Dagur - Tíminn Reykjavík - 25.01.1997, Page 18
30 - Laugardagur 25. janúar 1997
Guðfríður
Lilja
Grétarsdóttir
skrifar um skák
títítttft
íTFí -
,-n>.
|Dagur-'ð!«ntrat
S IC Á K
Bréfskákin lifír
s
msir hafa haldið því fram
að með síaukinni fjar-
skiptatækni, ekki síst
tölvupósti, muni bréfskák senn
líða undir lok. Spurt er: Hvers
vegna ætti fólk að bíða í marga
daga eftir einstaka leikjum sem
koma og fara með hægfara,
gamaldags póstburðarmanni
þegar hægt er að tefla á „Alnet-
inu“?
Er ekki betra að fá leikina
um leið í gegnum tölvu? Og
hvað með allan sparnaðinn í
frfmerkjakaupum?!
Sem betur fer virðist bréf-
skák þó enn lifa góðu lífí, þótt
ef til vill sé hún við betri heilsu
á meðal eldri kynslóðarinnar en
þeirrar yngri. Víst er að ef bréf-
skák legðist af myndi „skák-
menning" heimsins verða fá-
tækari fyrir vikið. Er ekki ein-
mitt svo ágætt að hafa nægan
tíma til að hugsa um hvern leik
án þess að taugatitringur og
fljótfærni flækist fyrir? Er ekki
einmitt svo notalegt að senda
næsta leik með póstinum upp á
gamia mátann, og vita að nú
fær maöur dálitla hvíld frá erf-
iðum útreikningum, eða jafnvel
hugljómun eftir góðan svefn í
miðri skák?!
Hvað svo sem segja má um
gildi bréfskákarinnar virðast
þeir sem hafa lýst yfir yfirvof-
andi dauðsfalli hennar hafa
rangt fyrir sér, að minnsta kosti
enn sem komið er.
Alþjóðabréfskáksambandið,
ICCF, ætlar sér í öllu falli ekki
að leggja upp laupana á næst-
unni. í stað þess hefur það blás-
ið til sóknar og byrjað að nýta
sér tæknina í eigin þágu. Fyrir
tveimur árum afréð sambandið
að halda sitt fyrsta alþjóðlega
„fax-“ eða „brefsímaskákmót".
Þrjátíu úrvals bréfskákmönnum
var boðið að taka þátt í mótinu
og var þeim öllum fengið fax-
tæki að gjöf frá mótshaldara.
Þann 15. september 1994 lék
Mostert, forseti ICCF, fyrsta
leiknum í keppninni, og ekki
alls fyrir löngu, heilum tveimur
árum síðar, er henni loks lokið.
Keppt var samkvæmt alþjóðleg-
um reglum ICCF með fáeinum
undantekningum.
Umhugsunartími var lengdur
úr 3 dögum fyrir hvern leik upp
í 5 daga, enda ekki vanþörf á
þar sem hver keppandi tefldi
margar skákir í einu og svar-
leikir bárust með meiri hraða
en vanalega.
Eins og allir vita sem nokkuð
hafa með hin ágætu faxtæki að
gera, er aldrei fyrir þeim flóar-
friður. Keppendur þurftu því að
venjast „símbréfum" sem bár-
ust á öllum tímum sólarhrings.
„Faxtækið mitt var á sömu línu
og síminn svo að í hvert skipti
sem mér barst leikur hringdi
síminn hjá mér,“ segir enski
bréfskákmeistarinn Michael
Prizant, í viðtali við þýska tíma-
ritið „Skák“ um reynslu sína af
mótinu. „Evrópsku andstæðing-
ar mínir virtu enskan nætur-
frið, en skákfélagar mínir í
Hong Kong og Argentínu héldu
stöðugt fyrir mér vöku! Að
nóttu til þegar ég vaknaði við
hringingarnar réði ég hreinlega
ekki við mig og fór á fætur til að
skoða svarleikinn. Oft sat ég
langt fram undir morgun við
skákborðið út af þessu...“ Priz-
ant var ekki einn um slíkt næt-
urbrölt að sögn „Skákar“.
Nokkrir keppendur sögðust
hafa setið sem fastast við nýju
faxtækin sín þau kvöld sem um-
hugsunartími andstæðingsins
var að renna út, og beðið
óþreyjufullir eftir hringingu
sem boðaði svarleik!
Úrslit í mótinu urðu þau að í
A-riðli sigraði Finninn T. Kokk-
ila með 11,5 vinninga af 14
mögulegum. næstur varð Ilol-
lendingurinn R. Maliangkay
með 11 vinninga og þriðji varð
hinn enski M. Prizant með 9,5
vinninga. í B-riðli urðu þeir
jafnir og efstir Þjóðverjinn K.
Engel og Belginn J. Boey með
9,5 vinninga af 14, og í 3.-6.
sæti með 9 vinninga urðu þeir
H. Nielsen, Danmörku, W.
Haufe, Þýskalandi, og M.
Rufenacht, Sviss.
Við skulum líta á eina skák
úr þessu nýstárlega og vel
heppnaða móti, og öðru hvoru
vitna Jauslega í skákskýringar
Prizant, en hann er fyrsti skák-
maðurinn sem nær sér í stór-
meistaraáfanga í bréfskák í
gegnum fax:
Hvítt: M. Prizant, Englandi
Svart: II. Rittner, Þýskalandi
Frönsk vörn
I. e4 e6 2. d4 d5 3. Rc3 Bb4 4.
e5 Re7 5. Bd2 c5 6. dxc5 Rbc6
7. Dg4 0-0 8. 0-0-0 f5 9. exf6
Hxf6 10. Bd3 Bxc3 11. Bxc3 e5
12. De2 Dc7 13. Bb5 Be6 14.
Rf3 d4 15. Bd2 h6 16. Bc4 Dd7
17. Hhel e4 18. c3! Kh8
Hvítur er peði yfir og hefur auk
þess grafið undan miðborðs-
peðum svarts. Nú er erfitt fyrir
svartan að byggja upp mótspil.
19. Bxe6 Hxe6 20. Dc4?
Skjótt skipast veður í lofti! Með
þessum afleik á hvítur á hættu
að missa frumkvæðið. Betra
hefði verið 20. Rxd4 Rxd4 21.
cxd4 Dxd4 og annaðhvort 22.
Be3 til að tryggja peðið sem
hann hefur yfir, eða 22. Bc3
Dc5 23. Dg4.
20.. .Rd5 21. Rxd4 Re5!
Svartur hefur komið auga á
leiðina til mótspils.
22. Dn Rd3+ 23. Kbl Hee8?
Rétti leikurinn er 23...Hf6 þar
sem hrókurinn leikur virkt hlut-
verk á 6. reitaröðinni og getur
léttilega vippað sér yfir á a-lín-
una þegar þannig stendur á.
24. He2 Rxc5 25. Be3 Had8 26.
f3 Da4 27. Bcl e3 28. Rc2! Hd6
29. Del Da6 30. Rxe3 Rf4 31.
Hxd6 Dxd6 32. Hc2 Rfd3 33.
Ddl De5 34. Rg4 Del 35. Rf2!
Ef hvítur fer strax í drottning-
arkaup gefur hann svörtum of
mikið mólspil. Með þessum
sterka leik tryggir hann sér
töglin og hagldirnar.
35.. .Rxf2 36. Dxel Ilxel 37.
Hxf2 Rd3 38. Hc2 Ilhl 39. c4!
Rxcl 40. Ilxcl IIxh2 41. Hgl
Kg8 42. Kc2 KÍ7 43. Kd3 Ke6
44. b4 b6 45. a4 Kd6 46. f4! a5
47. c5+ bxc5 48. bxa5 Kc6 49.
a6 Kb6 50. Kc4 Kxa6 51. Kxc5
Hh4 52. g4 h5 53. gxh5! Hxh5+
54. Hg5 Hh4 55. f5 He4 56.
Kd6 og svartur gaf, 1-0.
Jón Baldursson Reykjavíkurmeistari í 12. skipti
gpf' Björn
|||r~' I Þorláksson
Jón Baldursson og félagar í
Landsbréfum urðu um síð-
ustu helgi Reykjavíkur-
meistarar í sveitakeppni þegar
sveitin sigraði sveit Júlla örugg-
lega, 111- 173. Síðasta lotan
var einstefna Landsbréfa en
fram að því hafði leikurinn ver-
ið í jafnvægi, Landsbréfamenn
þó ávallt yfir. Þetta er í 12. sinn
sem Jón vinnur þennan titil og
geri aðrir betur. Með honum
spiluðu: Sævar Þorbjörnsson,
Sverrir Ármannsson, Björn Ey-
steinsson og Ragnar Hermanns-
son.
f undanúrslitum sigraði sveit
Júlla Hjólbarðahöllina og
Landsbréf sigraði VÍB sem um-
sjónarmaður hafði spáð sigri.
VÍB varð í þriðja sæti.
Ragnar T. Jónasson, Neon og
Héðinn Schindler komust áfram
í undankeppni fslandsmótsins í
sérstöku millispili sem fór fram
um helgina.
BR spilar tvisvar í
viku
Sú breyting verður á starfsemi
Bridgefélags Reykjavíkur í vet-
ur að spilamennska verður
tvisvar í viku, bæði þriðjudaga
og miðvikudaga.
Á þriðjudögum verður boðið
upp á eins kvölds tvímenninga,
ýmist Monrad eða Mitchell, og
verða alltaf forgefin spil og
tölvuútreikningur. Keppnisstjóri
verður Sveinn Rúnar Eiríksson.
Sú nýbreytni verður tekin
upp að spilarar undir tvítugu
spila alltaf frítt á þriðjudögum
og er það gert til að örva þátt-
töku ungs fólks í keppnisbridge.
Einnig geta spilapör lagt 500 kr.
á parið í púkk og rennur féð til
verðlauna 3ja efstu paranna
það spilakvöld. Tilskilið er að
hafa lagt í púkkið til að hljóta
vinning.
Á miðvikudögum verða hald-
in þrjú lengri mót. Það fyrsta
hófst sl. miðvikudag og stendur
til miðvikudagsins 26. febrúar.
Um ræðir aðalsveitakeppni fé-
lagsins, 6 kvöld. Miðvikudagana
5., 12.,' og 19. mars verður
Butler-tvímenningur. Til verð-
launa telja tvö hæstu skor af
þremur. Loks lýkur keppnis-
tímabilinu með 6-kvölda aðal-
tvímenningi frá 9. apríl til ver-
tíðarloka, 14. maí.
Stjórn BR vill benda félögum
á að dagana 17.-22. mars verð-
ur Evrópumótið í tvímenningi
haldið í Haag, Hollandi. Þetta
er firnasterkt og áhugavert mót
og er þátttaka í
því kjörin til að
afla sér reynslu í
alþjóðabridgelíf-
inu. Þátttöku
skal tilkynna til
Bridgesam-
bandsins og geta
skuldlausir BR-
félagar sótt um
fjárstyrk.
Jón Baldursson dregur löngum að sér áhorfendur við spilaborðið og stundum ekki ómerk-
ari menn en forætisráðherra, Davíð Oddsson. Fjórir þekktir akureyrskir spilarar eru einnig á
myndinni. Mynd: BÞ
Svæðamót
Nl. eystra
Svæðamót Norð-
urlands eystra,
úrtökumótið fyr-
ir undanúrslit ís-
landsmótsins í
sveitakeppni,
verður haldið á
Húsavík 1. og 2.
febrúar nk.
Fimm efstu
sveitir vinna sér
rétt til þátttöku.
Spilað verður á Hótel Húsavík
og hefst mótið kl. 10.00 á laug-
ardag. Þátttökugjald er kr.
10.000 á sveit. Þátttökutilkynn-
ingar berist Sveini Aðalgeirs-
syni hs. 464-2026, vs. 464-1510
eða Stefáni Vilhjálmssyni hs.
462-2468, vs. 463-0363. Skrán-
ingu lýkur kl. 19.00 nk. fimmtu-
dag, 30. jan. Sveinn og Stefán
veita nánari upplýsingar.
Anton leiðir
Að loknum tveimur kvöldum í
Akureyrarmótinu í sveitakeppni
er staða efstu sveita þannig:
1. Sv. Antons Haraldssonar 119
2. Sv. Stefáns G. Pálssonar 118
3. Sv. Sveins Pálssonar 100
4. Sv. Páls Pálssonar 95
5. Sv. Strýtu hf. 92
6. Sv. Stefáns Vilhjálmss. 85
Alls taka 10 sveitir þátt í
mótinu. Spiluð er þriggja
kvölda forkeppni, einföld um-
ferð, 10 spila leikir. Fjórar efstu
sveitirnar spila síðan þrjú kvöld
á a-úrslitum (32-spila leikir)
um verðlaunasæti en 5.-10.
sveit spila jafnhliða í b-úrslitum
(16 spila leikir). Það verður ef-
laust mikill darraðardans næsta
þriðjudagskvöld í baráttunni
um a- sæti í úrslitunum.