Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Side 17

Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Side 17
LIF OG LAND Land og þjóð Sigurður Bogi Sævarsson skrifar 1. Við Laufásveg í Reykjavík stendur húsið Galtafell sem Bjarni Jónsson, kenndur við Gamla-bíó, átti lengi. En hvar er Galtafell það sem Bjarni nefndi húsið eftir - og hver var bróðir hans, landsþekktur listamaður? 2. Undir Krísuvíkurbergi hafa tveir Grindarvíkurbátar strandað síðustu árin. Annar svegar 1991 og hins veg- ar í vetur. Hvað hétu þessir bátar? 3. í vikunni var frá því greint að þekkt- ur flölmiðlamaður hefði tekið á leigu laxveiðiróttindi í á einni í Borgarfirði. Hver er maðurinn og hver er áin? 4. Á ferð sinni um Dalasýslu um sl. helgi heimsótti forseti íslands m.a. Mjólkursamlagið í Búðardal. Á hvaða framleiðslu er þar einkum lögð áhersla? 5. Að Holti í Önundarfirði situr prestur sem er m.a. þekktur fyrir hljóðfæra- leik. Á hvaða hljóðfæri leikur hann og hvað hét bókin sem hann skrifaði um það tímabil sem hann var fríkirkju- prestur í Reykjavík? 6. Á þessari mynd sést Brynjólfur Sæ- mundsson, búnaðarráðunautur á Hólmavik, við minnismerki um þekkt skáid, fædd 1887, sem er talið vera fyrsti einstaklingurinn fæddur á Hólmavík. Skáldið er m.a. þekkl fyrir ljóðið Vorsól. Um hvern er spurt? 7. Hvað heitir bærinn í Vestur-Húna- vatnssýslu sem Grettir Ásmundarson var frá? 8. Fyrir framan aðaldyr Hóladómkirkju í Hjaltadal er leiði maddömu í Skaga- firði, sem ljúflingsskáld þjóðarinnar orti um eitt fegursta ástarljóð tung- unnar, þegar hún var ung slúlka. Hver var hún? 9. Hverjir eru bæjarstjórar á Blönduósi og Sauðárkróki? 10. Ilvar í F.yjafjarðarsýslu eru eftirtaldir bæir; Jarðbrú, Þverá, Melar, Ingvarir, Hofsá, Uppsalir og Skáldalækur? 11. Við sunnanverða Hörgárósa við Eyja- Qörð eru merkar fornminjar um verslunarstað, sem þar var frá fyrstu öldum íslandsbyggðar og fram til um 1400. Hver er staðurinn? 12. í hvaða sveitarfélagi eru Grímsstaðir á Fjöllum? 13. Hverjir eru tveir hæstu fjallvegir á Austurlandi? 14. Ilvað heitir kirkjustaðurinn í Loð- mundarfirði? 15. í Austurlandskjördæmi eru gefin úr þrjú héraðsblöð, hvert á sínum stað. Hvað heita þau og hvar eru þau gefin út? 16. Seint á síðustu öld fæddist í Ilörgs- landskoti á Síðu kona sem síðar varð verkalýðsfrömuður x höfðuborginni og tók þátt í stjórnmálum. Sonardótt- ir hennar situr nú á Alþingi og er þar formaður síns stjórnmálaflokks. Um hvaða konur er hér spurt? 17. Myndin, hér að neðan, er frá Stöng í I'jórsárdal. Hvað hét kappinn sem þar bjó þegar dalurinn lagðist í auðn eftir eldgos árið 1104 - og hvað heitir móbergsstapinn, sem gengur fram í Þjórsá og er kenndur við kappann? 18. Hvar í Árnessýslu eru eftirtaldir bæ- ir; Ragnheiðarstaðir, Fljótshólar, Syðri-Völlur, Skógsnes, Sviðugarðar og Seljatunga? -PS. Gott væri og gaman ef velveljaðir lesendur gætu laumað að umsjónarmanni þessa þáttar myndum eða spurningum um land og þjóð. Allt slíkt er vel þegið. Hægt er að hafa samband við undirritaðan í síma 460 6123. Kveðja, Sigurður Bogi. 'Bpu i [ddí)ji|JBfæqBf.!aA|nn9 i nja jiæq Jiss9<j'8t jnpujau iqjqqsqni!;) ja mnuoq jpja 3o Supts y pfq mas uuiddnq jaq uossppuBJi jnqnoQ / [ BtiBAQpfq uunmjoj ‘jnjjppjBQjngis nuuoqpf ‘jBuuaq jnjjopjBuos 3o pnmpjjSQ,í[ -uqjaA jnjjopspSg nuupqop mn jjnds ja JpH'91 [qjijbujoh i ujph B ujOH-sjjság 8o QBjsdni'q -sa[Q i puB|jnjsny ‘mnQojsspSg t; ijjsny mja [puB|jnjsny 9 jn nja uijaS mas uiQpiqsQBjpH'si 'jnQBjssdtíAjq jijiaq [QjijjBpunmQog i uu[jnQBjsnf)(J!X'H 'JJpq m Z£9 Ja mas QjBqssppo Jnma>| jijja b jsæjq 'pq Bjjarn 0£Z S|(B 'JBQJBjjEUdoA SO JBQI|qJBS|!15|()|’ !||im ‘iQiaqsmaH Ja ipuBijnjsny v jnSaAHBfi iJsæH'El iddajqjBQjBjjjBXQ yzi 'JBSBQ'lt jBpjBQBjjBAS J J[|[B n.io Jjæq JipujafQ oi 'IjpjjJBQiiES b ja uosjbqjiiSis ujofa ujous 80 uosjBQjoq qiijs ja isopupia B uofjsjBfæa '6 iqoiBQjaj QiQofi mn ijjo uossiuuShbh snupr mas jnjjppsJBiiun;) njpq q;a jjb ja jqh '8 'IQjrjQIpV I [SjB'fa BJJ JBA JIJjajQ 'l uu[3u! jjAuqpH bjsjAj bjoa BfSas uuam mas ibpbjiah bjj pipjs upjajs Ja QBq '9 uuunQnBs ijjbas Buijoq uuBq iQBjujs luunfjjijug 1 jnjsajd mas ujs jjojs mn 80 ]Jt;jio|p[|as .injjjacj .ia QjojjjEunpuQ qia uioH J uossujofa JBuunQ 'JS s QjaSBjso 9 tqsjaqt! q8o| umqiqo ja n|sÁSB[B(] 1 nuiaiquiBsnqipjjq j p nSiai b pSuBj j muujpJiQiaA Qiqoj ;uu[S np|Aqs|pf) Qam jnjaq mas ‘z jbaqojs jbqjs 80 sdjBAupfs uofjsBjjpJj mnjjAj ‘uossupr ujbjh IaSui ja Qt;,] p ^.injoA 1 nu »•) uinajsjoq 80 1661 Q!J9 HQ jppumjs iQBpuBjjs i3jaq.m)(jAnsij>i Jipufj z 'UBASSpqpuAm ‘uossupr JBmg jba suuq JlQOjg jddajqBuuBmBunjH J majBJiBQ qb Bujnfa uinQOisii)|sæ jqja jujau ja [|ojBj|iq) Qisnu j uoas Fluguveiðar a,ft sumrí (25) Virðing fyrir bráð Stefán Jón Hafstein skrifar Síðasta helgi: Kári kötturinn minn sleikti út um og lét sér vel líka urriðatittur sem ég dró úr vatni kvöld- ið áður. Við höfðum setið nokkur í kvöldkyrrðinni og horft á fiskana vaka, södd og þung eftir máltíð að loknum púldegi við gróðursetningu; nú var lygnt og fiskurinn gáraði hringi um allt vatn. Alveg uppi í harða landi. Loks stóðumst við ekki mátið bræðurnir og náðum í stangir. Ég prófaði pea- cock, enda fluga sem jafn- an er fiskin. Ekkert. Þá ákvað ég að prófa rass- endafjöður frá Marc Pe- titijean, þeim sem ég sagði frá í vetur. Þurr- flugu sem unnin er úr fjöðrum fitukirtilsins. Þetta var smækkkuð út- gáfa af flugu sem virkaði vel á urriðann í Laxá. Númer 16. Hún flaut yfir þar sem fiskarnir voru að gára vatnið. Þrisvar. Ekkert. Þá tók ég til gamla ráðsins: þegar flugan lenti kippti ég henni snöggt undir yfirborð- ið. Takan kom! Um leið. Þetta var urriðatitt- urinn sem Kári át. Nokkrir tóku með látum strax, litlir sprækir fiskar, en ég hélt þeim ekki á smáflug- una. Ég hélt ég væri í góðum málum, en þá snöggdatt niður hitinn um 2-3 gráð- ur, fiskurinn hætti að sjást og takan hætti um leið. Þetta voru fjörugar fimm mínútur. Og við sem höfð- um horft á fiskinn gára vatnið allt kvöldið! Kári smjattaði á fiskin- um. Ég skal viðurkenna að þegar ég sýð fisk fyrir Kára vanda ég mig ekki eins og þegar ég elda fyrir oklcur mannfólkið. 17. júní eldaði ég fyrir hópinn sem var að koma frostbit- inn og snjóbarinn úr Laxá, þessa líka feitu urriða. Það var ekki erfitt. Ég er ekki snillingur að flaka eins og Stebbi Hjaltested en geri það samt; kreisti sítrónu yfir fiskholdið og læt standa í nokkrar mínútur. Steiki í smjöri, fyrst roðhliðina, hægt!, nota Ilerbamare sem salt (treysti Erni í Heilsuhúsinu fyrir því) og nú prófaði ég villikrydd frá lienni Sigfríð í Potta- göldrum á þennan líka villta urriða sem hljóp með mig 70 metra niður ána! Þegar hann var að stikna (ekki í gegn, alls ekki! - hafið hann bleikan) fékk ég hvítvínsgusu úr nærliggjandi glasi. Hann var borinn fram með heit- um kartöflum, nýjum ís- lenskum tómötum og freyðivíni (af þvi' að það var 17. júní) - algjör snilld! Hann hefði ekki orðið svona góður ef heitt hefði verið í veðri og ég látið hann liggja á bakkanum eða sett hann í plastpoka. Maður klikkar ekki á því lengur. Til silungsveiða geng ég með kælitösku sem Þorsteinn í Ármótum seldi mér. Þetta er ein- angruð strigataska sem maður bleytir í gegn, ótrúlegt en satt, hún held- ur fiskinum köldum ef maður gætir þess að halda henni votri. Og ef langt er í næstu frystikistu er nauðsynlegt að vera með frauðplastkasssa full- an af ís til að setja fiskinn í að lokinni vakt. Nú vitna ég í ritgerð Svens Richters fyrir Ármenn: „Nauðsyn- legt er að blóðga fiskinn strax eftir löndun til að Qarlægja sem mest blóð úr holdi hans. Við það eykst stórlega geymsluþol fisksins og um leið gæðin. Jafnframt þarf að kæla fiskinn til að æðar haldist lengur opnar. Blóð helst fljótandi í kældum fiski í allt að 'á klst. Sé fiskurinn ekki kældur lokast fljótt fyrir æðarnar og fiskhold- ið losar sig ekki við blóðið. Blóðga skal fiskinn með því að skera sundur æðina sem gengur inn í tálknin. Bregða skal hnífnum fyrir aftan tálknin og skera upp á við“. Þetta er í raun fyrsti liður í uppskrift að góði'i laxfiskamáltíð! Sil- ,ung þarf að slægja strax eða að minnsta kosti fljótt, því hann er með æti sem byrjar að rotna og magasýrurnar eyðileggja holdið. Um lax gegnir öðru máli, því magi hans er tómur. Nú er komið að dular- fullu fyrirbrigði sem nefn- ist stirðnun. Allar dauðar lífverur stirðna, nema plöntur. Því fyrr sem fisk- ur er kældur, því lengur varir stirðnun, og því bet- ur geymist hann. Glænýr fiskur upp úr vatni verður að stirðna (og ljúka þeim ferli) áður en hann er matreiddur. Fiskur sem frýs á stirðnunarstigi verður að fá tóm til ao taka sig áður en hann er matreiddur, því annars verður hann þurr og bragðlaus - svo ég vitni í Sven Richter ritgerðarhöf- und Ármanna. Ég ætla ekki að útskýra þetta frekar, en menn þekkja að kjöt verður að hanga mis- lengi til meyrna og brjóta sig; sama á við fisk. Við erum að tala um nokkrar klukkustundir. Maður er bú- inn að ganga gegnum skóla lífsins í þessu eins og öðru. Silungur sem liggur á ár- bakka í plast- poka skemmist fljótt ef hlýtt er í veðri. Gróður- húsaáhrifin! Maður vill ekki blóðlifrar í holdi fisksins, en þær koma ef illa er blóðgað. Eitt sinn veiddi ég með laxveiði- manni sem blóðgaði fiskinn áður en hann rotaði hann og hélt niðri í straumvatninu meðan honum blæddi út. Ég fæ mig nú tæpast til þess, en lengi hélt ég stórurriðanum í vatni meðan blóðið seitlaði út - þessum sem ég heiðraði svo með freyðivíni og sméri þann 17. jiiní. Virðing fyrir bráð er aðalsmerki góðra veiði- manna. Menn eiga ekki að drepa bráð nema til að njóta hennar. Þá á að fara vel með hana. Og eitt að lokum. Þarftu að drepa allan þann fisk sem gín við agninu? Samvisku- spurning á sumri: hefur þú tæmt frystikistu að vori, hent fiski sem þú ekki neyttir? Hefði hann betur verið kominn á hrygningarstöðvar en ekki í glatkistuna þína? Ég veit bara að jafnvel Kári minn lítur ekki við fiski sem byrjaður er að þrána í fyrsti. Það er hátíðlegt að elda góða villibráð sem hlotið hefur rétta með- höndlun. Það er skömm að fara illa með hana.

x

Dagur - Tíminn Akureyri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Akureyri
https://timarit.is/publication/252

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.