Dagur - Tíminn Akureyri - 24.09.1997, Side 9
IDagur-'ðStnmn
MMM
PJÓÐMÁL
Miðvikudagur 24. september 1997 - 9
Hagræðing í sjúkrahús-
málum landsbyggðar
Ólafur
Ólafsson
landlœknir
skrifar
S
slendingum virðist ekki fyr-
irmunað að gera langtímaá-
ætlun. Vil ég nefna dæmi. Á
síðastliðnum 24 árum hefur
mjög verið hagrætt í sjúkrahús-
málum landsbyggðarinnar. í
lögum um heilbrigðisþjónustu
frá 1973 var gert ráð fyrir að í
hverju héraði væri eitt sjúkra-
hús búið handlæknis- og lyf-
læknisaðstöðu. Öllum var ljóst
að aðalforsenda fækkunar á
fullbúnum sjúkrahúsum væru
stórbættar samgöngur. í ofaná-
lag skildu allir að slíkar breyt-
ingar snertu hug og hjörtu
margra heimamanna og tæki
því langan tíma.
Nú hefur þetta gengið eftir
að mestu. Samgöngum hefur
verið bylt til hins betra og
sjúkrahúsflutningar stórefldir.
Skurðlæknisþjónusta hefur ver-
ið lögð niður á sjúkrahúsinu á
Stykkishólmi, á Patreksfirði,
Blönduósi, Hvammstanga,
Siglufirði og á Egilsstöðum.
Þessi sjúkrahús verða rekin
sem heilsugæslusjúkrahús.
(Samkvæmt eldri tillögum Guð-
mundar Sigurðssonar læknis).
Vel útbúin og mönnuð
Ólafur Ólafsson segir að vel útbúin og mönnuð sjúkrahús séu víða um land, m.a. annars sjúkrahúsið á Húsavík,
en þaðan er þessi mynd.
sjúkrahús (héraðssjúkrahús)
eru nú á Akranesi, ísafirði,
Sauðárkróki, Akureyri, Ilúsa-
vík, Neskaupstað, Selfossi,
Hafnarfirði og í Keflavík. Tillög-
ur um samvinnu milli sjúkra-
húsa á Akranesi, Selfossi og
Keflavíkurþríhyrningnum eru
af hinu góða. Eins mætti hugsa
sér meiri samvinnu milli
sjúkrahúsa á Norðurlandi. Nú
er mál að samdráttartiliögum
linni, en vitanlega ber að sinna
hagræðingu eftir mætti.
Þrátt fyrir verulegar hagræð-
ingaraðgerðir er enn haldið
áfram að þrengja að héraðs-
sjúkrahúsum. Ef svo fer fram
sem horfir og t.d. bakvaktir
lækna og hjúkrunarfræðinga
hverfa verða þessi sjúkrahús
faglega óvirk til að sinna bráða-
þjónustu og rísa því ekki undir
nafni. Sumt miðstjórnarfólk í
heiibrigðisþjónustunni virðist
álíta að nægilegt sé að halda úti
hjúkrun aldraðra á landsbyggð-
inni. Þetta er mikiil misskilning-
ur því að þjónusta héraðs-
sjúkrahúsa er margþætt og
nauðsynleg ef byggð á að hald-
ast.
Sjaldan er eytt orðum að
kostnaði heimafólks ef það þarf
að leggja iand undir fót til
Reykjavíkur t.d. með sjúk börn
og dveljast þar löngum við dýr-
Sumt miðstjórnarfólk
í heilbrigðisþjónust-
unni virðist álíta að
nægilegt sé að halda
úti hjúkrun aldraðra á
iandsbyggðinni. Þetta
er mikill misskilning-
ur því að þjónusta
héraðssjúkrahúsa er
margþætt og nauð-
synleg ef byggð á að
haldast.
an kost. Fyrri útreikningar um
ferðir einstakra sjúklinga segja
aðeins hálfa sögu. Því að í of-
análag hverfur fólkið úr starfi
um tíma. Ég legg til að héraðs-
sjúkrahúsin verði efld og þeim
verði gert að sinna bráða- og
bakvöktum vel og rækilega. Mál
er að linni!
Jón Baldvin
Albert Jensen
trésmiður skrifar
*
byrjun septembermánaðar
hlustaði ég á útvarpsþátt
Jóns Bafdvins Hannibalsson-
ar um frelsishetjuna Jón Sig-
urðsson. Með Jóni las kona
hans, Bryndís Schram. Góð frá-
sögn og skörulega flutt. Einn
galii var þó á. Það er E.S.B.
þráhyggja Jóns Baldvins.
í þættinum reynir Jón að fá
fólk til að misskilja áhuga nafna
síns fyrir frfverslun. En það er
ólíkt fullveldisafsaii. Ég skil
ekki hversvegna Jón er að
þessu. Hann veit vel að nafni
hans Sigurðsson vildi þjóð sinni
fyrst og fremst sjálfstæði og þar
af leiðandi frelsi til hvers sem
var. Hann vildi útvíkka mögu-
leika þjóðarinnar til allra átta.
Ekki bara einnar. Hann vildi frí-
verslun. Ekki samruna við aðr-
ar þjóðir.
Að sumu leyti líkist Jón
Baldvin, Hannesi Hólmsteini
Gissurarsyni. Annar er gáfaður,
hinn minnugur. Báðir hafa
óviðráðaniega áráttu. Annar
hefur í fjölda greina hvatt ís-
lendinga tii að sækja um
inngöngu í E.S.B. þó hann viti
að við afsölum sjálfstæði okkar
um leið og við færum þar inn.
Hinn hefur skrifað tugi greina
um að þjóðinni sé fyrir bestu að
afsala sér aðal auðlind sinni til
fárra útvalinna. Og báðum er
fúlasta alvara.
í langan tíma hefur stjórn-
málamaðurinn Jón Baldvin,
farið hamförum í pólitíkinni. Og
ekki bara hér á landi. Hann
hefur biandað sér á jákvæðan
hátt í sjálfstæðisbaráttu ann-
arra þjóða. Það gerðist á sama
tíma og hann treysti ekki eigin
þjóð í atkvæðagreiðslu í E.E.S.
málinu þar sem kjósa átti um
sjálfstæðisafsal, enginn vissi
hvað mikið, gegn betri aðgangi
að mörkuðum E.B. Jón vissi að
þjóðin mundi neita. Og
inngangan var brot á stjórnar-
skránni.
Að Jón Baldvin skyldi komast
upp með einhliða áróðurinn og
blekkingarnar sem utanríkis-
ráðherra, sýnir hvað maðurinn
er snjall. Það skiftir ekki máli
hvort málefnið er gott eða
slæmt. IJann hefur þessi áhrif.
og Jón Sigurðsson
Jón Baldvin finnst mér
skemmtiiegasti ræðumaður
okkar. Ilann hefði getað orðið
mikilvægasti stjórnmálamaður-
inn frá því nafni hans var. Hann
er sá er hefði getað reist Al-
þýðuflokkinn úr öskustónni. En
of margt fór úrskeiðis eins og
getur gerst hjá hinum ágætustu
mönnum. Forystumönnum
krata gengur ekki betur að
fylgja sínum upphaflega boð-
skap en músiímar og kristnir
sínum.
Á sínum tíma barðist Jón
Baldvin fyrir að allt ísland yrði
fyrir þá sjálfa. Það og E.S.B. ár-
átta hans, eiga álíka saman og
olía og vatn. Ekki var hann
öldruðum tillögugóður á þingi.
Ég var ekki einn um skiln-
ingsskort þó ég efaðist ekki um
að hann vildi vel, er hann leiddi
Aiþýðuflokkinn í stuðningi við
Jón Baldvin reynir að fá fólk til að misskilja áhuga nafna síns
Sigurðssonar á fríverslun.
matarskatt og bflagjald. En þeir
skattar rýrðu verulega getu
þeirra ver settu. Svo var hann
og er, bændum erfiður ljár í
þúfu. Og ekki má gleyma velviid
hans til erlendra sjómanna.
Gömlu beigísku togararnir eld-
ast vel og veiða endalaust í fisk-
veiðilögsögu okkar með lág-
marks eftirliti og lygna skip-
stjóra. Afglapar hafa gert veiði-
leyfasamningana við Belgi.
Jón Baldvin hefur gert margt
gott og vissuiega er hann sam-
stíga þjóðinni hvað varðar gjald
fyrir aðgang að auðlind sjávar.
Þrátt fyrir E.S.B. hugsjónaár-
áttu Jóns, er hann maður sem
ég vildi gjarnan hafa með mér.
Því hann þorir að láta Gamm-
inn geisa. Og öðruvísi en Þráinn
forðum. Þó það nú væri.
Verstir þykja mér allir af-
leikirnir hjá annars svo örugg-
um manni.
Ég er ánægður með að svo
öflugur talsmaður E.S.B. hverf-
ur úr pólitíkinni.
Bandaríkjamenn hafa reynst
okkur betri vinir en margir
gera sér ljóst. Sem sendiherra í
Bandaríkjunum, er Jón réttur
maður á réttum stað. Ég óska
honum velfarnaðar í hinu nýja
starfi.