Dagur - Tíminn Reykjavík - 22.02.1997, Side 12
I
24 - Laugardagur 22. febrúar 1997
^Dagur-'CEí
-mttmt
Iviatarkrókiir
Matargatið
Uppskriftir dagsins koma
frá Helgu Finnbogadóttur
á Arskógsströnd. Helga
er upphaflega frá Stykkishólmi
en flutti á Árskógsströnd fyrir
22 árum. Þar vinnur hún á leik-
skólanum Leikbæ. Fyrri upp-
skriftirnar tvær segist hún nota
oft þegar gestir koma í mat eða
kaffi. Ávaxtakökuna smakkaði
hún hins vegar fyrst í sauma-
klúbbi nýlega og fannst hún svo
meiriháttar góð að hún ákvað
að fá uppskriftina og deilir
henni nú með lesendum.
Helga skorar á mágkonu
sína í Mývatnssveit, Sigurhnu
Ragúels, í næsta Matarkrók.
Pottréttur
500 g kjöt (t.d. folaldagúllas)
hveiti
smjörlíki
1 tsk. karrý
1 púrra
’/ dós sveppir + soð
2 hvítlauksgeirar
3 gulrœtur
2 laukar
1 grœn paprika
2 dl tómatsósa
1 msk. kínasoja
1 tsk. engifer
Veltið kjöti upp úr hveiti og
steikið upp úr smjörlíki sem
karrýi hefur verið blandað sam-
an við. Bætið öðrum efnum
saman við og látið malla í 1
klukkustund. Berið fram með
hrísgrjónum, gulum baunum og
snittubrauði.
^ KASSAGERÐ REYKJAVÍKUR HF
hefur opnað á
AKUREYRI
Verið velkomin í afgreiðslu okkar við Hvannavelli ogfáið faglega
ráðgjöf hjá sölumönnum.
9» Við eigum fyrirliggjandi á lager:
• Kassa til flutninga í ýmsum stærðum
og gerðum.
• Bylgjupappa þrjár gerðir og sníðaefni,
ýmsar gerðir.
• Umbúðapappír, brúnan og hvítan.
• Kassa og öskjur fyrir matvælaframleiðslu.
Kassa og öskjur fyrir fiskiðnað og útgerð.
Öskjur undir gjafavöru, skartgripi o.fl.
Pizzakassa.
Fataöskjur, sælgætisöskjur
og brauðöskjur.
Möppur fyrir skjalavörslu, videóhulstur,
blaðastanda o.fl.
Skúffur á varahlutalagerinn og í hiilurnar.
Bréf- og pappírspoka í ýmsum stærðum.
Sérframleiðum kassa og
öskjur eftir þínum óskum.
AKUREYRS
v/Hvannavelli • Sími: 461 3580 • Fax: 461 3581
fDugur-'3Rmhrm
Rabarbarakaka úr
pönnukökudeigi
Pönnukökudeig:
100 g hveiti
1 egg
3 dl mjólk
15 g bráðið smjörlíki
salt
Rabbabarafglling:
50 g smjör
500 g rabarbari
100 gsgkur
1 tsk. engifer
Hveitið sigtað í skál ásamt
salti. Egg, bráðið smjörlíki og
helmingurinn af mjólkinni sett-
ur útí. Afgangnum af mjólkinni
hrært saman við. Deigið er nú
tilbúið.
Skerið rabarbarann í 5 sm.
bita. Smjörið er sett í eldfast
mót og brætt. Niðurskorinn
rabarbarinn er settur yfír
smjörið í mótinu. Sykri og engi-
feri er stráð yfir rabarbarann.
Síðan er pönnukökudeiginu
hellt yfir rabarbarann. Bakað
við 220° C í 30 mínútur. Hitinn
er lækkaður niður í 200° C og
kakan bökuð áfram í 15 mínút-
ur. Berið fram volgt með ís eða
þeyttum rjóma.
Tobierone ávaxtakaka
Púðursgkurmarengs:
2 eggjahvítur
2 dl púðursgkur
(má nota 25-30
makkarónukökur í staðinn)
Bakað við 150° C í 45 mínút-
ur.
Rjómakrenu
2 ’á dl rjómi
2 eggjarauður
3 msk. flórsgkur
100 g toblerone (brgtjað)
Eggjarauður og sykur þeytt
saman. Rjóminn þeyttur og öllu
blandað saman.
Ferskir ávextir:
25 jarðaber
20 vínber
2 kiwi
I hunangsmelóna
askja bláber
Ávextirnir eru skornir niður
(nema bláberin). Varist að
skera of smátt.
Súkkulaðisósa:
100 g toblerone
1 msk. rjómi
Hitið í potti þar til súkkulað-
ið er bráðið.
Marengsinn er brytjaður
frekar smátt. Meirihlutanum er
dreift í botn á fati eða diski með
háum börmum. Rjómakremið
sett yfir. Afgangur af marengs
og brytjaðir ávextir settir yfir.
Skreytt með súkkulaðisósunni.
Helga Finnbogadóttir.