Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Blaðsíða 6
18 - Laugardagur 28. júní 1997
,Hagur-®utTOm
LIFIÐ I LANDINU
Sjálfstæðismenn hafa haft lyklavöld í menntamálaráðuneytinu vel á annan áratug. Það er Björn Bjarnason sem
stýrir þeim málaflokki núna og segist hann kunna vel við sig þar. Hann vill ekkert segja um hugsanlega upp-
stokkun í ríkisstjórninni. „Á meðan ég sinni þessum áhugaverðu verkefnum leiði ég ekki hugann að öðru,“ segir
hann.
Stofnanir
geta fofdð um koll
Sjálfstœðismenn
hafa haft lyklavöld
í menntamálaráðu-
neytinu vel á ann-
an áratug. Að und-
anfórnu hafa verið
harðar umrœður
um menntamál, ís-
lenskir grunnskóla-
krakkar hafa komið
illa út úr saman-
hurði við jafnaldra
sína í öðrum
löndum og talið var
að deilur um Lána-
sjóð íslenskra
námsmanna stofn-
uðu stjórnarsam-
starfnu í hœttu.
Menn hljóta að
velta ýmsu fyrir sér,
til dœmis því hve-
nœr skrefið verði
stigið til fulls og
Lánasjóðnum komið
í hendur bankanna.
Björn Bjarnason mennta-
málaráðherra segir að
margir hafi talið það eitt
af erfiðustu pólitísku viðfangs-
efnum ríkisstjórnarinnar að
samræma stefnu Sjálfstæðis-
flokks og Framsóknarflokks
hvað varðar Lánasjóðs ís-
lenskra námsmanna, LÍN. Ung-
ir framsóknarmenn hafi til
dæmis ályktað að það ætti að
skipta um menntamálaráð-
herra vegna málsins og stjórn-
arandstaðan hafi reynt að
koma af stað ágreiningi milli
stjórnarflokkanna. Góð sátt hafi
þó náðst milli stjórnarflokk-
anna og samkomulag orðið í
stjórn sjóðsins um úthlutunar-
reglur. Hinn gamli ágreiningur
sé því úr sögunni.
Ekki lengur opið sár
„Miðað við stóru orðin sem
menn höfðu um hætturnar sem
í pólitísku deilunum fólust
finnst mér spurning um það
hvort lánasjóðurinn flytjist yfir í
bankakerfið eða tæknilegt at-
riði,“ segir Björn Bjarnason.
„Hitt er ljóst að í samkomulag-
inu felst aukin virkni banka-
kerfisins með Lánasjóðnum.
Það var þó aldrei markmiðið í
sjálfu sér að bankavæða sjóð-
inn.“
Björn segir að sjóðurinn taki
að sér að vera baktrygging
gagnvart bönkum og borga
kostnað sem viðskiptamennirn-
ir verða fyrir vegna bankavið-
skiptanna. í lausn stjórnar-
flokkanna felist að það verði
auðveldara að tengja saman
sjóðinn og bankana. Það hafi þó
aldrei verið markmiðið af sinni
hálfu heldur hitt að ná sátt án
þess að stofna fjárhag sjóðsins í
hættu. Stjórn sjóðsins og bank-
arnir verði að koma sér saman
um hvort gengið verði lengra í
samstarfi þeirra. fnnan ríkis-
stjórnarinnar sé LÍN-málið ekki
„lengur þetta opna sár sem
var.“
Það vakti gríðarlega athygli í
vetur hversu íslenskir skóla-
krakkar komu illa út úr erlend-
um samanburði, fyrst í sjöunda
og áttunda bekk og síðan þriðja
og fjórða bekk. íslendingar hafa
þó staðið sig vel í námi erlend-
is. Björn telur að þarna hafi
ekki verið um óþarfa fjaðrafok
að ræða. Nauðsynlegt sé að
taka slíkum skiiaboðum af al-
vöru. Með því að endurskoða
námskrána takist vonandi að
skapa forsendur fyrir betri ár-
angri.
Kveðið fast að orði
„Við erum að taka þátt í þessari
alþjóðlegu könnun í fyrsta sinn
og fáum þarna mælikvarða á
skólakerfi okkar. Ef við ættum
safn af svona mælingum gætum
við sagt hvenær ástandið fór að
versna eða hvort við hefðum
alltaf verið svona léleg í stærð-
fræði. Þá værum við búin að af-
skrifa okkur sem stærðfræði-
kunnáttumenn sem mér finnst
ástæðulaust því að íslenskir
námsmenn standa sig oft mjög
vel í erlendum samanburði á
þessu sviði. Við getum hins veg-
ar ekki horft framhjá þessari
rannsókn. Ég held að allir í
skólakerfinu velti fyrir sér hvað
þurfi að gera. Ég hef sjálfur
kveðið nokkuð fast að orði um
nauðsynlegar úrbætur," segir
hann.
Björn ræðir um breytta hug-
myndafræði í skólamálum og
segir að í skólum eigi að setja
skýr markmið, gera ákveðnar
kröfur og halda uppi aga. Þetta
sé raunar svo sjálfsagt að ekki
ætti að þurfa að tala um það
sem hluta af nýrri hugmynda-
fræði. Það sé þó nauðsynlegt.
Gildismatið verði að breytast,
íslendingar verði að gera meiri
og strangari kröfur og setja
skýrari markmið í skólunum.
Kannski þurfi að stíga skref til
baka og velta fyrir sér inntaki
kennaramenntunar og mark-
miðum í skólastarfi. Próf skipti
auðvitað máh og auka megi
samstarf foreldra og skóla.
Vantar kannski grundvallar-
breytingar á skólakerfinu?
„Það verður að skerpa og
segja ákveðna hluti sem menn
hafa hætt að tala um en þurfa
að ræða. Ég er ekki að boða
heljarstökk í skólakerfinu því
að það er mjög hættulegt. Ég
held að það þurfi meiri hvatn-
ingu, hvort sem það er heima
eða í skólunum. Þrátt fyrir stór
orð og heitstrengingar skortir
mikið á að menntun sé metin
að verðleikum, til dæmis í
launaumslaginu. “
Traust skapaðist
Björn segist ekki geta kvartað
undan samstarfi við forystu-
menn kennara. Þegar hann
kom inn í ráðuneytið stóð flutn-
ingur grunnskólans frá ríki til
sveitarfélaga fyrir dyrum. Frið-
ur hafi þurfti að ríkja milli ríkis,
kennara og sveitarfélaga. Hann
hafi gert sér grein fyrir því að
flutningurinn myndi ekki
heppnast ef ekki tækist að
skapa trúnað milli þessara að-
ila. Fyrir hendi hafi verið viss
tortryggni og menn ekki vitað
til fulls hvernig taka ætti á mál-
um.
„Það var þó aldrei
markmiðið í sjálfu
sér að bankavceða
sjóðinn. “
„Ég tel að það hafi verið
mikil gæfa fyrir mig sem
menntamálaráðherra að þetta
traust skapaðist, okkur tókst að
sigla þessu stóra máli í höfn í
góðri sátt. Það hefur auðveldað
mér öll samskipti við kennara-
samtökin. Menn áttuðu sig á því
að við gætum talað saman um
viðkvæmustu mál og fundið að
lokum sameiginlega niðurstöðu
þó að við værum ekki sammála
um allt. Sams konar stöðu kýs
ég þegar við Qöllum um end-
urskoðun á námsskránni. Þá
hef ég flutt frumvarp um Kenn-
ara- og uppeldisháskóla íslands
sem gerir ráð fyrir því að skól-
inn ráði að verulegu leyti því
hvernig hann skipuleggur sitt
innra starf,“ segir Björn.
Hann varpar fram þeirri
spurningu hvort festa eigi í lög-
um skýr ákvæði um það hvers
eðlis kennaramenntunin eigi að
vera og bendir á að hinar Norð-
urlandaþjóðirnar hafi sett slík
ákvæði. Það sé greinilegt að
annars staðar á Norðurlöndum
vilji menn lögbinda hvernig
nám kennara er skipulagt og
skilgreint en sjálfur hafi hann
flutt frumvarp um að hafa þetta
„opið“. Hann hefur einnig talað
fyrir því að fagmenntun kenn-
ara verði meira metin en
menntun í uppeldis- og
kennslufræðum, sérstaklega í
framhaldsskólunum. Einingum
í uppeldis- og kennslufræði
verði fækkað úr 30 í 15 þegar
um er að ræða einstaklinga
með mikla fagmenntun eða
verk- og tæknikunnáttu.
„Það var ágreiningur milli
mín og kennarasamtakanna um
þetta en ég hef líka fengið
stuðning frá starfandi kennur-
um sem telja að með þessu
frumvarpi sé tekið á málinu
með réttlætissjónarmið í huga
en ekki þröngt hagsmunasjón-
armið,“ segir hann.
Menntun lýkur aldrei
Björn telur ljóst að verklegt
nám hafi orðið undir í skóla-
kerfinu enda sýni rannsóknir
að ungt fólk telji að stúdents-
próf opni fleiri dyr en verknám.
Kröfur atvinnuh'fsins og samspil
skóla og atvinnulífs ráði miklu.
Ráðherrann hefur sagt að at-
vinnulífið geri ekki nægilegar
menntakröfur en kveðst þó ekki
segja að atvinnulífið eigi að
kreíjast þess að allir verði há-
skólagengnir.