Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Page 7

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Page 7
|Dagur-'3ímróm Laugardagur 28. júní 1997 -19 •> í LANDINU Það vakti gríðarlega athygli í vetur hversu íslenskir skólakrakkar komu illa út úr erlendum samanburði. Björn telur að þarna hafi ekki verið um óþarfa fjaðrafok að ræða. Nauðsynlegt sé að taka slíkum skilaboðum af alvöru. „Skólarnir gætu tekið að sér meiri starfsþjálfun, til dæmis með eins eða tveggja ára náms- brautum í framhaldsskólunum. Hjá þjónustu- og verslunarfyrir- tækjum er mikil hreyfing á starfsfólki og alltaf verið að kenna nýjum starfsmönnum. Fólkið er rétt búið að læra og öðlast sjálfstraust í starfinu þegar það fer eitthvert annað. Það er spurning hvort með samstarfi skóla og slíkra fyrir- tækja væri ekki hægt að hjálpa krökkum. Brottfall á framhalds- skólaaldri er áhyggjuefni. Ef eins eða tveggja árs náms- brautir eru einskis metnar af vinnuveitendum hvers vegna eiga krakkarnir þá að stunda slíkt nám?“ spyr hann og bætir við að Borgarholtsskóli og fleiri skólar hafi verið að fikra sig áfram á þessari braut. „Ég er ekki að boða heljarstökk í skóla- kerfinu því að það er mjög hœttulegt.“ „Menntun lýkur aldrei. Öfl- ugustu fyrirtæki landsins leggja mikið í endurmenntun á starfs- mönnum því að breytingarnar eru svo örar og kröfur breytast. Allar tölur sýna að atvinnuleysi er mest hjá þeim sem eru verst menntaðir. Ég tel að það þurfi að tengja atvinnulífið inn í skólakerfið og líta á það sem menntun en ekki félagslegt úr- ræði. Framhaldsskólarnir hafa nú tækifæri til að láta meira að sér kveða sem fullorðins- fræðslumiðstöðvar," segir ráð- herrann. RÚV árið 2020 Þegar talið beinist að Ríkisút- varpinu, skipulagsbreytingum þar innan húss og slakri frammistöðu í samkeppni við Stöð 2 kemur í ljós að Björn Bjarnason er mikill áhugamað- ur um nýja tækni. Hann horfir til framtíðar hvað Ríkisútvarpið varðar og bendir á að gríðar- legar breytingar eigi sér stað á þessu sviði. Ríkisútvarpið sé tæknilegt og þverpólitískt við- fangsefni. Tæknibreytingarnar séu gríðarlega hraðar. í fram- tíðinni skipti mestu hverjir framleiði íslenskt efni og hvern- ig megi nálgast það. „Stofnanir geta fokið um koll eins og öskutunnur í 12 vind- stigum því að það er svo mikill stormur sem gengur yfir á þessu sviði. Eigum við að leita skjóls og bíða eða ætlum við að gera einhverjar ráðstafanir þannig að þjónustan splundrist ekki þegar byltingin verður? Við erum ekki að tala um Ríkis- útvarpið anno 1930 eða 1966. Við erum að tala um hvernig Ríkisútvarpið verður árið 2000, 2005 eða 2020,“ segir hann og vill ekki gera mikið úr hug- myndum um það hvort skipta eigi RÚV upp í minni einingar. „Kannski á tæknin eftir að ganga af hugmyndinni um Rík- isútvarp dauðri áður en Sjálf- stæðisflokknum tekst það ef menn halda að það sé eitthvert sérstakt markmið flokksins. Ég vil fyrst og fremst tryggja að við höfum íslenskt efni. Erlendis er reynt að spara í stofnanakostn- aði til að hafa meira svigrúm til að framleiða efni. Mér sýnist Ríkisútvarpið vera á þessari braut. Það á náttúrulega að vera hlutverk útvarpsstofnana að búa til efni en ekki bákn.“ Heldur mildir Varla er hægt að eiga viðtal við Björn Bjarnason án þess að ræða um borgarstjórnarkosn- ingarnar sem fara fram á næsta ári og forystukreppuna innan minnihluta sjálfstæðismanna. Björn segist tvímælalaust vilja sjá sigur yfir R- listanum. Próf- kjör ýti vissulega undir flokka- drætti en ekki sé rétt að tala um forystukreppu hjá sjálfstæð- ismönnum. Það megi þó ekki dragast að taka af skarið um það hvernig staðið verður að framboði þeirra. Fyrsta skrefið til að afla sér trausts kjósenda sé að koma fram sem ein heild undir öruggri forystu. „Þegar ég fór fyrst í prófkjör hafði ég á kosningaskrifstofu minni spjald þar sem stóð „Þeir fiska sem róa“. Ég er þeirrar skoðunar að menn nái ekki ár- angri nema þeir séu tilbúnir til að fara í slag og berjast fyrir sínum markmiðum. Ég hef sagt það áður og get vel sagt það hér að ég tel að sjálfstæðis- menn í borgarstjórn hafi verið heldur mildir við Ingibjörgu Sólrúnu og R-listann. Nú verða þeir að sýna hvað í þeim býr,“ segir Björn. Kann vel við mig Gjarnan er talað um Björn sem arftaka Davíðs Oddssonar. Hann gerir h'tið úr slíkum vangaveltum enda vilji hann Davíð sem lengst við stjórnvöl- inn. Ótrúlegur árangur hafi náðst undir hans stjórn. Hann segist þó aldrei hafa verið lengi á sama stað. Lengst hafi hann verið tólf ár samfellt í einu starfi og það hafi verið á Morg- unblaðinu. Nú séu bráðum átta ár liðin frá því hann settist á þing. Hann er þó ekki að hætta strax? „Ætli ég reyni ekki að keppa við tímann á Morgunblaðinu," segir Björn Bjarnason. Vangaveltur hafa verið um yfirvofandi uppstokkun í ríkis- stjórninni. Hvaða ráðuneyti gætir þú hugsað þér að taka við ef þú færir úr menntamála- ráðuneytinu? „Ég kann vel við mig í mikl- um önnum í menntamálaráðu- neytinu og vil fá tækifæri til að Ijúka þeim verkefnum, sem ég hef hrundið af stað og munu tvímælalaust styrkja innviði skólastarfs. Á meðan ég sinni þessum áhugaverðu verkefnum leiði ég ekki hugann að öðru.“ GHS „Brottfall á framhaldsskólaaldri er áhyggjuefni. Ef eins eða tveggja árs námsbrautir eru einskis metnar af vinnuveitendum hvers vegna eiga krakkarnir þá að stunda slíkt nám?“ spyr ráðherrann. Myndir: Pjetur Ljosmyndir, Kaupvangsstræti 1. óska eftir starfskrafti til afgreiðslustarfa. Ekki yngri en 25 ára. Upplýsingar gefnar á staðnum. Vélvirki Óskum eftir að ráða vélvirkja eða vanan járniðnaðar- mann til starfa sem fyrst. Umsóknir þurfa að hafa borist eigi síðar en föstudaginn 4. júlí ’97. Nánari upplýsingar veitir Magnús Jónsson í síma 466 3203 eöa á staðnum. Bílaverkstæði Dalvíkur Véladeild Pósthólf 60 ■ 620 Dalvík •ý'ylgstu með umjjöUun um menningu og listir í (í)egi-Tímanum -besti tími dagsins Styrktaraðili Leikfélags Akureyrar

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.