ur tekið þátt í þau skipti sem
hlaupið hefur verið haldið,
hlaupið tíu kflómetra og sigrað
í bæði skiptin. En hann býst þó
ekki við því að standa sig eins
vel í þetta skiptið. „Nei, ég get
ekki búist við eins góðum ár-
angri. Ég fékk bronkitis í vetur
og þegar ég komst í gegnum
það þá snéri ég mig illa þannig
að ég gat lítið æft. Eg ætla samt
að taka þátt. Læt þetta hlaup
alls ekki fara framhjá mér.“ hbg
Þessi saga gerist fyrir
langa löngu þá er sólin var
bœði fögur og feit, hnöttótt
og heit og einstaklega hlát-
urmild. Á hverjum morgni
sungu dýrin og mennirnir
sólarsönginn svo að jörðin
snérist í hringi af gleði. En
á annarri plánetu í sólkerf-
inu bjó Hnetukóngurinn
ásamt Plágu litlu prinsessu.
Kónginum þólti svo vœnt
um dóttur sína að hann gat
ekki neitað henni um neitt.
En Plága prinsessa átti af-
mœli og vesalings kóngin-
■um datt ekkert í hug til að
gefa henni því hún átti allt.
En hann dó samt ekki ráða-
laus því honum datt í hug
að gefa henni sólina.
Það er á þessu andartaki í
sögunni sem kemur í hlut
áhorfenda leikhússins 10 íingur
að sýna hvað í þeim býr því
með því að gefa Plágu prins-
essu sólina gætu öll dýrin á
jörðinni króknað úr kulda og
það þýðir ekki. Það er því í
höndum barnanna að koma
með ráð til að bjarga heimin-
um.
Leikhúsið 10 fingur eru nú
að sýna glænýja sumarsýningu
um Plágu sem er tilvalin helg-
arskemmtun fyrir pabba og
mömmur, prinsana þeirra og
prinsessurnar. Sýningin er ólík
því sem við eigum að venjast og
er gerð í skuggaleikhúsi. Frum-
samin tónlist er fiutt undir
leiknum og gerir hana að kon-
fekti fyrir augu og eyru. Leik-
stjóri er Helga Braga Jónsdóttir,
handritið er eftir Hallveigu
Thorlacius og Helgu Arnalds og
tónlistina samdi Eyþór Arnalds.
Helga sér einnig um leikinn og
gerði brúðurnar og leikmynd-
ina.