Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 11

Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Blaðsíða 11
Jlagur-'ðRnmm Laugardagur 22. febrúar 1997 - 23 |DítgurJ9Jmttmi f Ahugamálið varð að atviimu Sigrún Ólafsdóttir hefur ekki bragðað kjöt í mörg ár. Hún er grœnmetisœta og hefur um nokkurra ára skeið haldið námskeið þar sem hún miðlar fólki af þekkingu sinni á grœnmetis-, korn- og baunaréttum. í síðustu viku heimsótti hún t.d. konur á Sauðárkróki og hélt þar fyrir- lestur og matreiðslunámskeið. s g er ekki menntuð sem næringarfræðingur held- ur má segja að áhuga- málið hafl orðið að atvinnu," segir Sigrún. Nokkuð er samt misjafnt hvað hún heldur mörg námskeið en um þessar mundir er uppsveifla í áhuga á græn- metisfæði og því verið töluvert að gera hjá henni. „Ég hef mik- inn áhuga á að koma þessari þekkingu á framfæri því mér finnst það mjög mikils virði að fólk bæti meira grænmeti inn í fæðuna." Makróbíótískt fæði Sigrún fléttar gjarnan fróðleik um makróbíótískt fæði inn í námskeiðin sem hún heldur og því er spurt: Hvað er það? „Makrobiotik er byggð á 2000 ára gömlum austurlensk- um alþýðulækningum. Gengur út á að borða mikið lífrænt fæði °g byggist upp á einfaldleikan- um. Að ná jafnvægi í gegn um fæðuna. Ég blanda þessu inn í námskeiðin því mér finnst hug- myndafræðin á bak við þetta mjög áhugaverð," segir Sigrún. Grænmetisúrvalið á landsbyggðinni Sigrún býr í Reykjavík en nokkrum sinnum á ári fer hún út á land til að halda námskeið. Hún hefur m.a. verið á ísafirði, Egilstöðum, Akureyri og nú síð- ast á Sauðárkróki. En ætli sé einhver munur á áhuga Reyk- víkinga og landsbyggðarfólks? „Nei, mér finnst ekki mikill munur. Fólk úti á landi hefur líka mikinn áhuga og er duglegt að sækja námskeið." -Hvað með hráefni? „Grænmetisúrvalið í verslun- um á litlum stöðum er ótrúlega mikið. Ég hef orðið greinilega vör við að úrvalið hefur aukist á síðustu þremur árum. Stundum hef ég rætt við kaupmennina á staðnum og bent þeim á hinar og þessar vörur, eins og t.d. baunir og korn, og þeir bregð- ast yfirleitt fljótt við. Um leið og eftirspurnin er komin og þeir vita hvað þeir eiga að panta eru þeir boðnir og búnir að vera með þessar vörur.“ Þó munurinn milli lands- byggðarinnar og höfuðborgar- svæðisins sé ekki mikill kemur annað hljóð í strokkinn þegar spurt er um kynjamun. Enn hafa konurnar vinninginn hvað áhuga á grænmetisfæði varðar en Sigrún segir þó alltaf einn og einn karlmann koma á nám- skeiðin hennar. „Þeir eru að koma til og eru orðnir opnari fyrir þessu en áður.“ Við getum ekki kvatt Sigrúnu án þess að kría út úr henni eina uppskrift. Þessi linsubauna- kássa er meðal þeirra rétta sem hún kennir fólki að matreiða á grænmetis-, korn- og bauna- námskeiðinu sínu og er hann t.d. hentugur fyrir þá sem vilja ekki borða kjöt og þurfa því að uppfylla próteinþörf sína á ann- an hátt. Linsubaunakássa V/ bolli Puy-baunir (linsubaun- ir) 2 laukar 1 -2 hvítlauksrif 2 gulrætur 3 msk. tómatmauk (purée) 1 tsk. basilikum 2 msk. grœnmetiskraftur 1 tsk. sojasósa Baunir látnar í pott ásamt vatni sem flýtur vel yfir. Látið suðuna koma upp. Skerið laukinn og hvítlaukinn og bætið út í pott- inn. Sjóðið ásamt baunum í 45 mínútur. Gulræturnar eru skornar í sneiðar og bætt útí ásamt tómatmaukinu, græn- metiskraftinum og sojasósunni. Látið malla í 10-15 mínútur. (Má setja maisenamjöl saman við ef þarf að þykkja kássuna). Gott að bera fram með soðn- um núðlum, spagetti eða hrís- grjónum og einnig með grænu salati. AI „Finnst það mjög mikils virði að fólk bæti meira grænmeti inn í fæðuna," segir Sigrún Ólafsdóttir sem hefur kennt fjölda fólks að matreiða græn- metisrétti og einnig korn- og baunarétti. niD 'ftei eimilis- homið Sunnudagskakan 100 g hveiti 75 g smjör 2 msk. sykur 1 eggjarauöa Fylling: 2/ dl. rjómi (1 peli) Jarðarber eða aðrir ávextir Hveitið, smjörið, sykur og eggjarauða mulið saman og hnoðað í slétt deig. Flatt út og sett í form (ca. 24 sm). Formið sett í kæliskáp, ca 1 klst., þá tollir deigið betur upp með köntunum. Deigið pikkað þétt með gaffli og bakað í ca. 15 mín. við 200°. Botninn smurður heitur, með bræddu súkkulaði, og kakan látin kólna. Rétt áður en kakan er borin fram er þeyttur rjóminn settur á hana og fallegum jarðarberjum rað- að ofan á kökuna. Súkkulaðikaka 4 egg 125gsykur 75 g saxaðar möndlur 75 g smjör 100 g suðusúkkulaði 50 g hveiti 50 g kartöflumjöl Aðskiljið 3 egg í hvítur og rauð- ur. Þeytið saman eggjarauðurn- ar, heila eggið og sykurinn og bætið möndlunum út í. Bræðið smjörið og súkkulaðið saman. Þeytið eggjahvíturnar stífar. Hrærið smjör og súkkulaði ásamt hveiti og kartöflumjöli saman við. Blandið síðast eggjahvítunum varlega saman við deigið. Deigið sett í vel smurt form og kakan bökuð við 150° x ca. 50 mín. Kökuna má svo smyrja með bræddu súkku- laði og bera þeyttan rjóma eða ís fram með ef á að nota hana sem veisluköku. Skemmtilegar litlar rjómakökur 4 egg og 200 g sykur þeytt saman í þykka eggjafroðu. 50 g hveiti 50 g kartöflumjöl 1 tsk. lyftiduft - þessu blandað saman og sigt- að út í eggjahræruna. Blandað saman við með skeið (ekki hrært í hrærivélinm). Deigið sett í pappírsklædda ofn- skúffu og bökuð í miðjum ofni, við 225°. Kökunni hvolft á syk- urstráðan pappír og svo má skera út ferkantaðar eða kringlóttar kökur undan glasi. Smyrja svo sultutaui á og þeytt- um rjóma og skreyta með ávöxtum. Sérlega góðar kökur og glæsilegar á borðinu. Góðar gerbollur Auðvelt að baka þær. Gott að tvöfalda uppskriftina og geyma í frysti. 30 g ger 272 dl mjólk 75 g smjör 1 tsk. salt ca. 8 dl hveiti Smjörið er brætt, mjólkinm bætt út í. Haft ylvolgt. Gerið lát- ið út í blönduna og þarnæst hveitinu og saltinu, öllu hrært vel saman í mjxxkt deig. Deigið látið hefast með stykki yfir í ca. 30 mín. eða þar til það hefur tvöfaldað stærð sína. Deigið tekið upp á borðið og rúllað í lengju, lengjan skorin í 18-20 bita, sem svo er hnoðað í bollur. Settar á smurða plötu, klippt með skorinn kross ofan á boll- urnar. Látnar hefast í 30 mín. Bollurnar eru svo smurðar með hrærðu eggi og sesamfræi stráð yfir þær. Bakað við 225° í ca. 8 mín. Sérlega góðar með osti og marmelaði.

x

Dagur - Tíminn Reykjavík

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur - Tíminn Reykjavík
https://timarit.is/publication/253

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.