Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Qupperneq 16

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Qupperneq 16
^Dagur-^œtmn 28 - LaugUMágur‘28: júní 1997 LIF OG LAND Gunnar Sverrisson Ijósmyndari 'mm JÓHANNESARSPJALL Styðja prestar aðra láglaimameim? Jóhannes Sigurjónsson skrifar Prestar eiga upp til hópa allt gott skilið. Eins og við flest. I hópi presta eru örugglega fleiri grandvarir og góðhjartaðir menn en í öðrum starfsStéttum. Og raunar getur ekki hjá því far- ið því prestar, öðrum fremur, hljóta að leitast við af fremsta megni að halda boðorð og annan siðaboðskap Jesús Jósefssonar meistara síns sem þeir trúa á. Eða gera vonandi. Hefði Jesús hent þeim út? í huga almennings hafa prestar ekki verið réttir og sléttir emb- ættismenn á borð við t.d. sýslu- menn, fræðslustjóra eða sálfræð- inga hjá hinu opinbera. Prestar eru, eða eiga að vera, andlegir leiðtogar. Til þeirra eru gerðar aðrar kröfur en til venjulegra kerfiskalla. En prestar eru líka breyskir menn og eiga stundum erfltt með að standa undir þess- um kröfum. Það er eðlilegt og ekkert við því að segja. Að undanförnu hafa prestar hinsvegar sjálfir verið að grafa sínar eigin grafir sem andlegra leiðtoga. Á prestastefnu á dög- unum komu þeir ýmsir fram sem opinberir kerfiskallar, eiginhags- munaseggir og þrautleiðinlegir býrókratar sem hafa meiri áhyggjur af eigin afkomu en sál- arheill sinna minnstu bræðra. Ef marka má lýsingu Biblíunnar á Jesús Kristi, þá hefði hann, óvænt staddur á prestastefnu, velt um borðum og hrakið ein- hverja út. Ef marka má Bibhuna. Og mína túlkun á orðinu, sem er jafn gild og túlkun prestanna. Þegar svo er komið að við, sauðsvartur og óupplýstur al- múginn, gerum ekki lengur greinarmun á prestum og öðrum embæ.ttismönnum landsins, þá fara að vakna upp spurningar um hlutverk og nauðsyn kirkj- unnar. Geta ekki sálfræðingar annast sálgæsluhlutverk prest- anna? Geta ekki sýsluskrifarar séð um framkvæmd jarðarfara og pistlahöfundar skrifað útfar- arræður? Er ekki formaður Kvenfélagsins á staðnum fullfær um að gefa börnum nafn? Og skólastjórinn að ferma þau borg- aralegri fermingu? Er von að spurt sé þegar prestarnir okkar virðast ekki lengur meiri andlegir leiðtogar en ofannefndir. Ópólitískir prestar? Prestar eiga allt gott skilið. Þeir eiga skilið að fá góð laun fyrir erfiða og slítandi vinnu. Og það eigum við líka öll. Og það er í sjálfu sér ekkert athugavert við launabaráttu presta. Að Geir Waage og félagar vilji fá æfi- ráðningu og hærri laun. Eða öllu heldur væri ekkert athugavert við það, ef Geir Waage og félag- ar hefðu hingað til beitt sér í kjarabaráttu fyrir sína minnstu bræður, þá sem hafa enn lægri laun en prestar. Prestar hafa sem sé margir forðast það að skipta sér af þjóð- félagsmálum, taka pólitíska af- stöðu, t.d. í kjaradeilum. En með að því krefjast hærri launa sér til handa eru þeir að taka pólitíska og þjóðfélagslega afstöðu. Og er hið besta mál. En hversvegna í ósköpunum tóku þeir ekki af- stöðu í verkfallinu á Vestfjörðum og studdu launakröfur fisk- vinnslufólks? Og hversvegna sendi prestastefna ekki frá sér ályktun þar sem lýst var yfir stuðningi við ófaglært starfsfólk á Sjúkrahúsi Þingeyinga í þeirra vinnudeilu? Báðir þessir hópar eru með lægri laun en prestar og vinna erfið störf og óþrifalegri en hinir andlegu leiðtogar. Illa fyrir kallaðir? Sem andlegir leiðtogar eru prestar að missa tiltrúnað okkar. Þeir hafna pólitískum afskiptum, þeir veigra sér við að berjast gegn almennu launamisrétti í landinu, en berjast af hörku fyrir eigin kjörum. Það styttist í það að við hættum að gera kröfur til presta og þá geta þeir farið að drekka, drabba og hórast eins og við hin og enginn kippir sér upp við það, ekki frekar en ef fulltrúi í samgönguráðuneytinu hagaði sér svo. Biskup spurði sem sé grund- vallarspurningar í ræðu sinni á prestastefnu þegar hann sagði: „Er enginn munur á að vera í þjónustu kirkjunnar eða t.d. samgönguráðherra?" Og biskup sem skynjar vaxandi trúnaðar- brest (trúnaðarprest?) milli kirkju og almennings í landinu bætti við: „Illa væri komið ef við litum ekki öðruvísi á starf okkar en aðrir þeir sem stimpla sig til hefðbundinnar vinnu að morgni. Við erum kölluð." Og er mergurinn málsins. Eða ætti að vera það.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.