Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Qupperneq 2
14 - Laugardagur 25 janúar 1997
Jlagur-®mrirat
Fyrir
smáfólldð
Nú er helgarfríið runnið upp og all-
ir krakkar spenntir að taka sér
sitthvað skemmtilegt fyrir hendur
með pabba og mömmu, til dæmis að
fara í labbitúr út í náttúruna eða sækja
listviðburði... Hér koma nokkrar göðar
ábendingar.
Tröll í leikhúsi
Á sunnudaginn heimsækir Sögusvuntan,
brúðuleikhús Hallveigar Thorlacius,
Möguleikhúsið með ferðasýninguna
Minnsta TRÖLL í heimi. Sýningin stend-
ur í 40 mínútur og er fyrir krakka á
aldrinum tveggja til átta, foreldra
þeirra, afa, ömmur, frænkur og frændur.
Minnsta tröil í heimi fjallar um agnar-
litla tröllastelpu og seinheppin músa-
strák, sem heitir Leifur heppni. Þau
lenda í miklum vandræðum sem áhorf-
endur hjálpa þeim að leysa.
Hampus og eggið
Brúðuleikhúsio Hampus og eggið fra Svi-
þjóð verður með litríkar og fjörlegar
brúður sínar í Norræna húsinu á sunnu-
daginn klukkan 14. Sýningin er ætluð
börnum á aldrinum þriggja til sex ára og
er eftir leikskólakennara sem heitir Eva
Ljungar. Eva blandar saman íslensku og
sænsku í sýninguni þannig að allir geta
fylgst með þó að þeir skilji ekkert í
sænskunni. Aðgangur er ókeypis.
Litli-Kiáus og Stóri-
jus
sunnudaginn er tilvahð að
fara með börnin í Þjóðleikhús-
ið þar sem munurinn á réttu og röngu,
góðu og slæmu, er prédikaður á
skemmtilegan og líflegan hátt í hinu sí-
gilda verki Litli-Kláus og Stori-Kláus eft-
ir H.C. Andersen. Sýningin byrjar klukk-
an 14. Sjá umfjöllun á síðu 15.
Latibær og Skari skrípó
Magnús Scheving heldur áfram að
hvetja börn til hollra lífshátta í hinu ijör-
uga leikriti Áfram Latibær sem sýnt er í
Loftkastalanum. Þegar er uppselt á fyrri
sýninguna á morgun en önnur sýning
verður klukkan 16 og hugsanlegt að
hægt sé að næla sér í miða þá.
Fjölbreytt efni er í kvikmyndahúsunum
fyrir börnin að vanda. í Borgarbíó á Ak-
ureyri verða tvær barnasýningar klukk-
an 15 á morgun, Litla prinsessan og
Hringjarinn frá Notredame. Eitthvað
minna úrval í Reykjavík en venjulega en
þó hægt að sjá Gosa í Háskólabíói eða
Hringjarann frá Notradame í Sambíóun-
um.
Ef ekkert freistar í bíó er alltaf hægt
að arka út á myndbandaleigu og ná sér í
einhverja góða Ijölskyldumynd sem
gaman er að horfa á saman. Það getur
verið notalegt að koma sér vel fyrir í sóf-
anum með popp og kók (eða bara mjólk,
til að hafa hollustuna á hreinu) og horfa
á ljúfa mynd með börnunum. En munið,
þið verðið að vera með, ekki nota mynd-
ina sem barnapíu!
Freestyle keppnin
er að byrja í Tónabæ
Stöllurnar Sigrún Huld Gunnarsdóttir, Hagaskóla, Gyða Bergs, Vogaskóla, Sigríður Wikfeldt,
Garðaskóla og aftast Edda Pétursdóttir, Alftamýrarskóla, mynda hópinn Splash. Þær eru á
fullu að æfa fyrir Freestyle keppnina. Myn&.BG
Fjöldinn allur af unghngum á aldrin-
um 13-17 ára er byrjaður að æfa
undir Freestyle danskeppnina ár-
legu í Tónabæ en undankeppnin á höf-
uðborgarsvæðinu fer fram 7. febrúar og
úrslitakeppnin 14. febrúar. Mikið annríki
er í mörgum skólum en unglingarnir láta
það ekki á sig fá, skipuleggja tíma sinn
vel og æfa af kappi enda markið sett á
sigur í flestum tilfeUum.
„Við erum búnar að æfa í tvær vikur
en það var ekki fyrr en á laugardaginn
sem dansinn var fuUsaminn. Við erum
búnar að mixa saman tónlistina og
ákveða í hverju við ætlum að keppa,“
segja stelpurnar í danshópnum Splash
en þær ætla að taka þátt í Freestyle
keppninni og sýna frumsaminn dans,
sem þær nefna því erlenda nafni Coupe.
Þekkjast úr ballett
Það eru vinkonurnar Sigrún Huld Gunn-
arsdóttir, 13 ára nemi í Hagaskóla, Edda
Pétursdóttir, 12 ára nemi í Álftamýrar-
skóla, Gyða Bergs, 13 ára nemi í Voga-
skóla og Sigríður Wikfeldt, 13 ára nemi í
Garðaskóla, sem mynda Splash en þær
hafa verið saman í ballett og þekkjast
þaðan.
Stelpurnar leggja hart að sér við æf-
ingarnar og segjast æfa mest um helgar.
Þær sofa þá saman heima hjá einhverri
þeirra og æfa myrkranna á miUi. Þær
eru ákveðnar í að æfa vel fyrir keppnina
enda þekkja þær margar í hópi kepp-
enda og vita að samkeppnin verður
hörð. Tvær úr Splash voru með í keppni
10-13 ára í fyrra og lentu þá í öðru sæti.
Undankeppni fyrir Freestyle keppnina
fer fram víða um landið en í fyrra fór
hún fram á átta stöðum, í Vestmannaeyj-
um, á Akranesi, Sauðárkróki, Neskaup-
stað, Selfossi, Akureyri, fsafirði og í
Njarðvík. Úrslit í undankeppninni þurfa
að vera ljós kringum 10. febrúar og
verða lögin í úrslitakeppnina að hafa
borist Tónabæ þá. Bæði er um einstak-
lings- og hópakeppni að ræða.
Haldin er danskeppni fyrir 10-12 ára í
Tónabæ og fer sú keppni fram 22. febrú-
ar. Ekki fer fram nein undankeppni
heldur taka dansarar bara þátt í aðal-
keppninni. GHS
í fyrra varð Ópus hópurinn frá Sauðárkróki í
þriðja sæti en þá kepptu stelpurnar undir
nafninu E-rotik. Hópinn skipa Guðrún Rut
Guðmundsdóttir, íris Ösp Sveinbjörnsdóttir,
Erna María Þrastardóttir, Silvía Rut Þor-
steinsdóttir og Áróra Rós Ingvadóttir. „Við
æfum þrisvar eða fjórum sinnum í viku og
höfum mixað saman fjórum lögum sem við
dönsum eftir.“ Myn&jHF
Óður til manns-
sálarinnar
Um helgina verður myndlistarsýningu Þórs Stiefels og
Gerhard Zellers slúttað með dagskrá þar sem brædd
verða saman þrjú ólík Ustform.
„Við erum að sýna hér abstraktmyndir sem eru á vissan
hátt ljóð. Ljóð geta verið tónar og tónlist getur brugðið upp
myndum fyrir fólki. Við erum öll að flytja sama óðinn til
mannssálarinnar en hvert með okkar stefi,“ segir Þór en
hann, Gerhard, Guðni Franzson, Ari Gísli Bragason og
Nína Björk Árnadóttir
ætla að mætast í Nor-
ræna húsinu kl. 17 á
surinudaginn „til að
enda gjörningavökuna
sem hefur verið allar
helgar sem sýningin
hefur staðið yfir. Þetta
er lokadagskráin þar sem þessi listform mætast öll.“ Og
hvernig mætast þessi listform? „Jú, Guðni spinnur tónlist á
staðnum út frá þeim áhrifum sem hann verður fyrir frá
myndunum og þau velja þau ljóð sem þeim finnst passa
inn í sýninguna."
lóa
„Þetta eru myndir þar sem
andstæöurnar form og flæði
takast á. Þar sem undirmeð-
vitundin ræður ríkjum og
rökhugsun er lögð til hliðar.“
Ljóðin á dagskránni eru
eins konar svörun við
málverkum sýningarinn-
Ekki gráta
elsku barn
langt íJjarska
slœr þaö,
hjartað okkar.
Ari Gísli