Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Side 4

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Side 4
16- Laugardagur 22. febrúar 1997 iOagmÆtmtrm MENNING O G LISTIR „Það hefur verið yndislegt að finna fyrir þessari hlýju, “ segir Hákon Waage um móttökurnar í Frey- vangsleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Mynd: GS Hver sýning sj álfstætt listaverk Freyvangsleikhúsið í Eyjafjarðarsveit hefur hafið sýningar á farsanum „Með vífið í lúkunum“ eftir Bretann Ray Cooney. Hákon Waage, leikstjóri, segir undirbúningstímann hafa verið mjög skemmtilegan. Stemmningin í hópnum er góð. Fólk er bæði spennt og jákvætt,“ sagði Hákon í vikunni en frumsýningin var í gærkvöld. Leikarar í sýningunni eru átta talsins en fleiri leggja hönd á plóginn. Hákon lýsir verkinu sem léttum nú- tímafarsa sem höfði til allra aldurshópa. Söguþráðurinn er spunninn í kring um leigubílstjóra sem vinnur vaktavinnu. Hann kemur sér í smáklípu vegna hins óreglulega vinnutíma. Verkið ijallar síð- an um þann misskilning sem kemur upp í kjölfar vandræða bílstjórans og hvernig sá misskilningur er leystur. Með vífið í lúkunum var sýnt í Þjóö- leikhúsinu árið 1985 og í þeirri sýningu voru það Spaugstofumennirnir sem fóru með aðalhlutverkin. „Það segir nú dálít- ið um hvers eðlis sýningin er,“ segir Hákon. En eru áhugaleikarar í Eyjafirði ekk- ert smeikir við að fara í skó hinna vin- sælu Spaugstofumanna? „Nei, það held ég ekki. Hver sýning er alltaf sjálfstætt listaverk. Annars kom- umst við ekkert áfram.“ í leiklist eftir hlé Auk þess að leikstýra leikhópnum í Freyvangsleikhúsi æfir Hákon um þessar mundir hlutverk í Vefaranum mikla hjá Leikfélagi Akureyrar. Hlutverkið er það fyrsta í atvinnuleikhúsi síðan honum, ásamt fleiri leikurum, var sagt upp í Þjóðleikhúsinu haustið 1992. Hvernig er að vera kominn aftur á kaf í leiklistina? „Það er mjög indælt, sérstaklega vegna þess að ég var boðinn svo velkom- inn af öllum, bæði í Freyvangsleikhúsinu og hjá Leikfélagi Akureyrar. Það hefur verið yndislegt að finna fyrir þessari hlýju. Gefur mér nýja trú á þetta.“ - Ertu þá kominn í leiklistina til að vera? „Ég vona það. Þetta hefur alla vega verið mjög góður tími og ég lít björtum augum til framtíðarinnar." AI Leitin ad tilgangi lífsins Hvaða tilgangi þjónar að lifa þegar h'fið er orðin endalaus þjáning og böl? Þetta er sú spurning sem aust- urríski geðlæknirinn Viktor E. Frankl reynir að svara í bók sinni „Leitin að tilgangi lífsins“. Bókin kom fyrst út árið 1962 og hefur verið endurútgefin margoft. Eintökin sem selst hafa skipta milljónum en það er fyrst núna, 35 árum eftir að ’ bókin var skrifuð, að hún kem- tn- út á íslensku. „Ástæðan fyrir að ég hvatti til að þessi bók væri gefin út er sú að þetta er bók sem hefur mikið hagnýtt gildi fyrir fólk sem lendir í efasemdum um til- gang lífsins," segir Páll Skúla- son en hann ritar íslenskan for- mála að bókinni. Páll segir að við vissar aðstæður leiti á okkur efasemdir og þá eigum við til að gleyma ýmsum staðreyndum um h'fið. „Aðalstaðreyndin er sú að við þurfum að bregðast við allskonar aðstæðum í lífinu. Frelsi okkar sem vitandi vera felst í því að finna alltaf eitt- hvað sem skiptir máli. Jafnvel þegar öll sund virðast lokuð er alltaf hægt að uppgötva ein- hvern tilgang með lífinu. Það er kjarninn í boðskap þessarar bókar." í fangabúðum nasista Höfundur bókarinnar sat á unga aldri árum saman í fanga- búðum nasista og hann notar reynslu sína þaðan sem undir- stöðu kenninga sinna. Frásögn- in úr fangabúðunum hefur fyrst og fremst þann tilgang að færa sönnur á kenningarnar en ekki að rekja hörmungar fangabúð- arh'fsins. Út frá kenningum súi- um hefur hann síðan þróað ákveðna aðferð, lógóþerapíu, sem hann nýtir í starfi sínu sem geðlæknir. Páll segir svo frá að höfund- urinn, Viktor Frankl, hafi veitt því eftirtekt að margir sem til hans leiti séu manneskjur sem af einni eða annarri ástæðu finnist ekkert í lífinu skipta máli lengur. „Þessi tilfinning, að lífið sé tilgangslaust, elur iðulega af sér ýmiskonar sálræn vanda- mál. Lógóþerapía er fólgin í því að hjálpa fólki að finna sjálft hvað getur gefið lífinu tilgang og vinna sig þannig út úr sálar- kreppu og sálrænum ógöngum." Breytilegur tilgangur Aðferðin gengur ekki út á að finna einn tilgang heldur segir Páll Skúlason: „Þetta gengur ekki út á að finna einn til- gang heldur einhvern tiltekinn tilgang á hverju andar- taki.“ Páll að það sem skipti máli sé að finna ein- hvern tiltek- inn tilgang á hverju and- artaki. „Til- gangurinn getur breyst. Líf okkar hef- ur ekki alltaf nákvæmlega sama tilgang. Kenningin er mjög jarð- bundin því hún lýtur að því hvernig við getum brugðist við hér og nú þegar markleysa, þjáning og böl virðist herja á okkur. Allir lenda einhverntíma í svona að- stæðum." gefin út af Háskólaútgáfunni og Siðfræðistofnun Háskóla ís- lands. Þýðandi er Hólmfríður Gunnarsdóttir. AI „Leitin að tilgangi lífsins" er

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.