Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Qupperneq 9

Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Qupperneq 9
jDctgur-®tmtmt Laugardagur 25. janúar 1997 - 21 Ekki viðurkeimdur Morðinssjúkdómur Allt að helmingur þeirra barna sem teljast ojvirk verða það áfram á fullorðinsaldrl Því eru allar líkur á að um 3- 9000 hœfir og orkumiklir íslendingar séu þarna úti sem skilja ekki hvers vegna þeir geta aldrei lok- ið við hafið verk, haldast hvergi í vinnu, lenda alltaf upp á kant við yfirboðara sína, eða bara glutra öllum tœkifœrum út úr höndunum á sér... Helstu einkenni ofvirkni eru: 1. hreyfiofvirkni 2. hvatvísi 3 .athyglisbrestur Talið er að um 30% ofvirkra barna vaxi úr sinni ofvirkni og aðlag- ist umhverfi sínu. Að um 40% haldi ofvirkni- einkennum á fullorð- insárum sem geti leitt til erfiðleika takist þeim ekki að aðlaga umhverfið að háttum sínum. Um 30% of- virkra barna þjást auk þess af kvillum eins og árásargirni, kvíða og þunglyndi. Þessi börn verða verst úti á full- orðinsaldri. Miðað er við að 1- 5% barna séu ofvirk sem þýðir að 1-3% fullorð- inna eru ofvirk. Að sögn Ólafs Guðmundssonar, geðlæknis á Barna- og unglingageðdeild Land- spítalans, eru einkenni ofvirkra fullorðinna og barna nánast þau sömu en einkennin geta brotist fram á ólíkan hátt með auknum þroska. „Þannig geta ofvirkir fullorðnir t.d. setið kjurir og þurfa ekki að æða mikið um. Hreyfiofvirknin kemur þá meira fram í óeirð og pirringi sem fullorðnir hafa vissa stjórn á.“ Hvatvísin veldur því að ofvirkir fullorðnir eru líklegri en aðrir til að hlaupa á sig og eiga í erfið- leikum í samskiptum við fólk „og endast þ.a.l. stutt í vinnu.“ Einbeitingarerfiðleikarnir eru ekki síður óvinsælir meðal vinnuveitenda enda ekki vel séð þegar ekki þarf annað en að skella hurð til að ofvirkur maður truflist í vinnu sinni. „Það þarf eitthvað mjög sterkt skynáreiti, t.d. spenn- andi mynd í sjónvarpi, til að ofvirkur maður hald- ist við.“ Meðferð Erlendis geta ofvirkir fullorðnir leitað sér með- ferðar líkt og börn en ofvirkni er í raun ekki við- urkennd truflun hjá fullvöxnu fólki á íslandi og engin skipulögð starfsemi innan heilbrigðisþjón- ustunnar miðast við að hjálpa þeim. Helst geta þeir leitað á stofur til þeirra örfáu geðlækna eða ráðgjafa sem hafa viðað að sér upplýsingum um ofvirkni. Ýmis amfetamínlyf, rítalín hér á landi, hafa verið notuð til draga úr ofvirknieinkennum barna og bera þau óyggjandi árangur. Rannsóknir sýna að árangur við notkun lyfsins sé sambærilegur hjá fullorðnum en þeim eru stundum einnig gefin þunglyndislyf. Ekki bara táradalur Almennt hafa ofvirkir fullorðnir h'tið sjálfstraust og brotna jafnvel saman eftir því sem áföllum íjölgar auk þess sem þeir eru líklegri en aðrir til að þróa með sér aðra geðsjúkdóma. EN - eins og Ólafur segir er ofvirkni „ekki bara táradalur." Því til eru þeir ofvirkir sem ná að beina orku sinni í farvegi sem þeim hentar. í bandarískri rannsókn var fylgt eftir hópi ofvirkra barna fram á fullorðinsár og lífshlaup þeirra bor- ið saman við hóp „venjulegra" barna. Fram kom að 4 sinnum fleiri ofvirku einstaklinganna fóru að misnota eiturlyf, 12 sinnum fleiri duttu út úr grunnskóla, 4 sinnum færri Iuku háskólaprófi EN 18% ofvirku einstaklinganna, móti 4% hinna, komu sér upp sjálfstæðum rekstri. Komnir í stöðu yfirboðara geta ofvirkir því sett undirmenn sína í þau verkefni sem kreQast yfirlegu og ein- beitingar en sjálfir geta þeir nýtt orkuna í t.d. að afla viðskiptatengsla, tala við viðskiptavini o.s.frv. „Persónuleikaþættir ofvirkra geta á sumum sviðum verið til trafala og valdið því að illa fer fyrir mönnum sérstak- lega ef þeir vinna undir öðrum, en geta líka ver- ið jákvæðir eiginleikar. Þeir sem ná árangri sem fullorðnir hafa venjulega lært á eigin vankanta. Þeir eru bún- ir að búa sér til strúktúr í lífið sem er þeirra akk- eri. Þannig getur lífið fúnkerað. 39 ára gamall bandarískur ör- yggisvörður, með góða greind og takmarkalausa orku gat aldrei, þar til fyrir skömmu, lokið nokkru verki. Jafnvel svo einfalt verk sem að fara út með ruslið var honum ofviða, hann lét allt- af glepjast af einhverju, Sem barn átti hann í stöðugum sam- skiptaörðugleikum við foreldra og kennara. Hann var 13 árí menntaskóla án þess aðfá nokk- urt stúdentspróf og hefur síðan verið í meira en 128 störfum, Fyrir um ári síðan var hann greindur ofvirkur. Hann hóf meðferð og hefur síðan orðið sér úti um starfsréttindi og er nú umsjónarmaður hjá útvarpi almannavarna í Bandaríkjun- um, í stað þess að tala án afláts eyðir hann nú flestum stundum í að hlusta. Ólafur Guðmundsson. L Landsvirkjun ÚTBOÐ Sultartangavirkjun Gröftur fyrir stöðvarhúsi. Landsvirkjun óskar hér með eftir tilboðum í að grafa fyrir stöðvarhúsi Sultartangavirkjunar í samræmi við útboðsgögn SUL- 01. Verkið sem er hluti framkvæmda við Sultartangavirkjun, felur í sér að grafa fyrir stöðvarhúsi og jöfnunarþró í suð- urhlíð Sandafells við Þjórsá. Helstu magntölur eru áætlað- ar: Gröftur lausra jarðlaga 93.000 rúmmetrar Sprengigröftur 304.000 rúmmetrar Verktaki skal Ijúka verkinu innan fjögurra mánaða frá því að honum er veitt það. Útboðsgögn, verða afhent á skrifstofu Landsvirkjunar, Háaleitisbraut 68, 103 Reykjavík, frá og með mánudegin- um 27. janúar 1997 gegn óafturkræfu gjaldi að upphæð kr. 10.000 með VSK fyrir hvert eintak. Tilboðum skal skila á sama stað fyrir kl. 12.00 þriðjudaginn 18. febrúar 1997. Tilboðin verða opnuð í stjórnstöð Landsvirkjunar að Bú- staðavegi 7, Reykjavík, sama dag, 18. febrúar 1997, kl. 14.00. Fulltrúum bjóðenda er heimilt að vera viðstaddir opnunina. Náttúrunýting á Norðurslóð og aðþjóðlegt umhverfi Málþing á vegum Samvinnunefndar um norðurmálefni og umhverfisráðuneytis. Haldið á Hótel KEA, Akureyri, föstudaginn 14. febrúar, 1997 kl. 9.00. Ráðstefnustjórar: Ólafur Halldórsson, framkvæmdastjóri, formaður Samvinnunefndar um norðurmálefni, og Magnús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri umhverfisráðuneytisins. Dagskrá: 9.00- 9.20: Guðmundur Bjamason umhverfisráðherra set- ur ráðstefnuna og kynnir frumvarp um Stofnun Vilhjálms Stefánssonar. 9.20- 9.50: Vilhjálmur Stefánsson: Líf og starf - Haraldur Bessason, fyrrverandi rektor. 9.50-10.20: Siðfræði náttúrunnar - Páll Skúlason, prófessor í heimspeki við Háskóla Islands. 10 mínútna hlé. 10.30- 11.00: Alþjóðasamningar, innlendar og erlendar reglugerðir, og verkefni ríkisstofnana - Magn- ús Jóhannesson, ráðuneytisstjóri og Ingimar Sigurðsson, skrifstofustjóri í umhverfisráðu- neytinu. 11.00-11.30: Alþjóðaráð Norðurvísinda og nýting náttúru- auðlinda - Magnús Magnússon, prófessor og forseti Alþjóðaráðs Norðurvísinda. 11.30- 12.00: Samstarf heimskautaríkja í umhverfisvemd, kynning á AMAP, CAFF og PAME. Davíð Eg- ilsson, Hollustuvemd og Snorri Baldursson, framkvstj. CAFF. Hádegisverðarhlé. 13.30- 14.00: Maður, umhverfi og nýting náttúm á heim- skautaslóðum - Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla Islands. 14.00-14.30: Náttúmvernd á nýrri öld og framtíð veiða, Níels Einarsson, mannfræðingur. 14.30- 15.00: Hvalir og vistkefið - Jóhann Sigurjónsson, að- stoðarforstjóri Hafrannsóknastofnunar. 15.00-15.30: Nauðsyn hvalveiða fyrir íslendinga: Bjarni Grímsson, fiskimálastjóri. 15.30- 16.00: Kaffihlé. 16.00-16.30: Ferðamál og hvalveiðar. Kristín Halldórsdóttir, alþingiskona. 16.30- 17.00: Hvalveiðar við ísland og afleiðingar fyrir við- skipti vestanhafs, Richard E. Gutting Jr. Na- tional Fisheries Institute, Bandaríkjunum. 17.00-17.30: Umræður. Skráning á málþingið fer fram hjá ferðaskrifstofunni Úrval- Útsýn á Akureyri, sími 462 5000. Allir velkontnir.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.