Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 3

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 3
Æaðm-®ímhm Laugardagur 28. júní 1997 - 15 LÍFIÐ í LANDINU Mynd: GS Bollar á ferð Á Kaffi Karólínu í Listagilinu á Akureyri stendur yfir fremur óvenjuleg listmuna- sýning þar sem gestir kaffihússins eru þátttakendur. Verkin á sýningunni eru unnin af leirlistakonunni Jenný Valdimarsdóttur, sem búsett er á Akureyri. Sýningin saman- stendur af bollum sem gestir Karól- ínu fá tækifæri til að drekka úr en einnig eru sykurkör á borðum ásamt fleiri munum eftir Jenný. Jenný lærði leirkerasmíði í Dan- mörku við Den Danske Husflidshöj- skole í Kerteminde árin 1989 til 1991. „Þetta byrjaði sem áhugamál. Ég sótti almennt námskeið þar sem ég lærði að renna og ákvað síðan að læra meira og fór í tveggja ára nám. Ætli ég hafi ekki verið þessi týpíski íslendingur, við ætlum okkur alltaf eitthvað með því sem við er- um að gera.“ Jenný segir það ólíkt Dönunum. „Þeir sækja svona nám- skeið upp á félagsskapinn, eru miklu meira í því að „hygge sig“ með þessu.“ Leira á eldhúsbekknum Jenný talar um lélega vinnuað- stöðu. „Ég er með rennibekkinn niðri í kjallara í lítilli gluggalausri geymslu, ég mála og skreyti hlutina hérna á eldhúsbekknum, geri líka ýmsa muni hérna sem ég renni ekki, og svo brenni ég og glerja í ofninum mínum sem er staðsettur niðri á eyri. Þetta er ótrúlega lýj- andi til lengdar og núna þegar ég er staðráðin í því að leggja leirkera- smíðina fyrir mig þá verð ég að gera eitthvað í vinnuaðstöðunni.“ Hún segir það líka vera upp á af- köstin. „Það felur í sér tímasparnað að þurfa ekki alltaf að vera að þrífa eftir sig á hverjum stað sem er líka notaður til annars brúks.“ Blái liturinn tengir saman Jenný hefur tekið þátt í samsýning- um hér á landi en einnig í Dan- mörku og í Þýskalandi. Sýningin á Karólínu er þó ólík hinum sýning- unum enda nær eingöngu um bolla að ræða. „Mig langaði að vera með eitthvað sérstakt og datt þetta í hug. Það er gaman að leyfa gestun- um að nota listmunina. Ég hugsaði þetta líka sem n.k. farandsýningu og þegar henni lýkur hérna fer hún á Kaffi Kverið í göngugötunni.“ Bollarnir eru allir með bláan grunnlit, einhverja liti með þessum bláa og með mismunandi munstri. „Ég skapa þannig ákveðin stíl og blái liturinn tengir sýninguna sam- an.“ Jenný notar mikið sömu litina í verk sín. „Það eru 4 litir sem ég nota mest og ég lít svolítið á þá sem mína. Þá liti líður mé líka vel með.“ Mest í nytjamunum „Mér finnst skemmtilegast að vinna að nytjamunum. Þá eru það aðal- lega bollar en einnig skálar, kerta- stjakar og auðvitað margt fleira. Ég vinn að öllu mögulegu og var t.d. að vinna skúlptúr núna.“ Jenný segist ekki geta svarað því hvert hún sæki hugmyndirnar að mununum. „Ég byrja að vinna að einhverju og það er alltaf eitthvað sem truflar þannig að ég enda oft með allt annan hlut en ég hafði hugsað mér í upphafi. Hugmyndir koma líka án þess að maður geri sér grein fyrir því. Það er svo margt í umhverfinu sem verkar á mann.“ hbg Maður vikuniiar Helgarpósturinn Páll (Vil- hjálmsson) er maður vik- unnar. Það sem helst hann varast vann, varð þó að koma yfir hann. Allir hinir gæj- arnir á ijölmiðlunum hafa hlakkað yfir honum eins og hrægammar vegna þess að 40% eignarhlutur Alþýðubar.dalags- ins í blaðinu hans gerir hann „ósjálfstæðan“ samkvæmt öll- um þeim samsæriskenningum sem hann sjálfur hefur hlaðið upp í vetur. DV fékk útrás, Dag- ur-Tíminn gat ekki haldið í sér prakkaraskapnum, Stöð 2 spil- aði með og svo varð Jón sjálfur höfuðpaur og erkióvinur Ölafs- son svo djarfur að biðja um op- inbera rannsókn. Á meðan sór heill stjórnmálaflokkur HP af sér! Geri einn ritstjóri minna á einni viku! Maður vikunnar, ekki vafi. >s Helgarpotturinn Þórir Jökull Þorsteinsson. Kolfinna Baldvins- dóttir. Margt presta var á presta- stefnu á Akureyri í vikunni en sérstaka athygli vakti þó séra Þór- ir Jökull Þorsteinsson, sóknar- prestur á Selfossi, sem mætti norður með sjónvarpsþulunni vin- sælu, Ragnheiði Clausen. Þótti parið afar ástfangið og ríkir því mikil kæti á Selfossi. Selfyssingar telja prestastefnu til marks um al- varleika sambandsins og vilja gjarnan fá prestsmaddömu á Suðurlandið. Það er þó ekki víst að það verði í nánustu framtíð því að Þórir Jökull og Ragnheiður eru bara nýlega byrjuð saman. Umsóknarfrestur um starf rit- stjóra Stúdentablaðsins rann út í vikunni og verður farið að kalla í viðtöl í næstu viku. Heyrst hefur að Kolfinna Baldvinsdóttir, sjón- varpskonan úr Dagsljósi, hafi hug á að skipta um svið og hafi hennar nafn verið það þekktasta í hópi umsækjenda. Sjálfsagt kemur Kol- finna sterklega til greina í hugum þeirra Röskvumanna sem stjórna Katrín Jakobs dóttir. Sting. Friðrik Þór Friðriksson. stúdentaskrifstofunum í háskólanum enda rösk kona með afbrigðum og reynd úr fjöl- miðlaheiminum. Prúðbúið og stillilegt fólk steðj- aði á Sting-tónleikana í vikunni og greinilegt að maðurinn var á hátindi sínum fyrir um 10-15 árum því fólk í blóma barneignaraldurs var þar í meirihluta og framsettar konur í hverju horni. Eitthvað var þarna líka af fræga fólkinu á íslandi og mátti meðal annarra sjá þar Davíð Þór Jónsson, erótíkurrit- stjóra og útvarpsmann, og Katrfnu Jakobsdóttur, stigavörð Gettu betur og dúx, rölta um Höllina hönd í hönd... Sting hefur um 20 ára starfs- reynslu í poppinu og veit hvaða brögðum skal beita til að fá áhorfendur á sitt band. Hann hældi þessu geysilega fallega landi (og byrjaði reyndar á því strax á Leifs- velli og hafði landið þá aldrei aug- um litið) við góðar undirtektir og eftir 2-3 lög bauð hann íslendingi upp á svið með sér til að taka lag- ið. Heitur aðdáandi tók undir sig stökk, kynnti sig fyrir kappanum sem Jonni/Jolli eða álíka. Sting kunni sig og nýtti sér tungumálabrenglið til að vekja hlátur í salnum og kallaði drenginn Lolly... Það er uppsveifla hjá saumakonum og blómaskreyturum að kreppu lokinni og í brúðkaupsvertíð miðri. Meðal þeirra sem ákváðu að ganga upp að altarinu var listamaðurinn og Bubbabróðirinn Tolli, 43ja ára, og Guðrún Magnúsdóttir, 25 ára. Staðurinn: Reynivellir í Kjós. Stundin: sjálf- ur þjóðhátíðardagurinn. Rjóminn af kvikmyndagerðar- liði hefur verið á leiðinni úr landi síðustu ár og eru fagmenn- irnir óþreytandi við að gefa þær upplýsingar. Eins og fram kom í blaðinu í vikunni er Friðrik Þór Friðriksson á góðri leið með að stofna útibú Kvikmyndasamsteyp- unnar í London. Fjárhagslega yrði það honum þó léttara að fljúga til Hamborgar því Hamborgar-borg mun hafa boðið honum 30 milljónir fyrir það eitt að setjast þar að...

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.