Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Page 14
— 'vPPV iníii •nmnViinmmi
r\r\
mtrrttiTOWt mr.I It
26 - Laugardagur 28. júní 1997
^Da^ur-'QHnróm
Umsjónarmaður
Magnús Geir Guðmundsson
Hlutirnir gerast hratt
hjá akureyrsku
rokksveitinni Gimp
Mynd 1. Silver Sun. Er tvímælalaust
ein af þeim skemmtilegri og orku-
meiri í bresku popprokki í dag.
Silfur-
Mynd 2. Plata Gimp, Crippled Plaything, er merkilega góð í Ijósi ungs aldurs og lítiliar
reynslu sveitarmeðlima.
stuttu máli: Tveir strákar í fram-
haldsskóla stinga saman neíjuin og
ákveða að spila og semja tónlist sam-
an. Ekki löngu síðar bætast aðrir tveir í
hópinn og hljómsveit verður formlega til.
Þeir æfa svo saman stíft með skólanum
fram á vor þegar námsbröltinu lýkur. Þá
skipast mál þannig, að með hjálp góðs
sjóara og bróður eins meðlimanna er
ráðist í að taka upp plötu. Hún kemur út
13. júní sl. og kvöldið eftir eru haldnir
útgáfutónleikar í heimabænum, Akur-
eyri.
Þá er það líka orðið ljóst, að undir lok
mánaðarins munu drengirnir fjórir
halda í víking til Danmerkur til að spila
á klúbbum og víðar í landvinningaskyni.
Og væntanlega eru þeir að því nú þegar
þetta birtist og verða áfram við þá iðju
næsta mánuðinn.
Já, þannig er í stuttu máli saga hljóm-
sveitarinnar Gimp frá Akureyri, sem að
sönnu er sögð í stuttu máli, en er þó
ótrúlega viðburðarrík sem sjá má og að
sama skapi hröð. Sveitin er nefnilega
ekki nema rétt rúmlega flmm mánaða
gömul, en er þó búin nú þegar að gera
meira en sumar aðrar ná að gera á
fimm árum. En er eitthvað varið í þessa
Qóra stráka í Gimp, Baldvin trommara
(og reyndar sellóleikara líka), Atla
bassaleikara, Stjána gítarleikara og
Jenna gítarleikara og söngvara? Hafa
þeir eitthvað merkilegt fram að færa
með plötunni sinni, Crippled Plaything,
sem gefur ástæðu til að hafa hana á
ensku að öllu leyti í því augnamiði að
rjúka sem fyrst út í heim með hana,
jafnvel áður en samlandar og sambæ-
ingar þeirra hafa kynnst þeim almenni-
lega? Góð spurning og löng, en svarið
við henni er a.m.k. að hluta til játandi.
Það er nefnilega ótrúlega mikill gæða-
stimpill á strákunum þrátt fyrir áður-
nefnt unggæði og litla reynslu. Lög eins
og Mystery girl, Blow, Home og Bitter,
bera vott um merkilega mikinn þroska
og góða meðvitund um þann rokktíðar-
anda sem ríkir í dag. Jaðarrokk (það
sem á ensku er nefnt Alternative) í góð-
um skyldleika við rymrokkið, er þokka-
leg skilgreining á tónlist Gimp-félaganna
og má þar setja þá í ilokk með Botnleðju
til samlíkingar. Þurfa þeir heldur ekki að
skammast sín fyrir þá samlíkingu, því
þessi byrjun er engu síðri en hjá Hafnar-
íjarðartríóinu á sínum tíma. Ef vel tekst
til í framhaldinu, er aldrei að vita nema
að Gimp verði eitt af þeim nöfnum sem
muni verða áberandi í íslensku rokki og
kannski víðar.
A ð dómi sumra poppspekinga í
Bretlandi á sér þar stað mikil
JLgerjun í tónlistarheiminum. Margt
er að gerast, en jafnframt er mótunin
ekki alltaf augljós og menn vita ekki al-
veg, t.d. í danstónlistinni, hvert þeir séu
að fara eða að hverju þeir eru að leita í
sinni sköpun.
Kann ef til vill eitthvað að vera til í
þessu, allavega hvað varðar íjölbreytn-
ina, svo sannarlega margt að gerast í
bresku poppi og rokki, en vangaveltur
um að menn viti ekki hvert eigi að
stefna, eru nú ekki alveg réttar. Britpop
og Britrokkbylgjurnar sýna það t.a.m.
greinilega, en þær hafa báðar haft á sér
einkennandi svip. Aftur á móti eru ein-
mitt nú í seinni tíð skilin milli þessara
tveggja tónlistarfyrirbæri í Bretlandi
nokkuð farin að óskýrast, þær með öðr-
um orðum farnar að renna saman að
sumu leyti. Má segja að hin gríðarvin-
sæla en raunamædda sveit frá Wales,
Manic Street Preachers, sé um margt
valdurinn að því, en hún hefur bæði náð
hylli og viðurkenningu hjá poppurunum
og rokkurunum með sínum sérstaka stíl
(því má svo skjóta hér inn í, að MSP eru
farnir að huga að nýrri plötu og mun
eyjaálfusöngkonan snoppufríða, Kylie
Minogue m.a. syngja með þeim á henni).
í kjölfar þeirra hafa svo siglt sveitir á
borð við unglingatríóið í Ash, 3 Colours
Red, Symposium og síðast en ekki síst,
Silver Sun. Silver Sun, Silfursól, er kvar-
tett frá London, sem síðasta árið eða svo
hefur vakið mikla athygli. Til marks um
það hve mikils er vænst af sveitinni, var
hún ein af af þeim 15 nöfnum sem tíma-
ritið virta Q tilnefndi sem það athyglis-
verðasta í poppinu nú um stundir og
voru með sín lögin hvert á sérstakri
geislaplötu sem fylgd maihefti blaðsins
(þar á meðal voru líka 3Colours Red,
Sympoium og „okkar“ Gusgus). Fyrsta
stóra plata Silver Sun kom út í síðasta
mánuði og bar einfaldlega nafn sveitar-
innar. Hefur hún fengið mjög góðar mót-
tökur og jákvæða gagnrýni. Er hægt að
taka undir þessi jákvæðu viðbrögð, því
platan er full af fínum og grípandi lag-
línum, sem svo félagarnir fjórir matreiða
með fítonsrokkkrafti popppönksins. Þeir
sem hafa hrifist af Ash, Manics úr
breska rokkinu og sveitum á borð við No
Doubt og Green Day úr amerísku rokk-
flórunni, ættu hiklaust að gefa „silfursól-
inni“ gaum. Skin hennar er bara býsna
bjart og brosandi, þrátt fyrir að textarn-
ir við lögin séu reyndar nokkuð svo al-
varlegir.
uAÍ.1 .iáú L i Iii ili.ui íAlLLÉÍa « ÍILM ! iU ÁAÍ káÁi á L ii A A ilÉu* k
Á
Uili
1
ál
álii
i m 'W'Vr'WV'V vvrTnv “Trvl" vmivTim f
• Sniglabandið er enn einn ganginn
komið á kreik í sumar og ætlar sér ör-
ugglega að taka landann með trompi,
eins og svo oft áður. Ný plata er að koma
frá íjörkálfunum, sem eftir því sem næst
verður komist á að heita Bandið. Er
samnefnt lag farið að heyrast á öldum
ljósvakans, ágætisrokksmíð.
•Talandi um endurkomur, þá hefur það
væntanlega ekki farið framjhjá neinum
að Milljónamæringarnir, hin bárulétta
gleðisveit, er enn og aftur farin að láta
heyra í sér. Og enn skarta þeir nýjum
söngvara, sem væntanlega hefur ekki
farið framhjá mörgum, að er hinn fjall-
myndalegi og raddgóði Bjarni Arason.
„Sólóður" hefur hljómað mikið að und-
anförnu og virðist heilla landsmenn á
sama hátt og fyrri verk millanna. Mun
Bjarni vera fimmti söngvarinn sem þen-
ur sig með sveitinni.
•Eftir mánuð eða svo kemur á markað
ansi hreint merkileg tónleikaplata, tvö-
föld, með blúshetjunni látnu, Stevie Ray
Vaughan og hljómsveitinni hans, Double
Trouble. Er um að ræða nokkuð gamla
tónleika frá Carnegie Hall, en væntan-
lega líka góða, þar sem m.a. Jimmie
bróðir Stevies og pianóleikarinn Dr.
John, tróðu upp með Stevie og félögum
hans.
•Annar strengjaplokkari, gítargoðið
mikla og írska, Gary Moore, sem á síð-
ustu árum hefur helgað sig blúsnum,
snýr heldur betur við blaðinu á nýjustu
plötunni sinni, Darker days in Paradise,
sem kom út fyrir skömmu. Þar er á ferð-
inni meinlætislegt popp í staðblússins og
er vart hægt að tala um gftarsóló á allri
plötunni. Vekur þetta óneitanlega athygli
auk þess sem kappinn hefur verið með
skrýtnar yfirlýsingar í viðtölum, m.a. að
„blúsinn sé dauður“ o.fl. Ekki virðist
hann þó ætla að græða mikið á þessum
umsnúningi, a.m.k. hefur platan ekki
farið mjög hátt.
•Söngvarinn ungi í rokksveitinni vin-
sælu Kula Shaker, Crispian Mills, læddi
þeirri vitleysu út úr sér fyrir nokkru, að
nasisminn hefði og ætti enn rétt á sér.
Lauk hann lofsyrðum á foringjann ill-
ræmda Adolf Hitler og sagðist ekkert
hafa á móti því að skreyta sviðsmynd
hljómsveitarinnar með hakakrossi og
það upplýstum. Hefur stráksi skiljanlega
fengið bágt fyrir þessi ummæli og það
raunar svo mjög, að hann fann sig knú-
inn að skrifa afsökunarbréf til íjölmiðla í
Bretlandi, þar sem sagði að ekkert hefði
verið að marka tiltækið.
Mynd 3. Stevie Ray Vaughan. Með honum
og félögum í Double Trouble er væntanleg
væn tónleikaplata.