Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Side 11

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Side 11
\nui •uwwíNÍo’í' \ ^ jtmrmTí^*rt m ikí r |Dagur-®inmm 30agur-®mttrat Laugardagur 28. júní 1997 - 23 Blessuð börain Eflaust hafa margir foreldrar lent í basli með börnin sín þegar þeir reyna af góð- mennsku einni saman að kynna grœnmeti fyrir þeim. Börnin þverneita öllu grænu og sækjast frekar eftir sætindum á ferða- laginu og í nestisboxið. Þau eru nefnilega hrifnari af ruslfæðinu, sem verður fyrirferðameira í samsetningu fæðunnar, heldur en ávöxtum og grænmeti. Þessu er hægt að breyta leggi foreldrar sig fram við það en getur þó kostað ákveðna baráttu og yfirlegu. Katrín Jónsdóttir, svæðanuddari á Ak- ureyri, er ein þeirra sem hefur lagt sig fram við það að beina neysluvenjum barna sinna í átt að grænmeti og ávöxtum. Hún hefur reynt ýmislegt til þess að fá börnin sín til að auka neyslu þessara fæðutegunda, er í dag reynslunni ríkari og býr að nokkrum haldgóðum ráðum til þess að Iaða börn að grænmet- is- og ávaxtaneyslu. Skera grænmeti í strimla Það sem hefur reynst Katrínu vel er eftirfarandi: Skera alla ávexti og allt grænmeti í strimla og því lengri og mjórri því betra. í upphaíi er betra að afliýða ávextina, passa sig á því að þvo grænmeti og ávexti vel og hreinsa allar skemmdir vandlega. Það er samt sem áður gott að láta börnin vita af því að allt í lagi sé að borða Jiýðið, steinana og jafnvel grasið af gulrótinni. Sía því inn að öll plantan sé okkur vinveitt og Iangi til að næra okkur. Nokkur tækifæri þegar ávextir og grænmeti hefur þótt skrítið fyrst en reynst mjög vel að lokum: • Við barnatímann í sjónvarp- inu. Að bera slíkt fram bitnar ekki á matarlyst barnanna. • Með súkkulaðitertunni í barnaafmælinu. Borðast oft betur en hún. • í skólann eða við eitthvert til- efni þegar þarf að koma með tertu. • Þegar beðið er um kex eða eitthvað annað milli mála. • Á ferðalögunum þegar nammiþörfin kemur fram. Að minnsta kosti minnkar sú þörf mikið og börnin verða mun geðbetri. Gott er að skera naslið niður í ísbox. • Hvenær sem stungið er uppá því sem vitað er að er rusl- fæði. Höfða til hjálpseminnar Ef börnin eru treg til þess að fá sér grænmeti eða ávexti er gott að leyfa þeim að ráða því hvaða tegund þau vilja helst borða. Við lok máltíðar er sniðugt að biðja þau um hjálp við að klára og segja þeim að annars skemmist þessi matur. Það reynist nefnilega vel að höfða til hjálpseminnar. Einnig er stund- um hægt að fá að sleppa við fiskinn ef borðaðar eru t.d. 5 gulrætur eða bjóða ís ef græn- metið klárast. Það er mikilvægt að gera sér grein fyrir því að þetta er lang- tímaverkefni og það má ekki gefast upp á erfiðum stundum. Síst af öllu þegar heyrist „alltaf grænmeti" eða „dýrin sem éta kál og grænmeti hafa nánast enga heilastarfsemi“. Til að þetta gangi allt saman eftir er nauðsynlegt að blanda saman alvöru, gríni, glensi og kærleika og hafa það í huga að þessi ráð koma til með að virka smátt og smátt. Gangi öllum vel sem þetta reyna. niD ittei eimilis- homið Rúlluterta m/ís 4 egg 200 g sykur 150 g hveiti 50g kakó Z tsk. lyftiduft Egg og sykur þeytt saman í þykka eggjafroðu. Hveiti, kakói og lyftidufti sigtað saman við eggjahræruna. Bökunarpappír settur í ofnskúffuna og deigið sett þar á og jafnað vel út. Bak- að við 200°C ca. 10-15 mín. Pappírsformið 35x40 sm. Kökunni hvolft á sykurstráð- an pappír og ofnskúffunni hvolft yfir. Takið ísinn úr fryst- inum og látið hann verða mjúk- an og hrærið hann svo hann verði eins og þykkur grautur. Breiðið ísinn yfir kökubotninn. Rúllið kökunni saman og látið hana inn í frystiskápinn. Kakan skorin í sneiðar og borin fram sem „dessert“ eða með kaffinu að lokinni góðri máltíð. Gulróta „muffins “ ca. 18 stk. 100 g niðurrifnar gulrœtur 175 g smjör 175 g sykur 2 egg 100 g hveiti 1 tsk. lyftiduft / tsk. negull Z tsk. engifer. Glassúr úr appelsínusafa og flórsykri Skúffu „mazarina “ 200 g smjör 200gsykur 4 egg 200 g músaðar kartöflur 125 g hveiti 1 tsk. lyftiduft 50 g muldar möndlur 1 tsk. möndludropar 75 g kókosmjöl 100 g súkkulaði, brœtt yfir kökuna Smjör og sykur hrært vel saman. Eggin hrærð saman við, eitt í senn, og hrært vel á milli. Músuðu kartöflunum hrært saman við. Sítrónuraspinu, möndlunum og möndludropun- um bætt út í. Hveiti, lyftidufti og kókosmjöli hrært saman við. Deigið sett í smurt skúffumót eða ofnskúffuna, ca. 25-35 sm. Kakan bökuð við 175°C í ca. 35 mín. Látið kökuna kólna. Bræð- ið súkkulaðið yfir vatnsbaði og smyrjið því yfir kökuna. Það má einnig nota „glassúr", þá er 2 msk. kakó og 100 g ílórsykur hrært saman með volgu vatni. Súkkulaði hnetukaka 3 egg 200gsykur 150 g brœtt smjör 50 g saxaðir hnetukjarnar 50 g saxað súkkulaði Rifið hýði af 1 sítrónu 125 g hveiti 1 tsk. lyftiduft Glassúr: 200 g flórsykur hrærð með volgu vatni Jarðarber og muldar hnetur. Eggin þeytt með sykrinum í þykka eggjafroðu. Þá blöndum við súkkulaðinu og hnetunum ásamt sítrónuraspinu og bræddu smjörinu, sem hefur verið kælt, saman við eggja- hræruna. Síðast er hveitinu og lyftiduftinu blandað saman við. Deigið sett í vel smurt form (ca. 24 sm.) og bakað við 200° C í ca. 45-50 mín. Prófið með prjóni hvort kakan er bökuð. Kakan látin kólna aðeins í forminu áður en henni er hvolft úr því. Þegar kakan er köld er hún smurð með glassúr og skreytt með jarðarberjum. Ávaxtasalat m/eggja- rjómakremi 4 appelsínur 3 bananar 3 kiwiávextir 4 perur 3 epli ’/■ dós ananas 1 lítil dós apríkósur lítill klasi grœn vínber 1 dl safi úr appelsínu 1 dl safi af niðursoðnu ávöxtunum 2 msk. romm eða appelsínul- íkjör Kremið: 2 egg 100g sykur 1 peli rjómi Appelsínurnar skrældar, kjarnar ljarlægðir og þær skornar í litla bita. Bananarnir afhýddir, skornir í þunnar sneiðar. Aðrir ávextir skornir í litla bita, vínberin klofin og kjarni tekinn úr. Allt sett í fal- lega skál og safi, romm eða líkjör sett yfir salatið, sem svo er látið bíða á köldum stað (kæliskáp) þar til það er borið fram. Kremið: Eggin og sykur- inn er þeytt saman vel og lengi, í þykka eggjafroðu. Þeyttum rjómanum blandað saman við. Bragðbætt með vanillusykri. 1. Skerið mandarínur í smá- bita, gróft muldar makkarónu- kökur og þeyttur rjómi. Skreytt með ávöxtum og muld- um hnetum - og þú hefur búið til fínasta „dessert“. 2. Gott er að pensla nýbökuð brauð með rjóma um leið og þau eru tekin út úr ofninum. 3. Gott ráð til að halda sér ungri er að vera óhrædd við að eldast. Það segir Sophia Loren. 4. Gott ráð er að láta marmel- aði fyrst á brauðið, og svo ost- inn þar yfir, þá þurfum við ekkert smjör. 5. Þegar við kaupum okkur ilmvatn, eigum við alltaf að prufa það fyrst á húðinni. Það er ekki nóg að lykta af því.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.