Dagur - Tíminn Akureyri - 28.06.1997, Qupperneq 19
Jlagur-©mmn
Laugardagur 28. júní 1997 - 31
LIFIÐ I LANDINU
ýjáUÍ titti
- ýetltt* í ‘áHH
Dauðans alvara...
A
amerískum sjónvarpsþætti
sem sýndur er að morgni
dags í öllum Bandaríkjunum
var fyrir skömmu fjallað um ís-
land. Sérstakur þáttur var helg-
aður landi og þjóð. Að kvöldi
útsendingardagsins var sér-
stakur þáttur í íslenska sjón-
varpinu helgaður þessum am-
eríska þætti; gúdd morning am-
eríka.
í íslensku samantektinni
fengum við að sjá að ritstjóri
Dags-Tímans, Stefán Jón Haf-
stein, var kynntur til sögunnar
sem ritstjóri dagsblaðsins sem
„íslendingar kalla stundum
dagblað dauðans" vegna þess
að í blaðinu er svo mikið fjallað
um hina látnu. Þar var átt við
minningargreinarnar.
Fyrir nokkrum dögum átti ég
dauða stund. Stund milli stríða,
tíma til að drepa. Ég hef undan-
farið reynt að nota svona tæki-
færi til að slaka á og njóta
augnabliksins. í þetta skiptið
varð göngutúr með félaga um
kirkjugarðinn í Fossvogi fyrir
valinu. Þetta er einstaklega fal-
legur og skjólgóður garður og á
göngu um hann leiðir maður
ósjálfrátt hugann frá argaþrasi
borgarinnar og að öðrum gild-
um.
Kirkjugarðurinn iðaði af lífi.
Fjöldi starfsmanna kirkjugarð-
anna var þar nefnilega við
vinnu við að halda garðinum í
fyrirmyndar horfi. Hinir látnu
skipta íslendinga greinilega
ekki bara máli í dagblöðunum.
Þessir starfsmenn voru flestir
um tvítugt, skólafólk í sumar-
vinnu. Dugmikil ungmenni
vopnuð skóflum, klippum og
vasadiskói, sem réðust til at-
lögu við greinar, arfa og mosa.
En eins og oft vill verða leynist
oft misjafn sauður í mörgu fé.
Ekki höfðum við félagi minn
labbað lengi er við gengum
fram á tiltölulega láréttan
mann við hlið eins leiðis. Þó að
þessi stelling piltsins kunni að
þykja við hæfi í kirkjugarði var
hann ekki líklegur. Við héldum
að vísu fyrst að hann væri sof-
andi en tókum þá eftir að um
líkama hanns fóru reglulegir
kippir. Takktfast og örugglega
var hann að dansa við undirleik
vasadiskósins sín. Hann vistist
sannarlega njóta augnabliksins.
Félagi hans úr vinnuflokkn-
um kom þar að og potaði í
hann. Dauðans aumingi get-
urðu verið sagði hann. Það má
ekki líta af þér þá ertu lagstur.
Slappaðu af svarði sá ólíklegi.
Ég er búinn að vinna vel. Ég
vinn bara miklu betur ef ég
hvíli vel á milli. Hann var
greinilega viskubrunnur. Hvfld-
in er jú nauðsynleg.
Við félagi minn héldum
áfram göngunni og brostum út í
annað. Hugsuðum og sögðum
eitthvað á þá leið að svona væri
nú unga fólkið o-já já. Ég er nú
orðin fertugur og ég nenni ekki
lengur að vera í vinnu við að
stela mér lúr, en lfldega var
maður akkúrat svona o-jájá.
Verst að vesturheimsku sjón-
varpsmennirnir voru ekki
þarna. Þessi uppákoma hefði
örugglega aukið á skemmtigildi
þáttarins þeirra ekkert síður en
sagan af Stefáni Jóni og dag-
blaðinu hans sem fjallar um
fólk - lifandi og dáið. Eða verst
hvað þessi amiríski þáttur var
yfirborðskenndur og einhvern-
veginn fyrtur. Eða verst að okk-
ur skyldi finnast svo mikið til
þess koma að þeir skyldu íjalla
um land vort og þjóð að okkur
var alveg sama hvað þeir sögðu
og gerðu. Bara ef þeir Ijölluöu
um okkur. Okkur!
Svona fer maður ósjálfrátt að
velta vöngum ef maður fer í
göngutúr. Pétur Gunnarsson
skáld kallar þetta að hugsa með
fótunum. Göngutúr með eða án
tilgangs, með eða án sérstaks
áfangastaðar er meinhollur.
Andartak frá erli dagsins, gerir
okkur ekki vesturheimsk, við
höldum jarðsambandi.
Þriðja ráð mitt til lesenda um
hollustu og heilbrigða lifnaðar-
hætti er því einfalt og viðeig-
andi í þessu dagblaði: Fáðu þér
göngutúr um næsta kirkjugarð.
Svo er nú það.
Gaui litli.
BRIDGE
Alli
Þorláksson
Þegar þetta er skrifað er
ijórum umferðum ólokið
á Evrópumótinu í bridge,
þar sem landslið íslands í opn-
um flokki hefur allan tímann
verið í efstu sætunum. Fyrir
gærdaginn var ísland í 7. sæti
en takmarkið er að enda í einu
af fimm efstu sætunum sem
veitir þátttökurétt á heims-
meistaramótið í Túnis í haust.
Mótinu lýkur í dag.
Skipst hafa á skin og skúrir
hjá opna flokknum en árang-
urinn verður að mati umsjón-
armanns alltaf viðunandi þótt
takmarkið náist ekki. Auðvitað
má setja út á tapið gegn Líban-
on, 7-23, vont gengi gegn
Norðurlandaþjóðunum nema
Danmörku og aðra ósigra,
suma nokkuð óvænta, en sig-
urinn gegn Ítalíu var á hinn
bóginn sérlega glæsilegur. Enn
er ekki of seint að afskrifa
möguleikann á HM-sæti.
ítalir hafa spilað sérlega vel
á mótinu og ekkert kemur í
veg fyrir að þeir verji Evrópu-
meistaratitilinn. Þá er sýnt að
Pólverjar fylgja þeim og senni-
lega Frakkar. Ekki er hægt að
spá frekar fyrir um hin efstu
sætin.
Hvað kvennalandsliðið varð-
ar hefur árangurinn verið
slakur en í fyrradag gekk allt
upp þegar liðið sigraði í þrem-
ur leikjum í röð.
Þrautín
* 64
* D92
* ÁT853
* ÁD2
N
V A
S
* ÁK3
V ÁG
* DG974
* 864
Þú spilar þrjú grönd í suður og
andstæðingarnir skipta sér ekk-
ert af sögnum. Vestur spilar út
spaðafimmu og austur stingur
upp drottningu. Hver er örugg-
asta spilaleiðin til að hljóta 9
slagi?
Ef txgulsvíningin gengur er
minnsta málið að vinna spilið,
en það tapast ef engar svíning-
ar ganga. Svona er allt spilið:
♦ 64
* D92
♦ ÁT853
* ÁD2
♦ G8752
▼ K73
♦ 6
* GT73
* DT9
* T8654
* K2
* K95
* ÁK3
V ÁG
* DG974
* 864
Án ígrundunar virðist eðli-
legt að byrja á tígulsvíningunni
en það er ekki leiðin til lífsins
eins og sjá má á dreifingu spil-
„Srákarnir okkar“ berjast upp á líf og dauða um sæti f Túnis f haust. Konurnar geta bjargað sér fyrir horn með
góðum endaspretti.
anna. Austur drepur og spilar
spaða og sagnhafi fer niður á
spilinu.
Rétta spilaleiðin er að dúkka
spaðann, drepa síðan og búa til
hjartaslag. Þetta útilokar vestur
frá spilinu, hann spilar spaða,
en þegar austur fer inn á hann
engan spaða. Það skiptir engu
máli hvort tígulsvíningin gangi.
Ath. að ef vestur hefði skipt í
lauf þegar hann er inni á
hjartakóng þá stingur sagnhafi
upp ás, fer heim á hjarta og
svínar tígli.
Bikarinn ’97
Dregið f aðra umferð
Búið er að draga í 2. umferð
bikarkeppninnnar 1997. Fyrri
sveitin á heimaleik:
Sparisj. S-þing-
Bflanes, KeflavxTc
HAM ísafirði-
Roche Reykjavík
Sérsveitin Rvk,-
Jón Sigurbjörnsson Siglufirði
Gissur Jónasson Akureyri-
Neon Reykjavík
Friðrik Jónasson Rvk.-
Frímann Stefánsson AK.
Eimskip Reykjavík-
VÍB
Hjólbarðahöllin-
Marvin, Reykjavík
Landsbréf-
SS Brú, Borðeyri
Guðjón Bragason IJeilu-
Ól. Steinason Selfossi
Samvinnuf. Landssýn-
Hjálmar Pálsson Reykjavík
Guðlaugur Sveinsson Rvk.-
Guðmundur Ólafs Borgarnesi
Sigtryggur Sigurðsson Rvk,-
Anton Haraldsson Rvk.
Birgir Steingrímsson Rvk.-
Símon Símonarson Rvk.
Gylfi Baldursson Rvk,-
Steinar Jónsson Rvk.
Jens Jensson Rvk.-
Snorri Karlsson Rvk.
Radíómiðun Rvk.-
Sveinn Aðalgeirsson Húsavík
Af stórleikjum þessarar um-
ferðar má nefna leik Antons og
Sigtryggs sem og leik Hjól-
barðahallarinnar og Marvins.
Leikjunum skal vera lokið fyrir
20. júlí.